Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 54
Eftir lestur rannsóknanna og umræður milli höfunda voru gerðar töflur til þess að öðlast betri sýn yfir innihald rannsókn- argreinanna. Teknar voru út eftirfarandi upplýsingar: (1) höf- undar og ár, (2) aðferð, (3) Þátttakendur (4) niðurstöður; hindranir og gagnlegir þættir. Taflan var notuð til að koma auga á sameiginlega þætti í rannsóknunum. Í kjölfarið voru niðurstöður samþættar með orðum og myndum. Niðurstöður niðurstöðurnar eru byggðar á 11 eigindlegum rannsóknum þar sem 117 einstaklingar með PV og 137 aðstandendur tóku þátt. Sjá yfirlit yfir rannsóknir í töflu 2. Í eftirfarandi undir- köflum voru niðurstöðurnar flokkaðir eftir líkamlegum, and- legum og félagslegum áhrifaþáttum eða áskorunum. Veruleg skörun er á milli þessara þátta. Líkamlegar áskoranir Yfirlit yfir líkamlegar áskoranir af völdum PV er byggt á niðurstöðum níu rannsókna. Þetta yfirlit má sjá á mynd 2 (haahr o.fl., 2010; habermann og Shin, 2017; kang og Ellis- hill, 2015; McLaughlin o.fl., 2010; Mshana o.fl., 2011; Plouvier o.fl., 2018; Smith og Shaw, 2017; Tan o.fl., 2012; Valcarenghi o.fl., 2018). Einstaklingar með PV urðu varir við að daglegar athafnir voru tímafrekar og þeir fundu oft fyrir þreytu og skertu úthaldi (haahr o.fl., 2010; Mshana o.fl., 2011; Valcarenghi o.fl., 2018). Þeir tóku eftir því hvernig ástandið versnaði án þess að fá við nokkuð ráðið. Líkaminn varð sífellt meira veikburða og lét verr að stjórn. um leið og búið var að aðlagast einu einkenni fór að bera á öðru. hreyfingar og hugsun urðu hægari og erfiðara var að einbeita sér og takast á við þau verkefni sem að höndum bar. Líkamleg einkenni hindruðu daglegar athafnir og félags- lega þátttöku. Til dæmis olli hræðsla við fall mikilli vanlíðan og hindraði einstaklinga í að fara út úr húsi (habermann og Shin, 2017). Þannig fór sjúkdómurinn hægt og bítandi að stjórna öllu í lífi einstaklinganna (haahr o.fl., 2010). Erfiðleikar við að matast og nærast auk hræðslu við að svelgjast á vógu þungt hjá mörgum vegna takmarkaðrar getu til að kyngja mat og vökva. Lyfjainnstilling og lyfjainntaka á réttum tíma var mikilvægur hlekkur í því að bæta kyngingu. Einstaklingar þurftu sífellt að vera á varðbergi vegna ákveðins ófyrirsjáanleika í samspili lyfjaverkunar og kyngingargetu. Það að tala lágt gerði það að verkum að erfitt gat verið að eiga samræður við annað fólk. Þetta olli mikilli félagslegri hindrun (habermann og Shin, 2017; Mshana o.fl., 2011). að annast náinn aðstandanda með PV gat verið afar tíma- frekt og valdið bæði líkamlegri og andlegri örmögnun. Áhyggj - ur af eigin heilsu gerðu vart við sig við langvarandi álag (Tan o.fl., 2012). Vegna stöðugrar versnunar sjúkdómsins gerðu umönnunaraðilar sér grein fyrir því að þeir þyrftu sjálfir á ein- hverjum tímapunkti að þiggja utanaðkomandi aðstoð. Í einni rannsókn kom fram að eftir því sem leið á sjúkdóminn hefðu aðstandendur stöðugt þurft að veita meiri líkamlegan, félags- legan og andlegan stuðning til einstaklingsins með PV. Þar að auki voru viðfangsefni sem einstaklingar með PV sáu um fyrir sjúkdómsgreiningu orðin að verkefnum aðstandenda, til dæmis akstur, garðyrkjustörf og heimilisbókhald (McLaughlin o.fl., 2010). Félagslegar áskoranir Yfirlit yfir félagslegar áskoranir af völdum PV er byggt á niðurstöðum átta rannsókna og þær má sjá á mynd 2 (giles og Miyasaki, 2009; haahr o.fl., 2010; McLaughlin o.fl., 2010; Mshana o.fl., 2011; Plouvier o.fl., 2018; Tan o.fl., 2012; Tod o.fl., 2016; Valcarenghi o.fl., 2018). helstu áskoranir sem einstaklingar með PV stóðu andspænis var takmarkaður aðgangur að hjálpartækjum og að þurfa að finna sín eigin úrræði án þess að hafa aðgang að sérhæfðum og viðeigandi stuðningi (giles og Miyasaki, 2009; Mshana o.fl., 2011; Plouvier o.fl., 2018; Tod o.fl., 2016). Einstaklingar urðu varir við að sá sem sinnti þeim hverju sinni hafði mismunandi skilning á áhrifum PV á líf hvers einstaklings. góð tengsl við sérfræðing, sem þekkti vel til meðferðar þeirra, og gagnkvæmt traust var mikilvægt (Plouvier o.fl., 2018). marianne e. klinke, ólöf sólrún vilhjálmsdóttir, sara jane friðriksdóttir, jónína h. hafliðadóttir 54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Leitað var í einum gagnagrunni, Pubmed. Leitarorð voru: „Parkinson’s disease“, „Qualitative” og “nurs*“. Leitin takmarkaðist við greinar birtar frá janúar 2009 til maí 2019, fullorðna einstaklinga (19+), ensku eða íslensku. Eingöngu voru teknar með eigindlegar greinar sem fjölluðu um reynslu einstaklinga með PV og/eða aðstandenda þeirra. greinar sem einblíndu á reynslu einstaklinga með PV og aðstandenda þeirra eftir rafskautsaðgerð voru útilokaðar* Leit Leitarorð Heimtur Titlar Útdrættir 1 Parkinson’s disease (MeSh) anD qualitative 163 20 10 2 Parkinson’s disease (MeSh) anD nurs* 277 15 6 Samtals 440 35 16 16 greinar voru lesnar í heild sinni og samtals 11 greinar uppfylltu inntökuskilyrðin * nánari lýsingu á aðferðafræðinni má sjá í BS-ritgerð Ólafar Sólrúnar Vilhjálmsdóttur og Söru jane friðriksdóttur (2019). Tafla 1: Efnisleit og leitarorð*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.