Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 108

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 108
svæfingaskýrslum úr skurðaðgerðunum). fyrsti höfundur aflaði allra gagna, flokkaði sýkingar samkvæmt Clavien-Dindo og skráði á skráningarblaðið. gögnum var safnað tvisvar fyrir hvern sjúkling: 1) Í fyrstu vikunni eftir aðgerð á legudeild skurðlækninga var haft stutt viðtal (3–7 mínútur) við sjúk- linga, sem samþykkt höfðu þátttöku í rannsókninni, um líðan og einkenni sem bent gætu til sýkinga. Einnig voru upplýs - ingar úr sjúkraskrárkerfum varðandi skurðaðgerðina, ein- kenni, líðan og meðferð eftir hana færð á skráningarblað rann sóknarinnar. 2) Þátttakendum var fylgt eftir af fyrsta höf- undi í 30 daga og að þeim loknum var sams konar gögnum safnað aftur með viðtali við sjúkling eða úr sjúkraskrám, eftir því sem við átti. Úrvinnsla gagna: Tölfræðileg úrvinnsla á gögnum var unnin í tölfræðiforritinu iBM SPSS statistics 21 og töflureikninum Microsoft Excel 2013. reiknuð var lýsandi tölfræði mismunandi breyta, það er tíðni, meðaltöl, miðgildi, hlutföll og staðalfrávik. Pearson-kí- kvaðrat-marktektarpróf var gert við samanburð milli flokka- breyta, svo sem Clavien-Dindo-flokka og tegunda sýkinga, aldursflokka, tegunda aðgerða, aSa-flokkunar og þvagfæra - sýkinga eða þvagteppu. Marktæknimörk voru sett við p<0,05. upplýsingar úr viðtölum voru notaðar til að auðvelda flokkun á fylgikvillum skv. Clavien-Dindo. Siðfræði rannsóknarinnar: Leyfi fyrir rannsókninni voru veitt af Persónuvernd (tilvísun 2014111581) og Siðanefnd Landspítala (nr. 109/14). Þátttak- endur skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku. Niðurstöður Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli eða endaþarmi á sex mánaða tímabili árið 2015 á Landspítala. Tafla 1 sýnir lýð- og lífeðlisfræðilegar niðurstöður þátttakenda. kynjahlutfall þátt- takenda var jafnt, 35 konur og 35 karlar, og kí-kvaðratpróf sýndi ekki marktækan mun á aldri eftir kynjum. Meirihluti þátttakenda eða 58,8% glímdi við ofþyngd eða offitu samvæmt líkamsþyngdarstuðli og voru karlar frekar of þungir. Þátttakendur fóru í eina af þeim níu skurðaðgerðum fyrir krabb a mein eða kirtilæxli í ristli eða endaþarmi sem sjá má í töflu 2. alls sáu sex skurðlæknar um að framkvæma þessar aðgerðir. Sýkingu eftir aðgerðina fengu 44,3% sjúklinga (n=31). um helmingur þeirra, eða 22,9% (n=16) allra þátttakenda, fengu fleiri en eina sýkingu. Þar af fékk einn þátttakandi fimm mis- munandi sýkingar og annar fjórar. Tafla 3 sýnir tíðni mismun- andi sýkinga meðal þátttakenda. birgir örn ólafsson, ásta thoroddsen 108 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 Mynd 1. Clavien-Dindo-flokkun fylgikvilla Þátttakendur, N=70 Meðaltal Staðalfrávik Spönn Miðgildi Aldur 71,5 ár 12,9 34–94 ára 71,0 Legutími – allir, n=70 12,1 dagur 14,8 1–78 dagar 7,0 – sem fengu 19,4 dagar 19,5 2–78 dagar 11,0 sýkingu, n=31 – sem fengu 6,3 dagar 4,3 1–27 dagar 5,5 ekki sýkingu, n=39 Kyn n (%), sýktir n (%), ósýktir Samtals% – karl 14 (20) 21 (30) 35 (50) – kona 17 (24) 18 (26) 35 (50) Aldurshópur – <50 ára 1 (1,4) 3 (4,3) 4 (5,7) – 50–59 ára 4 (5,7) 5 (7,2) 9 (12,9) – 60–69 ára 7 (10,0) 12 (17,1) 19 (27,1) – 70–79 ára 9 (12,9) 7 (10,0) 16 (22,9) – 80–89 ára 10 (14,3) 8 (11,4) 18 (25,7) – 90–99 ára 0 (0) 4 (5,7) 4 (5,7) ASA-flokkun* – aSa 1 2 (2,9) 4 (5,7) 6 (8,6) – aSa 2 16 (22,9) 19 (27,1) 35 (50,0) – aSa 3 13 (18,5) 14 (20,0) 27 (38,5) – aSa 4 0 (0) 2 (2,9) 2 (2,9) Líkamsþyngdar- stuðull – Vannæring (<18,5) 1 (1,5) 1 (1,5) 2 (3,0) – kjörþyngd (18,5–24,9) 10 (14,7) 16 (23,5) 26 (38,2) – Ofþyngd (25–29,9) 14 (20,5) 17 (25,0) 31 (45,5) – Offita (>30) 5 (7,4) 4 (5,9) 9 (13,3) * aSa-flokkun er læknisfræðilegt mat á líkamlegu ástandi sjúklinga, notað fyrir svæfingar og deyfingar Tafla 1. Lýð- og lífeðlisfræðilegar niðurstöður um þátttakendur Clavien-Dindo-flokkun fylgikvilla Flokkur 1: Öll frávik frá hefðbundnum bata sem ekki kreast sér - tækrar lyameðferðar eða læknisinngrips (s.s. skurðaðgerðar, speglunar eða geisla). Leyfð inngrip í þessum flokki eru t.d. skipti á sáraumbúðum, vökva gjöf, verkjalyf, þvagræsilyf, ógleðilyf, hita - lækkandi lyf, saltlausnir, maga sondur, þvagleggir, æðaleggir og sjúkra þjálf un. Flokkur 2: fylgikvillar sem meðhöndla þarf með öðrum lyum en talin voru upp í flokki eitt, s.s. sýklalyum og hjartalyum, auk blóð gjafar og næringargjafar í æð. Flokkur 3: fylgikvillar sem meðhöndla þarf með inngripi, s.s. skurð aðgerð, speglun eða geislum, með eða án svæfingar. Flokkur 4: Lífshættulegir fylgikvillar sem þarfnast gjörgæslulegu vegna líffærabilunar eins líffæris eða ölkerfabilunar. Flokkur 5: andlát vegna fylgikvilla eir aðgerð. alltaf er skráður hæsti mögulegi flokkur hvers fylgikvilla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.