Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 86
Þörf hjúkrunarheimilis fyrir stuðning til að efla
meðferð til að auka virkni og viðbótarmeðferð
fram kom að hjúkrunarstjórnendum fannst að sérstaklega
þyrfti að efla meðferð til að auka virkni fyrir einstaklinga með
heilabilun. Það að meirihluti íbúa á íslenskum hjúkrunarheim-
ilum er með heilabilun og að sýnt hefur verið fram á að allt að
40% íbúa sýni hegðunartruflanir (hjaltadottir, Ekwall, nyberg
og hallberg, 2012) styður einnig þessa ályktun þeirra. Enn
fremur hefur verið bent á að meðferð til að efla virkni sé hægt
að nota til að fyrirbyggja hegðunartruflanir eða sem meðferð
við slíkri hegðun (Scherder o.fl., 2010).
niðurstöðurnar sýna að stjórnendur hjúkrunarheimila vilja
gjarnan fá aðstoð við að bæta við fleiri formum viðbótar með -
ferðar því viðbótarmeðferð sé ekki bara góð fyrir íbúana held -
ur einnig fyrir þá sem veita hana. nýlega var rannsökuð reynsla
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á hjúkrunarheimilum í nor-
egi af því að beita ýmiss konar viðbótarmeðferð, eins og með
ilmolíum, nuddi, tónlist og dýrum (johannessen og garvik,
2016). niðurstöðurnar gáfu til kynna að starfsfólki fannst slík
með ferð hafa jákvæð áhrif á hegðun íbúa, sérstaklega að heim-
sóknir dýra og notkun ilmolía hefði áhrif á kvíða og þunglyndi.
Einnig kom í ljós að þeim fannst gefandi og spennandi að fá
að nýta þessa meðferð í starfi. nýleg könnun sýnir að mann-
ekla í heilbrigðisþjónustu er eitt aðalvandamála íslensks heil-
brigðiskerfis (Mckinsey og samstarfsmenn, 2016) og að hæfi -
leg mönnun á hjúkrunarheimilum hafi áhrif á gæði um önn -
unar (Spilsbury o.fl., 2011). Það að efla ofangreinda meðferð
gæti því verið liður í því að auka starfsánægju en til þess að
starfsfólk haldist í vinnu er mikilvægt að það sé ánægt og því
líði vel. Í athugasemdum kom einmitt fram að það að veita
viðbótarmeðferð virtist hafa jákvæð áhrif á starfsfólkið og má
ætla að það geti því aukið starfsánægju og bætt vinnuanda.
rannsóknir hafa einmitt sýnt að gott umhverfi og andrúmsloft
eru mikilvægir þættir til að bæta vellíðan hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða (Tuvesson o.fl., 2011).
Takmarkanir rannsóknarinnar
notkun spurningalista getur haft veikleika þegar verið er að
afla upplýsinga um starfsemi hjúkrunarheimila og er hér ein-
ungis fjallað um þann hluta rannsóknarinnar. niðurstöður
rannsóknarinnar gefa því einungis takmarkaða mynd af við -
fangsefninu en frekari upplýsingaöflun með eigindlegri aðferð
er ráðgerð. Þar sem nothæfur spurningalisti fannst ekki við
fræði lega leit settu höfundar sjálfir saman spurningarnar, en
þeir hafa mikla reynslu bæði af því að starfa með öldruðum
og við að beita margs konar viðbótarmeðferð. Listarnir náðu
e.t.v. ekki utan um allar gerðir meðferða, sem veittar voru á
hjúkrunarheimilum, en þess vegna var svarendum boðið upp
á að bæta við texta.
Þakkir
Sérstakar þakkir fá rannsóknarsjóður háskóla Íslands og
félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir að styrkja þessa rann-
sókn.
Heimildir
adams, k. B., Libbrant, S., og Moon, h. (2011). a critical review of the liter -
ature on social and leisure activities and wellbeing in later life. Ageing &
Society, 31(4), 683–712. doi: 10.1017/S0144686X10001091
agahi, n., og Parker, M.g. (2008). Leisure activities and mortality: Does gen-
der matter? Journal of Aging and Health, 20(7), 855–871. doi: 10.1177/
0898264308324631
andel, r., hyer, k., og Slack, a. (2007). risk factors for nursing home place-
ment in older adults with and without dementia. Journal of Aging and
Health, 19(2), 213–228. doi: 10.1177/0898264307299359
Billington, j., Carroll, j., Davis, P., healey, C., og kinderman, P. (2013). a
liter ature-based intervention for older people living with dementia. Per-
spect Public Health 133(3), 165–173. doi: 10.1177/1757913912470052
Björk, S., Lindkvist, M., Wimo, a., juthberg, C., Bergland, Å., og Edvardsson,
D. (2017). residents’ engagement in everyday activities and its association
with thriving in nursing homes. Journal of Advanced Nursing, 73(8), 1884–
1895. doi: 10.1111/jan.13275
Brett, L., Traynor, V., og Stapley, P. (2016). Effects of physical exercise on
health and well-being of individuals living with a dementia in nursing
homes: a systematic review. Journal of the American Medical Directors
Association, 17(2), 104–116. doi: 10.1016/j.jamda.2015.08.016
Cooke, M. L., Moyle, W., Shum, D. h., harrison, S. D., og Murfield, j. E.
(2010). a randomized controlled trial exploring the effect of music on
agitated behaviors and anxiety in older people with dementia. Aging and
Mental Health, 14(8), 905–916. doi: 10.1080/13607861003713190
Dagmar huld Matthíasdóttir, ingibjörg hjaltadóttir og rúnar Vilhjálmsson
(2009). Dægrastytting á íslenskum hjúkrunarheimilum. Tímarit hjúkr -
unar fræðinga, 85(4), 30–36.
Demers, L., robichaud, L., gelinas, i., noreau, L., og Desrosiers, j. (2009).
Coping strategies and social participation in older adults. Gerontology,
55(2), 233–239. doi: 10.1159/000181170
Dobbs, D., Munn, j., Zimmerman, S., Boustani, M., Williams, C. S., Sloane,
P. D., og reed, P. S. (2005). Characteristics associated with lower activity
involvement in long-term care residents with dementia. Gerontologist, 45
Spec No 1(1), 81–86. doi: 10.1080/01612840802182839
green, S., og Cooper, B. a. (2000). Occupation as a quality of life constituent:
a nursing home perspective. British Journal of Occupational The-
rapy, 63(1), 17–24. doi: 10.1177/030802260006300104
halldóra Pálsdóttir og Sigríður jónsdóttir (2011). Virkni íbúa hjúkrunarheim -
ila. [Skýrsla.] Velferðarráðuneytið, reykjavík.
harmer, B. j., og Orrell, M. (2008). What is meaningful activity for people
with dementia living in care homes? a comparison of the views of older
people with dementia, staff and family carers. Aging and Mental Health,
12(5), 548–558. doi: 10.1080/13607860802343019
hjaltadottir, i., Ekwall, a. k., nyberg, P., og hallberg, i. r. (2012). Quality of
care in icelandic nursing homes measured with Minimum Data Set qual -
ity indicators: retrospective analysis of nursing home data over 7 years.
International Journal of Nursing Studies, 49(11), 1342–1353. doi: 10.1016/
j.ijnurstu.2012.06.004
hjaltadóttir, i., hallberg, i. r., Ekwall, a. k., og nyberg, P. (2012). health
status and functional profile at admission of nursing home residents in
ice land over 11-year period. International Journal of Older People Nursing,
7(3), 177–187. doi: 10.1111/j.1748-3743.2011.00287.x
hjaltadottir, i., hallberg, i. r., Ekwall, a. k., og nyberg, P. (2011). Predicting
mortality of residents at admission to nursing home: a longitudinal cohort
study. BMC Health Services Research, 11, 86. doi: 10.1186/1472-6963-11-86
ingibjörg hjaltadóttir, rúnar vilhjálmsson, þóra jenný gunnarsdóttir
86 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019