Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 67
leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 67 • Fleiri en eitt verk sama höfundar Þegar vísað er í fleiri en eitt verk sama höfundar er höf- undarnafnið skrifað einu sinni og ártöl verka í tímaröð, frá elsta til nýjasta verks, og komma sett milli ártala. Dæmi: (helga Bragadóttir, 2001, 2002). Eða: helga Braga dóttir (2001, 2002). • Fleiri en eitt verk sama höfundar útgefin á sama ári Þegar vísað er í fleiri en eitt verk sama höfundar og verkin gefin út sama árið eru verkin aðgreind með litlum bókstaf strax á eftir ártalinu. Dæmi: (Clarke-Steffen, 1993a, 1993b). Eða: Clarke-Steffen (1993a, 1993b). • Tveir höfundar með sama eftirnafn Þegar vísað er í tvo erlenda höfunda með sama eftirnafn eru upphafsstafir skírnarnafna notaðir í tilvísun í texta til að aðgreina höfunda. Dæmi: a. L. Mathur (1999) og S. E. Mathur (1998). Eða: (a. L. Mathur, 1999; S. E. Mathur, 1998). • Verk sem hefur verið birt rafrænt Þegar verk hefur verið birt á vefnum en bíður prentunar er vísað í nafn og ártal með hefðbundum hætti en athuga - semd um fyrirframbirtingu kemur svo fram í heimilda- skrá, sjá neðar. • Verk sem bíður birtingar Þegar vísað er í verk sem bíður birtingar er ekkert ártal skráð en „í prentun“ sett í stað ártals. Dæmi: (helga Bragadóttir, í prentun). • Fleiri en tveir höfundar Þegar vísað er í verk fleiri en tveggja höfunda skal ein- göngu skrifa nafn fyrsta höfundar og síðan „o.fl.“. Dæmi: (Williams o.fl., 2003). Eða: Williams og félagar (2003). at- hugið að hér er vikið frá reglum aPa-kerfisins. • Margar heimildir í sama sviga Þegar vísað er í nokkrar heimildir í sama sviga skal heim- ildum raðað eftir stafrófsröð. Dæmi: (albert, 2009; Lord, 1998; Wilson, 2007). • Handbók án tilgreinds höfundar Þegar vísað er í handbók sem hefur engan höfund er nafn þess fyrirtækis eða stofnunar, sem gefur verkið út, skráð sem höfundarnafn. Ef nafn er langt má nota skamm- stöfun í seinni tilvísunum og er þá skammstöfunar getið í hornklofa í fyrstu tilvísun. Dæmi: (american Psycho- logical association [aPa], 2010). • Bók án höfundar eða ritstjóra Þegar vísað er í bók sem hefur engan höfund og engan ritstjóra er titill verksins skráður sem nafn. Dæmi: (Biblían, 2007). • Blaðagrein Þegar vísað er í blaðagrein þar sem höfundar er ekki getið er titill greinarinnar eða fyrstu orð titilsins sett í stað höf- undarnafns og gæsalappir hafðar beggja vegna. Dæmi: („reykjavíkurbréf “, 2012). • Óbein heimild, ekki frumheimild Þegar vísað er í óbeina heimild, ekki frumheimild, er beggja heimilda getið í tilvísun og síðari heimild sett í heimildaskrá. Dæmi: (gamel o.fl., tilvísun í van Meijel, 2003). Eða: Í rannsókn gamel og félaga kom fram … (van Meijel, 2003). • Bókarkafli í ritstýrðri bók Þegar vísað er í bókarkafla í ritstýrðum bókum er til- greindur höfundur þess kafla sem vísað er í. Dæmi: (ast- rid Margrét Magnúsdóttir o.fl., 2003). Eða: astrid Margrét Magnúsdóttir og félagar (2003). • Lög og reglugerðir Þegar vísað er í reglugerðir og lög er lagaheitis og númers getið í fyrsta skipti en síðan eingöngu lagaheitis. Dæmi: (Lög um háskóla Íslands nr. 77/1979) og síðan (Lög um háskóla Íslands). • Munnleg heimild, fyrirlestur Þegar vísað er í munnlega heimild eða fyrirlestur er heim- ildarmanns/-manna eingöngu getið í tilvísun og ekki í heimildaskrá. Dæmi: (guðmundur jónmundsson, munn- leg heimild, 14. febrúar 2008). Eða: j. felkner (munnleg heimild, 22. mars 2007). Heimildaskrá Í erlendum greina- eða bókanöfnum á stór stafur eingöngu að koma í fyrsta orði, síðan á allt að vera með litlum staf, nema á eftir tvípunkti (nema almennar stafsetningarreglur þess máls segi annað). rita skal nafn útgáfustaðar og ef til vill útgefanda á íslensku ef hægt er. Dæmi: kaupmannahöfn, háskólinn í iowa. nöfnum einstakra ríkja í Bandaríkjunum er öllu jöfnu sleppt. Ef nauðsynlegt þykir að ríkisnafnið komi fram skal það ritað fullum stöfum. Tímaritsgreinar, skýrslur o.fl. eru nú iðulega sóttar á inter- netið. Ef skjalið hefur birst á prenti og rafræna útgáfan er ná- kvæmt afrit er ekki nauðsynlegt að gefa upp vefslóð. aldrei er gefið upp í hvaða gagnagrunn skjalið var sótt. hins vegar á að gefa upp doi (e. digital object identifier) ef skjalið hefur fengið slíkt númer. Samkvæmt aPa (2010) þarf ekki lengur að gefa upp dagsetningu hvenær skjalið var sótt. Dæmi um mismun- andi heimildir í heimildaskrá má sjá í ramma. — athugið að hér er vikið frá framsetningu í gagnfræða kverinu og sam- kvæmt ritveri Menntavísindasviðs háskóla Íslands með því að setja kommu á undan „og“. Skammstöfuðu nöfnin eru inn- felldir liðir (innskot) og slíka liði á samkvæmt íslensk um greinarmerkjareglum að afmarka með kommu báðum megin (þ.e. fyrir framan og aftan).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.