Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 109

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 109
af þeim einstaklingum sem fengu sýkingu eftir aðgerðina flokk ast einn þeirra í flokk 1 skv. Clavien-Dindo eftir að hafa einungis fengið meðferð með sáraumbúðum en flestir hinna sem fengu sýkingu, eða 19 þátttakendur, voru metnir í flokki 2 eftir að hafa verið meðhöndlaðir með sýklalyfjum. Tíu þátt- takendur voru metnir í flokki 3 skv. Clavien-Dindo eftir að hafa þurft frekara læknisinngrip (enduraðgerð (n=7), ástungu á ígerð (e. abscess) (n=1), sár opnað og hreinsað (n=1) og sára- sogsmeðferð (e. vacuum assisted closure) (n=1). Einn þátttak- andi lést í kjölfar kviðarholssýkingar og fór því í flokk 5 skv. Clavien-Dindo-flokkuninni. Dánartíðni vegna sýkinga var því 1,4% í þessari rannsókn. Þvagfærasýking var algengasta tegund sýkingar meðal þátt- takenda eða 24,3% (n=17). rúmur þriðjungur þeirra sem fengu þvagfærasýkingu fengu einnig þvagteppu (6/17), en alls fengu tíu þátttakendur þvagteppu eftir aðgerðina (14,3%). Þátttakendur sem fengu þvagteppu eftir aðgerðina voru mark- tækt líklegri til þess að fá þvagfærasýkingar en þeir sem ekki fengu þvagteppu (χ2 (1)=8,093, p=0,004). Þannig var þvagfæra - sýking hjá þeim sem ekki fengu þvagteppu 18,3% (n=11) en 60% (n=6) hjá þeim sem fengu þvagteppu. Þeir þátttakendur sem fengu þvagteppu eftir aðgerðina þurftu í flestum tilfellum (8/10) að fá annan þvaglegg og þar af útskrifuðust sex þeirra með þvaglegg. Þvagi var tappað af þvagblöðu hinna tveggja þátttakendanna sem fengu þvagteppu eftir aðgerðina og þurftu þeir því ekki annan þvaglegg. algengast var að þvagleggurinn væri fjarlægður á öðrum degi eftir aðgerð (spönn 1–59) en að meðaltali var þvaglegg- urinn fjarlægður 4,8 dögum eftir aðgerð. Tólf þátttakendur losnuðu við þvaglegginn á fyrsta degi eftir aðgerð og fékk eng- inn þeirra þvagfærasýkingu. hins vegar fengu tveir (16,7%) þeirra þvagteppu eftir aðgerðina. hjá þeim þátttakendum sem losnuðu við þvaglegginn á 2.–3. degi eftir aðgerð fengu 28% þvagfærasýkingu en þvagteppu 4%. Sjö af þeim tíu þátttak- endum (70%) sem voru með þvaglegg í 10 daga eða meira fengu þvagfærasýkingu. Þar af voru fjórir af þeim sex þátttak- endum sem útskrifuðust með þvaglegg. Ekki reyndist vera marktækt samband á aldri, aSa-flokkun eða tegund aðgerða við að fá þvagfærasýkingu eða þvagteppu. Þeir sjúklingar sem fóru í aðgerð á endaþarmi (38,5% eða 5/13) voru þó líklegri til þess að fá bæði þvagfærasýkingu og þvagteppu en þeir sem fóru í aðgerð á ristli (21,1% eða 12/57) þó munurinn væri ekki marktækur. Skurðsárasýking varð hjá 14,3% sjúklinga (n=10) og reynd- ist hún helmingi algengari hjá þátttakendum sem voru 70 ára eða eldri eða 18,4% (7/38) en hjá þátttakendum yngri en 70 ára, 9,4% (3/32), þó munurinn reyndist ekki marktækur. Ekki reyndist heldur marktækur munur á fjölda skurðsárasýkinga hjá þeim sem fóru í opnar aðgerðir (2/28) og þeim sem fóru í kviðsjáraðgerðir (5/32). Skurðsárasýking varð hjá 13,5% (7/52) þátttakenda sem ekki fengu stóma í aðgerðinni en 30% (3/10) hjá þeim sem fengu verndandi stóma. Enginn af þeim átta þátttakendum sem fengu varanlegt stóma fengu skurð sára - sýkingu. Þá fékk þriðjungur (3/9) þátttakenda sem voru í flokki offitu (LÞS yfir 30) skurðsárasýkingu en um fimmtungur (5/26) þeirra sem voru í kjörþyngd (LÞS 18,5–24,9). Ekki reyndist vera marktækur munur á fjölda skurðsárasýkinga eftir aSa-flokkun þátttakenda. Þær skurðsárasýkingar sem komu upp voru meðhöndlaðar á eftirfarandi hátt: Sárasogsmeðferð og sýklalyf (n=2), opnun á skurðsári og sýklalyf (n=1), ein- ungis sýklalyf (n=6), einungis sáraumbúðir (n=1). Eini þátt- takandinn sem ekki fékk sýklalyf við sárasýkingu var í líknandi meðferð. Sýkingu í kviðarhol fengu 18,6% (n=13) og er meginástæða þess rof á samtengingu. af þeim 67 þátttakendum sem gerð var á ristilsamtenging í aðgerðinni fengu 10 eða 14,9% rof á tenginguna eftir aðgerð og kviðarholssýkingu í kjölfarið. af þeim fóru fimm þátttakendur í enduraðgerð en hinir fimm ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 109 Tafla 3. Tegundir sýkinga og fjöldi þátttakenda sem fékk sýkingu Tafla 2. Tegundir skurðaðgerða sem þátttakendur gengust undir Skurðaðgerð Tíðni % Dausgarnar-botnristilsúrnám (Ileocecal resection) 4 5,7 Stómía lögð án úrnáms (Ileostomy/colostomy without resection) 2 2,8 úrnám á risristli (Ascending colon resection) 25 35,7 úrnám á þverristli (Transverse colon resection) 3 4,3 úrnám á fallristli (Descending colon resection) 6 8,6 úrnám á bugaristli (Sigmoid colon resection) 16 22,9 fremra brottnám á endaþarmi (Low anterior resection of rectum) 10 14,3 ristilhjáveita án úrnáms (Colon bypass) 1 1,4 algjört brottnám á endaþarmi um kvið og spöng (Abdominal-perineal resection of rectum) 3 4,3 Samtals 70 100 Valaðgerð 64 91,5 Bráðaaðgerð 6 8,5 Samtals 70 100 kviðsjáraðgerð 32 46 Opin kviðarholsaðgerð 28 40 kviðsjáraðgerð en skipt í opna aðgerð 10 14 Samtals 70 100 Tegundir sýkinga Tíðni * %* Þvagfærasýking 17 24,3 kviðarholssýking 13 18,6 Skurðsárasýking 10 14,3 Blóðsýking 6 8,6 Munnholssýking 6 8,6 Lungnabólga 2 2,9 Sýking í stóma (stomatitis) 1 1,4 VÓE-sýking 1 1,4 * Sami þátttakandi getur verið með fleiri en eina sýkingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.