Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 73
Í kerfisbundinni heimildasamantekt McCabe o.fl. (2016) var það niðurstaða höfunda að helsta óánægja aðstandenda alzheimer-sjúklinga, sem önnuðust ástvin sinn heima, var skortur á upplýsingum í upphafi veikinda og áfram í gegnum sjúkdómsferlið. upplýsingar gátu líka verið yfirþyrmandi, skortur á sveigjanleika og nægjanlegum tíma í þjónustunni, erfiðleikar varðandi aðgengi ásamt ófullnægjandi samskiptum og meðferðarsambandi við heilbrigðisstarfsfólk. Önnur rann- sókn beindi sjónum að sambandi andlegrar heilsu og reynslu aðstandenda af lífslokameðferð sem veitt var minnisbiluðum ástvinum þeirra heima eða á hjúkrunarheimili. niðurstöður gáfu vísbendingar um að auka þyrfti bæði nærgætni í upplýs - ingamiðlun og tímasetningar í meðferð upplýsinga um fram- gang sjúkdómsins (Moore o.fl., 2017). Áberandi skortur er á íslenskum rannsóknum þar sem sjónum er beint að aðstandendum alzheimer-sjúklinga. Mikil- vægt er að hefja rannsóknir á þessu í ljósi þess sem erlendar rannsóknir hafa sýnt og ber saman um. Tilgangur þessarar rann sóknar er að kanna viðhorf og reynslu nánustu aðstand- enda sjúklinga sem greinst hafa með alzheimer-sjúkdóm og reynslu þeirra af fenginni þjónustu. Með öflun þeirra upp - lýsinga má fá dýrmæta þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt sér. niðurstöður geta gefið vísbendingar um hvernig bæta megi þjónustu almennt ásamt hjúkrun og stuðningi við alzheimer-sjúklinga og þeirra nánustu. rannsóknarspurningin er: hver er reynsla nánustu aðstandenda sem umönnunaraðila ástvinar með alzheimer-sjúkdóm og hver er reynsla þeirra af fenginni þjónustu? Aðferð Tekin voru viðtöl við 14 einstaklinga sem allir höfðu verið nán - asti aðstandandi og umönnunaraðili ástvinar sem hafði greinst með og látist úr alzheimer-sjúkdóm. Í viðtölunum leit aðist rannsakandi jafnóðum eftir því að dýpka skilning sinn og skilja þá merkingu sem þátttakendur lögðu í félagslega og mannlega þætti tengda þessari ákveðnu reynslu (Creswell, 2014; Leung, 2015). jafnframt var haft í huga að ekki er til neinn einn raunveruleiki heldur eigi hver og einn einstak- lingur sinn eigin raunveruleika (Creswell, 2014). Markmiðið var að ná fram heildstæðri lýsingu á þeirri merkingu sem þátt- takendur lögðu í reynslu sína af því að hafa verið nánasti aðstandandi og umönnunaraðili ástvinar með alzheimer-sjúk- dóm. Þátttakendur úrtakið var tilgangsúrtak auk þess að vera hentugleikaúrtak. Þátttakendur voru valdir í samvinnu við stjórnendur á þeim hjúkrunarheimilum sem áttu hlut að rannsókninni og í sam- vinnu við formenn alzheimersamtakanna sem sendu út kynn- ingarbréfin til væntanlegra þátttakenda. afhending kynn ingar- bréfa var í febrúar og desember 2017. Beiðni var ítrekuð einu sinni. Í heildina voru send út 80 kynningarbréf og beiðnir um þátttöku frá þeim stofnunum sem tóku þátt. Skilyrði fyrir þátt- töku voru að hafa náð 25 ára aldri og að hafa verið nánasti aðstandandi einstaklings sem hafði látist úr alzheimer-sjúk- dómi. að minnsta kosti þrír mánuðir þurftu að hafa liðið frá andláti en þó ekki meira en eitt ár eins og tilmæli eru um sam- kvæmt rannsókn Pivodic og samstarfsmanna (2016). Eftirfar- andi þættir útilokuðu þátttöku í rannsókninni: takmarkaður skilningur á íslensku máli, geðvandamál samkvæmt mati fyrr- nefndra stjórnenda og formanna, og ef aðstandendur voru bú- settir erlendis. alls samþykkti 41 einstaklingur að taka þátt þegar rannsóknin var kynnt fyrir þeim símleiðis eða með tölvupósti, af þeim gerðu 16 grein fyrir ástæðum þess að taka ekki þátt eftir að þeim barst kynningarbréf um rannsóknina: treystu sér ekki til þess að ræða sína reynslu (3), um annan heilabilunarsjúkdóm en alzheimer-sjúkdóminn var að ræða (11), ástvinur var enn á lífi (2). Þeir sem uppfylltu skilyrði voru þá 25. Tekin voru viðtöl við fyrstu sjö sem samþykktu þátttöku en eftir það voru valdir sjö þátttakendur til viðbótar úr hópi þeirra sem eftir stóðu. Gagnasöfnun Stuðst var við hálfstaðlaðan viðtalsramma í viðtölum (tafla 1) sem innihélt nokkrar meginspurningar, hverri meginspurn- ingu fylgdu nokkrar ítarspurningar til að fanga betur líðan og reynslu þátttakenda (mynd 1). Í upphafi viðtals skrifaði þátt- takandi undir upplýst samþykki. Viðtölin fóru fram í mars 2017 og á tímabilinu frá janúar-febrúar 2018. Við upphaf viðtalanna voru þátttakendum gefin númer til að tryggja nafn- leynd. Viðtölin tóku 40–90 mínútur og voru tekin upp á staf- rænu formi og síðan skráð orðrétt hvert fyrir sig. Tafla 1. Viðtalsrammi Viðtalsrammi fyrir rannsóknina: Áhrif alzheimer-sjúkdóms á aðstandendur. Andleg og líkamleg líðan og reynsla af þjónustu sem veitt var í sjúkdómsferlinu. Hvernig er reynsla þín af sjúkdómsferlinu almennt? Þrjár ítarspurningar sem beinast að reynslu og líðan aðstand- enda við greiningu sjúkdómsins. Hefur sjúkdómurinn haft áhrif á líðan þína og þitt líf? fjórar ítarspurningar sem beinast að áhrifum sjúkdómsins og einkennum hans á andlega og líkamlega líðan aðstandenda og hvað tók við eftir greininguna. Urðu einhverjar breytingar á þínu lífi í kjölfar sjúkdómsins? Tvær ítarspurningar sem beinast að breytingum á daglegu lífs- munstri hjá aðstandendum í kjölfar sjúkdómsins. Hver eru þín viðhorf og þín reynsla varðandi þjónustu og hjúkrun öldrunarheimilisins/öldrunardeildarinnar þar sem ástvinur þinn dvaldi? fimm ítarspurningar sem beinast að þáttum tengdum þjón- ustu, umhverfi og hjúkrun. Hvernig lýsti sorgin sér hjá þér? fimm ítarspurningar sem beinast að sorgarferlinu og áhrifum þess á aðstandendur og þeim stuðningi sem veittur var. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.