Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 103

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 103
þennan hluta starfsins (friberg o.fl., 2012; klemetti o.fl., 2018; Lipponen o.fl., 2006). Það bendir því margt til þess að þörf sé á ölþættum úrræðum innan sjúkrahúsa ef veita á notendum heilbrigðisþjónustunnar fullnægjandi fræðslu. Í allnokkur ár hafa hjúkrunarfræðingum Landspítala staðið til boða nám- skeið annars vegar um að fræða sjúklinga og hins vegar leiðbeinendahlutverkið. námskeiði um að fræða sjúklinga hefur fyrst og fremst verið beint að hjúkrunarfræðingum á fyrstu árum þeirra í starfi. Í ljósi niðurstaðna þessarar rann- sóknar er tilefni til að beita ölbreyttari kennsluaðferðum, bjóða upp á færniþjálfun til viðbótar við hefðbundna kennslu- hætti (Taylor og Marineau, 2016) og miða fræðsluna við hjúkr- unarfræðinga með lengri starfsaldur. Breyting í þá veru hefur þegar verið gerð á Landspítala. hvað varðar hæfni í leiðbein- endahlutverki, þá er hugsanlegt að hjúkrunarfræðingum með stuttan starfsaldur hafi að undanförnu verið falið það hlutverk í auknum mæli án þess að hafa hlotið nægilega reynslu eða undirbúning. Ástæður þess geta meðal annars verið skortur á hjúkrunarfræðingum. að auki getur verið að skortur á fyrir- myndum vegi þungt hvað þetta atriði varðar. Sú niðurstaða að samband var á milli þess hvernig hjúkrunarfræðingar mátu eigin hæfni til að sinna ákveðnum verkefnum starfsins og hversu o þau eru framkvæmd bendir til þess að efla mætti hæfni með því að auka þjálfun. athygli vekur að ekki reyndist fylgni milli mats á eigin hæfni og starfsaldurs í hjúkrun en hins vegar reyndist marktæk fylgni milli matsins og starfsaldurs á deild, ólíkt niðurstöðum tveggja íslenskra rannsókna á mati hjúkrunarfræðinga sem starfa við bráðaþjónustu á eigin hæfni (Dóra Björnsdóttir, 2015; Íris kristjánsdóttir og herdís Sveinsdóttir, 2018). hugs- anlegt er að sérhæfing deilda sé orðin það mikil að reynsla og þjálfun innan hverrar deildar vegi þyngra en starfsaldur í heild. Þar sem aðstæður og umhverfi geta verið ólíkar milli deilda getur þur að hafa meiri þjálfun á heimavelli líkt og Meretoja og félagar (2004a) benda á, auk miðlægrar endur- og símennt- unar. Önnur skýring gæti verið að með vaxandi manneklu í hjúkrun séu gerðar æ meiri kröfur til yngri og óreyndari hjúkr- unarfræðinga og þeim í raun gert að sinna sömu störfum og þeim sem reyndari eru og meti hæfni sína í samræmi við það. Enn fremur gæti verið að óreyndari hjúkrunarfræðingar of- meti eigin getu, þeir reyndari hins vegar vanmeti hana eða séu meðvitaðri um takmarkanir sínar. Ekki kemur á óvart að framhaldsnám/viðbótarnám skili sér í að hjúkrunarfræðingar meti hæfni sína meiri en það er í samræmi við rannsókn Írisar kristjánsdóttur og herdísar Sveinsdóttur (2018). Í því samhengi ætti að auka tækifæri hjúkrunarfræðinga Landspítala til að sækja sér viðbótar- menntun, sér í lagi þar sem áhersla er á öryggi sjúklinga og starfsmanna í starfsáætlun Landspítala. Þó er umhugsunarvert að viðbótarmenntun virðist ekki skila sér marktækt í meiri hæfni, að eigin mati, í greiningarhlutverki og tryggingu gæða eins og vænta mætti. Sé það svo að viðbótarmenntun hjúkr- unarfræðinga eða reynsla í hjúkrun nýtist ekki að fullu á vett- vangi þarf að skoða orsakir þess og hvernig úr má bæta. Þegar um slíkt er að ræða berst mikilvæg þekking ekki til samstarfs- fólks og sjúklinga (gardulf o.fl., 2005) og hafa þarf í huga að viðurkenning á þekkingu, reynslu og vinnuframlagi og tæki- færi til að nota hæfni í starfi eru nokkrir af mikilvægustu þátt- unum sem halda hjúkrunarfræðingum í starfi (gardulf o.fl., 2005). Í rannsókn á inntaki starfa hjúkrunarfræðinga á skurð - lækningasviði Landspítala kom fram að þeir lögðu áherslu á að geta notað reynslu sína í þágu sjúklingsins (katrín Blöndal o.fl., 2010). Skortur á tækifærum til að beita hæfni sinni getur valdið því að hún minnkar og því fylgir metnaðarleysi og þverrandi hvöt til að gera vel (Takase, 2013). hjúkrunarfræð- ingar á skurðlækningasviði Landspítala hafa áður bent á að verkefni þeirra séu ekki alltaf innan þeirra verksviðs eða í sam- ræmi við hæfni þeirra og þjálfun (katrín Blöndal o.fl., 2010) og eru þeir sem fá ekki að nýta hæfni sína og þekkingu líklegri til að hverfa frá störfum (Sveinsdóttir og Blöndal, 2014). Í ljósi núverandi erfiðleika í heilbrigðisþjónustu, þ.e. alvarlegs skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa og vilja þeirra til að velja sér störf utan heilbrigðisþjónustunnar (ríkisendurskoðun, 2017), er ef til vill mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að stjórnendur þekki hæfni hvers hjúkrunarfræðings og feli honum störf í samræmi við hana. auk þess þurfa þeir að styðja við einstak- lingshæfða, faglega þróun viðkomandi í starfi. Til þess að svo megi verða þarf Landspítali að auka úrval og aðgengi að fræðsluefni og auka önnur tækifæri til starfsþróunar. jafnframt þarf að huga að vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga og tryggja þeim tíma til að sinna faglegri þróun innan vinnutíma. Styrkur og takmarkanir rannsóknin er sú fyrsta á Íslandi þar sem kannað er mat hjúkrunarfræðinga, er sinna aðgerðasjúklingum, á eigin hæfni og til þess er notað mælitæki sem hefur sannað gildi sitt. helsti annmarki var dræm þátttaka hjúkrunarfræðinga en á móti kemur að einkenni þátttakenda voru svipuð og einkenni úr- taks. rannsóknin veitir mikilvægar upplýsingar sem nota má til að gera faglega þróun hjúkrunarfræðinga spítalans mark- vissari og ölbreyttari en nú er. Sá galli sjálfsmatslista að þátttakendur svari spurningum í samræmi við hvað þeir telja æskilegast en ekki út frá raunveru- leikanum á við hér eins og í sambærilegum rannsóknum (Polit og Beck, 2012). Hagnýting rannsóknarniðurstaðna niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um með hvaða hætti megi koma til móts við þarfir hjúkrunarfræðinga fyrir aukna hæfni, eins og þeir meta þær sjálfir. auka þarf fram - boð á sérhæfðu fræðsluefni, þar sem ölbreyttum kennslu - aðferðum er beitt, og ölga þarf tækifærum til faglegrar þró- unar fyrir reynda hjúkrunarfræðinga, t.d. með því að auka tækifæri til þátttöku í hvers konar umbótaverkefnum. Byggja þarf upp innviði sem styðja við nýtingu gagnreyndrar þekk- ingar í starfi og veita hjúkrunarfræðingum stuðning og svig - rúm til að nota gagnreynda þekkingu og til að þróa hjúkrun. Enn fremur þarf að styðja hjúkrunarfræðinga í hlutverki sínu við að fræða sjúklinga og aðstandendur. Tækifæri hjúkrunar- fræðinga til framhaldsmenntunar á skurðlækningasviði Land- spítala hafa aukist sem og stuðningur og svigrúm stjórn enda ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.