Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 67
leiðbeiningar til höfunda ritrýndra fræðigreina
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 67
• Fleiri en eitt verk sama höfundar
Þegar vísað er í fleiri en eitt verk sama höfundar er höf-
undarnafnið skrifað einu sinni og ártöl verka í tímaröð,
frá elsta til nýjasta verks, og komma sett milli ártala. Dæmi:
(helga Bragadóttir, 2001, 2002). Eða: helga Braga dóttir
(2001, 2002).
• Fleiri en eitt verk sama höfundar útgefin á sama ári
Þegar vísað er í fleiri en eitt verk sama höfundar og verkin
gefin út sama árið eru verkin aðgreind með litlum bókstaf
strax á eftir ártalinu. Dæmi: (Clarke-Steffen, 1993a, 1993b).
Eða: Clarke-Steffen (1993a, 1993b).
• Tveir höfundar með sama eftirnafn
Þegar vísað er í tvo erlenda höfunda með sama eftirnafn
eru upphafsstafir skírnarnafna notaðir í tilvísun í texta til
að aðgreina höfunda. Dæmi: a. L. Mathur (1999) og S. E.
Mathur (1998). Eða: (a. L. Mathur, 1999; S. E. Mathur,
1998).
• Verk sem hefur verið birt rafrænt
Þegar verk hefur verið birt á vefnum en bíður prentunar
er vísað í nafn og ártal með hefðbundum hætti en athuga -
semd um fyrirframbirtingu kemur svo fram í heimilda-
skrá, sjá neðar.
• Verk sem bíður birtingar
Þegar vísað er í verk sem bíður birtingar er ekkert ártal
skráð en „í prentun“ sett í stað ártals. Dæmi: (helga
Bragadóttir, í prentun).
• Fleiri en tveir höfundar
Þegar vísað er í verk fleiri en tveggja höfunda skal ein-
göngu skrifa nafn fyrsta höfundar og síðan „o.fl.“. Dæmi:
(Williams o.fl., 2003). Eða: Williams og félagar (2003). at-
hugið að hér er vikið frá reglum aPa-kerfisins.
• Margar heimildir í sama sviga
Þegar vísað er í nokkrar heimildir í sama sviga skal heim-
ildum raðað eftir stafrófsröð. Dæmi: (albert, 2009; Lord,
1998; Wilson, 2007).
• Handbók án tilgreinds höfundar
Þegar vísað er í handbók sem hefur engan höfund er nafn
þess fyrirtækis eða stofnunar, sem gefur verkið út, skráð
sem höfundarnafn. Ef nafn er langt má nota skamm-
stöfun í seinni tilvísunum og er þá skammstöfunar getið
í hornklofa í fyrstu tilvísun. Dæmi: (american Psycho-
logical association [aPa], 2010).
• Bók án höfundar eða ritstjóra
Þegar vísað er í bók sem hefur engan höfund og engan
ritstjóra er titill verksins skráður sem nafn. Dæmi:
(Biblían, 2007).
• Blaðagrein
Þegar vísað er í blaðagrein þar sem höfundar er ekki getið
er titill greinarinnar eða fyrstu orð titilsins sett í stað höf-
undarnafns og gæsalappir hafðar beggja vegna. Dæmi:
(„reykjavíkurbréf “, 2012).
• Óbein heimild, ekki frumheimild
Þegar vísað er í óbeina heimild, ekki frumheimild, er
beggja heimilda getið í tilvísun og síðari heimild sett í
heimildaskrá. Dæmi: (gamel o.fl., tilvísun í van Meijel,
2003). Eða: Í rannsókn gamel og félaga kom fram … (van
Meijel, 2003).
• Bókarkafli í ritstýrðri bók
Þegar vísað er í bókarkafla í ritstýrðum bókum er til-
greindur höfundur þess kafla sem vísað er í. Dæmi: (ast-
rid Margrét Magnúsdóttir o.fl., 2003). Eða: astrid Margrét
Magnúsdóttir og félagar (2003).
• Lög og reglugerðir
Þegar vísað er í reglugerðir og lög er lagaheitis og númers
getið í fyrsta skipti en síðan eingöngu lagaheitis. Dæmi:
(Lög um háskóla Íslands nr. 77/1979) og síðan (Lög um
háskóla Íslands).
• Munnleg heimild, fyrirlestur
Þegar vísað er í munnlega heimild eða fyrirlestur er heim-
ildarmanns/-manna eingöngu getið í tilvísun og ekki í
heimildaskrá. Dæmi: (guðmundur jónmundsson, munn-
leg heimild, 14. febrúar 2008). Eða: j. felkner (munnleg
heimild, 22. mars 2007).
Heimildaskrá
Í erlendum greina- eða bókanöfnum á stór stafur eingöngu að
koma í fyrsta orði, síðan á allt að vera með litlum staf, nema á
eftir tvípunkti (nema almennar stafsetningarreglur þess máls
segi annað). rita skal nafn útgáfustaðar og ef til vill útgefanda
á íslensku ef hægt er. Dæmi: kaupmannahöfn, háskólinn í
iowa. nöfnum einstakra ríkja í Bandaríkjunum er öllu jöfnu
sleppt. Ef nauðsynlegt þykir að ríkisnafnið komi fram skal það
ritað fullum stöfum.
Tímaritsgreinar, skýrslur o.fl. eru nú iðulega sóttar á inter-
netið. Ef skjalið hefur birst á prenti og rafræna útgáfan er ná-
kvæmt afrit er ekki nauðsynlegt að gefa upp vefslóð. aldrei er
gefið upp í hvaða gagnagrunn skjalið var sótt. hins vegar á að
gefa upp doi (e. digital object identifier) ef skjalið hefur fengið
slíkt númer. Samkvæmt aPa (2010) þarf ekki lengur að gefa
upp dagsetningu hvenær skjalið var sótt. Dæmi um mismun-
andi heimildir í heimildaskrá má sjá í ramma. — athugið að
hér er vikið frá framsetningu í gagnfræða kverinu og sam-
kvæmt ritveri Menntavísindasviðs háskóla Íslands með því
að setja kommu á undan „og“. Skammstöfuðu nöfnin eru inn-
felldir liðir (innskot) og slíka liði á samkvæmt íslensk um
greinarmerkjareglum að afmarka með kommu báðum megin
(þ.e. fyrir framan og aftan).