Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 108
svæfingaskýrslum úr skurðaðgerðunum). fyrsti höfundur
aflaði allra gagna, flokkaði sýkingar samkvæmt Clavien-Dindo
og skráði á skráningarblaðið. gögnum var safnað tvisvar fyrir
hvern sjúkling: 1) Í fyrstu vikunni eftir aðgerð á legudeild
skurðlækninga var haft stutt viðtal (3–7 mínútur) við sjúk-
linga, sem samþykkt höfðu þátttöku í rannsókninni, um líðan
og einkenni sem bent gætu til sýkinga. Einnig voru upplýs -
ingar úr sjúkraskrárkerfum varðandi skurðaðgerðina, ein-
kenni, líðan og meðferð eftir hana færð á skráningarblað
rann sóknarinnar. 2) Þátttakendum var fylgt eftir af fyrsta höf-
undi í 30 daga og að þeim loknum var sams konar gögnum
safnað aftur með viðtali við sjúkling eða úr sjúkraskrám, eftir
því sem við átti.
Úrvinnsla gagna:
Tölfræðileg úrvinnsla á gögnum var unnin í tölfræðiforritinu
iBM SPSS statistics 21 og töflureikninum Microsoft Excel
2013. reiknuð var lýsandi tölfræði mismunandi breyta, það er
tíðni, meðaltöl, miðgildi, hlutföll og staðalfrávik. Pearson-kí-
kvaðrat-marktektarpróf var gert við samanburð milli flokka-
breyta, svo sem Clavien-Dindo-flokka og tegunda sýkinga,
aldursflokka, tegunda aðgerða, aSa-flokkunar og þvagfæra -
sýkinga eða þvagteppu. Marktæknimörk voru sett við p<0,05.
upplýsingar úr viðtölum voru notaðar til að auðvelda flokkun
á fylgikvillum skv. Clavien-Dindo.
Siðfræði rannsóknarinnar:
Leyfi fyrir rannsókninni voru veitt af Persónuvernd (tilvísun
2014111581) og Siðanefnd Landspítala (nr. 109/14). Þátttak-
endur skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku.
Niðurstöður
Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar sem fóru í
skurðaðgerð vegna krabbameins í ristli eða endaþarmi á sex
mánaða tímabili árið 2015 á Landspítala. Tafla 1 sýnir lýð- og
lífeðlisfræðilegar niðurstöður þátttakenda. kynjahlutfall þátt-
takenda var jafnt, 35 konur og 35 karlar, og kí-kvaðratpróf
sýndi ekki marktækan mun á aldri eftir kynjum. Meirihluti
þátttakenda eða 58,8% glímdi við ofþyngd eða offitu samvæmt
líkamsþyngdarstuðli og voru karlar frekar of þungir.
Þátttakendur fóru í eina af þeim níu skurðaðgerðum fyrir
krabb a mein eða kirtilæxli í ristli eða endaþarmi sem sjá má í töflu
2. alls sáu sex skurðlæknar um að framkvæma þessar aðgerðir.
Sýkingu eftir aðgerðina fengu 44,3% sjúklinga (n=31). um
helmingur þeirra, eða 22,9% (n=16) allra þátttakenda, fengu
fleiri en eina sýkingu. Þar af fékk einn þátttakandi fimm mis-
munandi sýkingar og annar fjórar. Tafla 3 sýnir tíðni mismun-
andi sýkinga meðal þátttakenda.
birgir örn ólafsson, ásta thoroddsen
108 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019
Mynd 1. Clavien-Dindo-flokkun fylgikvilla
Þátttakendur, N=70
Meðaltal Staðalfrávik Spönn Miðgildi
Aldur 71,5 ár 12,9 34–94 ára 71,0
Legutími
– allir, n=70 12,1 dagur 14,8 1–78 dagar 7,0
– sem fengu 19,4 dagar 19,5 2–78 dagar 11,0
sýkingu, n=31
– sem fengu 6,3 dagar 4,3 1–27 dagar 5,5
ekki sýkingu,
n=39
Kyn n (%), sýktir n (%), ósýktir Samtals%
– karl 14 (20) 21 (30) 35 (50)
– kona 17 (24) 18 (26) 35 (50)
Aldurshópur
– <50 ára 1 (1,4) 3 (4,3) 4 (5,7)
– 50–59 ára 4 (5,7) 5 (7,2) 9 (12,9)
– 60–69 ára 7 (10,0) 12 (17,1) 19 (27,1)
– 70–79 ára 9 (12,9) 7 (10,0) 16 (22,9)
– 80–89 ára 10 (14,3) 8 (11,4) 18 (25,7)
– 90–99 ára 0 (0) 4 (5,7) 4 (5,7)
ASA-flokkun*
– aSa 1 2 (2,9) 4 (5,7) 6 (8,6)
– aSa 2 16 (22,9) 19 (27,1) 35 (50,0)
– aSa 3 13 (18,5) 14 (20,0) 27 (38,5)
– aSa 4 0 (0) 2 (2,9) 2 (2,9)
Líkamsþyngdar-
stuðull
– Vannæring (<18,5) 1 (1,5) 1 (1,5) 2 (3,0)
– kjörþyngd (18,5–24,9) 10 (14,7) 16 (23,5) 26 (38,2)
– Ofþyngd (25–29,9) 14 (20,5) 17 (25,0) 31 (45,5)
– Offita (>30) 5 (7,4) 4 (5,9) 9 (13,3)
* aSa-flokkun er læknisfræðilegt mat á líkamlegu ástandi sjúklinga, notað
fyrir svæfingar og deyfingar
Tafla 1. Lýð- og lífeðlisfræðilegar niðurstöður um þátttakendur
Clavien-Dindo-flokkun fylgikvilla
Flokkur 1: Öll frávik frá hefðbundnum bata sem ekki kreast sér -
tækrar lyameðferðar eða læknisinngrips (s.s. skurðaðgerðar,
speglunar eða geisla). Leyfð inngrip í þessum flokki eru t.d. skipti
á sáraumbúðum, vökva gjöf, verkjalyf, þvagræsilyf, ógleðilyf, hita -
lækkandi lyf, saltlausnir, maga sondur, þvagleggir, æðaleggir og
sjúkra þjálf un.
Flokkur 2: fylgikvillar sem meðhöndla þarf með öðrum lyum
en talin voru upp í flokki eitt, s.s. sýklalyum og hjartalyum,
auk blóð gjafar og næringargjafar í æð.
Flokkur 3: fylgikvillar sem meðhöndla þarf með inngripi, s.s.
skurð aðgerð, speglun eða geislum, með eða án svæfingar.
Flokkur 4: Lífshættulegir fylgikvillar sem þarfnast gjörgæslulegu
vegna líffærabilunar eins líffæris eða ölkerfabilunar.
Flokkur 5: andlát vegna fylgikvilla eir aðgerð.
alltaf er skráður hæsti mögulegi flokkur hvers fylgikvilla.