Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 63
Inngangur
Í þessum leiðbeiningum er lýst hvernig ganga skal frá hand riti
að fræðigrein sem óskað er eftir að fari í ritrýni hjá Tímariti
hjúkrunarfræðinga. handrit að fræðigrein skal að jafnaði ekki
hafa birst annars staðar. Lagður er metnaður í að handrit sé
vandað að efni, málfari og framsetningu.
Almennur frágangur fræðihandrits
Tímarit hjúkrunarfræðinga byggir að mestu leyti á leiðbein-
ingum í handbók bandaríska sálfræðingafélagsins, aPa
(6. útgáfa), í tilvísun og meðferð heimilda. Þar er að finna gagn-
legar leiðbeiningar um greinaskrif, framsetningu tölfræðigagna
og rafræna heimildaskráningu. Eftirfarandi atriðum ber að
fylgja við frágang fræðihandrits:
• handritið í heild sinni ásamt texta í myndum, töflum
og öðru efni sem því tilheyrir skal vera með 12 punkta
Times new roman letri og tvöföldu línubili.
• Spássíur eiga að vera hefðbundnar (2,5 cm á hvern
kant) og textinn vinstrijafnaður.
• Styttur titill handrits skal vera efst í hægra horni á öllum
síðum (header) (hámark 50 slög).
• Blaðsíðutal skal vera neðst í hægra horni á öllum síðum
(footer).
• Ekki skal vera inndráttur í upphafi efnisgreinar, það
getur valdið erfiðleikum í umbroti.
hámarksorðafjölda greina er lýst í meðfylgjandi töflu og er þá
átt við megintexta án forsíðu, útdráttar, taflna, mynda og heim-
ilda. að öllu jöfnu skulu handrit ekki innihalda fleiri en sex
töflur og myndir samtals. hámarkslengd á einnig við um
handrit sam þykkt til birtingar. Viðbrögð við athugasemdum
ritrýna eiga því ekki að leiða til lengingar handrits umfram há-
marksorðafjölda.
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 63
Leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina
Það er Tímariti hjúkrunarfræðinga kappsmál að birta vel unn ar og áreiðanlegar greinar sem
innihalda nýjungar og eru mikil vægar fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk
við ákvarðanir um starfshætti, rannsóknir og stefnumótun. Fræðigreinar geta verið rannsókn-
argreinar, yfirlitsgreinar eða kenningagreinar, þ.e. greinar sem á ítarlegan hátt fjalla um þróun
þekkingar í hjúkrun, hvort heldur sem er um hjúkrunarstarfið, -stjórnun, -kennslu, -rannsóknir
eða stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á beitingu margvíslegra
rann sóknar aðferða, fjölbreytileika í fræðilegum efnistökum og vönduð vinnubrögð. Fræði -
greinar eru ritrýndar og áhersla er lögð á að þær standist vísindalegar kröfur.
Hámarksorðafjöldi Myndir og Fjöldi
megintexta Útdráttur töflur heimilda
ritrýnd fræðigrein, megindleg rannsókn 3 500 300 orð 6 35
ritrýnd fræðigrein, eigindleg rannsókn 5 000 300 orð 6 35
kerfisbundin fræðileg samantekt,
yfirlitsgrein, kenningagrein 5 000 300 orð 6 50