Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 96

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 96
Útdráttur Tilgangur. heilbrigðisstarfsmenn, sem búa yfir tilskilinni hæfni, eru ein af undirstöðum farsællar starfsemi háskólasjúkrahúss enda teng- ist hæfni öryggi og afdrifum sjúklinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar á skurðlækningasviði Landspítala meta hæfni sína. Aðferð. rannsóknin er þversniðsrannsókn og gögnum var safnað árið 2016 með spurningalista. hjúkrunarfræðingar á sviðinu voru beðnir að meta hæfni sína með nurse Competence Scale (nCS) sem inniheldur 73 atriði og skiptist í 7 hæfniþætti (umönnun, kennslu- og leiðbeinendahlutverk, greiningarhlutverk, stjórnun á aðstæðum, hjúkrunaríhlutanir, trygging gæða og starfshlutverk). Spurt var um hæfni á kvarðanum 0 (mjög lítil hæfni) til 10 (mjög mikil hæfni) fyrir hvert atriði og hversu o það væri framkvæmt (1=mjög sjaldan, 2= öðru hverju, 3=mjög o, 0=á ekki við). gögn voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður. Þátttakendur (n=66) mátu hæfni sína að meðaltali 7,2 (sf 1,1), mesta í umönnunarhlutverki en minnsta í að tryggja gæði. hjúkrunarfræðingar með framhaldsnám/viðbótarmenntun mátu heildarhæfni sína marktækt meiri en aðrir í umönnunarhlutverki, starfshlutverki, kennslu- og leiðbeinendahlutverki og við hjúkrunar - íhlutanir. Starfsaldur við hjúkrun hafði ekki áhrif á heildarhæfni en aðhvarfsgreining sýndi að starfsaldur á deild og viðbótarnám skýrðu 14% af breytileika í hæfni. Í 22 atriðum af 73 mat yfir helmingur hjúkr- unarfræðinga hæfni sína undir miðgildi allra þátttakenda og fólu þau atriði í sér meðal annars fræðslu til skjólstæðinga og samstarfsfólks, nýtingu hjúkrunarrannsókna og virka þátttöku í þróun hjúkrunar. Ályktanir. niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fram- haldsnám/viðbótarnám ásamt starfsaldri á deild hafi áhrif á hæfni hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði. Mikilvægt er að hjúkr- unarfræðingum sé gert klei að mennta sig frekar. auka þarf fram - boð á sérhæfðri þjálfun og fræðslu þar sem niðurstöður varð andi starfsaldur benda til að sérhæfing í hjúkrun hafi aukist. kanna þarf betur hvort hjúkrunarfræðingar fá nægilega kreandi tækifæri í starfi og hvort stofnunin nýtir starfskraa hjúkrunarfræðinga með viðbót- armenntun eins og best verður á kosið. Lykilorð: aðgerðasjúklingar, hæfni, hjúkrunarfræðingar, starfsþróun, símenntun, skurðaðgerð. Inngangur Á undanförnum árum hefur hæfni hjúkrunarfræðinga og fag- leg þróun þeirra í starfi hlotið mikla athygli (Takase, 2013). hæfni í starfi er nauðsynleg til að tryggja gæði þjónustunnar og örugga og siðlega umönnun (flinkman o.fl., 2017) og hefur auk þess áhrif á hvort sjúklingar verða fyrir óæskilegum at- vikum (West o.fl., 2009). alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WhO) hefur bent á mikilvægi þessa málaflokks og lýst hvernig hjúkrunarmenntun geti best uppfyllt kröfur um hæfni og gæði hjúkrunar (World health Organisation, 2009), en rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin menntun hjúkrunarfræðinga hafi áhrif á afdrif sjúklinga (Cho o.fl., 2015). alþjóða ráð hjúkrunar- fræðinga hefur einnig bent á nauðsyn þess að hæfni hjúkr- unarfræðinga sé ávallt tryggð almenningi til verndar og höfðað sé til ábyrgðar vinnuveitenda um reglulegt mat á hæfni hjúkr- unarfræðinga sem hjá þeim starfa (international Council of nurses, 2006). Sem aðalsjúkrahús landsins veitir Landspítali 96 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Brynja ingadóttir, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og menntadeild Landspítala herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala katrín Blöndal, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala Mat hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala á eigin hæfni — Lýsandi þversniðsrannsókn Nýjungar: Mat hjúkrunarfræðinga á eigin hæfni tengdist frekar starfsreynslu þeirra á deild en starfsreynslu í hjúkrun, því er mikilvægt að hlúa að starfsþróun og halda í starfsfólk innan sérgreina. Hagnýting: rannsóknina má nýta við gerð hæfniviðmiða innan hjúkrunar aðgerðasjúklinga enda gefur hún vísbend- ingar um á hvaða sviðum er brýnast að forgangsraða fræðslu - framboði og símenntun í þeim tilgangi að efla hæfni hjúkr- unarfræðinga. Þekking: rannsóknin bætir við alþjóðlegan þekkingargrunn um hæfni hjúkrunarfræðinga sem sinna hjúkrun aðgerða - sjúklinga. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: kanna þarf frekar hvernig stjórnendur nýta starfskrafta hjúkrunarfræðinga sem aflað hafa sér viðbótarmenntunar að loknu grunnnámi í hjúkrunar - fræði. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.