Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 80
1952
78 —
Siglufj. í maímánuði gerði kvefpest
vart við sig og liktist mest inflúenzu,
en henni fylgdi engin lungnabólga eða
aðrir fylgikvillar.
Akureyrar. Skráð i ágústmánuði, en
vafasamt, hvort um inflúenzu hafi
verið að ræða. Siðustu 3 mánuði árs-
ins gekk hér inflúenzukennt kvef, og
tel ég mjög erfitt að segja ákveðið um
það, hvort eitthvað af þessu kvefi
liefur verið inflúenza, en óhætt er að
fullyrða, að aldrei á árinu gekk hér
neinn greinilegur inflúenzufaraldur.
Breiðumýrar. Gekk hér mánuðina
júní og júli. Alls skráð tæp 12% af
íbúum héraðsins. Þó mun eflaust van-
talið, því að einkum þegar leið á tím-
ann og fólk var farið að kannast við
einkennin, var læknis oft ekki vitjað.
Hiti yfirleitt hár, yfir 39°, miklir bein-
verkir og höfuðverkur. Eftirkvillar fá-
ir. Þó fékk einstaka maður bron-
chitis og kveflungnabólgu. Áberandi
mest karlmenn, sem voru við störf,
einkum rúning, fjarri heimilum. Hjá
þeim fór saman erfiði og næturvökur
í byrjun veikindanna, svo að þeir
höfðu ekki tækifæri til að leggjast í
rúmið, undir eins og þeir veiktust.
En þeim, sem gátu farið vel með sig,
batnaði yfirleitt á 4—7 dögum. Engin
mannslát er hægt að rekja hér til
þessa faraldurs.
Húsavíkur. Breiddist ört út í júní-
mánuði, en var heldur væg. í júli bar
einnig mikið á henni og fylgikvillar
þá tiðir. Fjaraði út i ágúst.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli skráð í
marzmánuði í dreifbýlum hrepp
(Skeggjastaða). í mai barst hún hing-
að fyrir alvöru með vertíðarfólki af
Suðurnesjum og úr Vestmannaeyjum.
Ekki sent blóð til veiruræktunar, og
ollu því erfiðar og óhagstæðar sam-
göngur. Margir þungt haldnir og fylgi-
kvillar algengir, einkum bronchitis og
hronchopneumonia. Létust 2 ungbörn,
bæði um mánaðargömul, fædd fyrir
tímann og vannærð. Kom aureomycín
þar ekki að gagni. Margir mánuðum
saman að ná sér og taugaveiklunar-
köst áberandi, einkum neuralgiae,
nevrasthenia og andlegur sljóleiki.
Nes. Allútbreiddur, en fremur væg-
ur faraldur í marz og júní.
Búða. Barst í héraðið í júnímánuði
og gekk hér þar til í byrjun október;
kom að nýju upp í desembermánuði.
Sóttin yfirleitt væg. Nokkrir sjúkling-
ar fengu lungnabólgu í sambandi við
hana.
Djúpavogs. Barst hingað í héraðið
frá Vestmannaeyjum, en var fremur
væg og ekkert, sem heitið gæti, um
fylgikvilla. Þó má rekja 1 mannslát
til inflúenzunnar. Var það aldraður
maður og heilsuveill fyrir.
Hafnar. Útbreidd i júlí—ágúst.
Víkur. Barst í héraðið seinast í maí,
aðallega frá Vestmannaeyjum, og var
að grassera hér í júní og júli. Allþung
á mörgum. Nokkuð um otitis.
Vestmannaeyja. Eftir faraldurinn í
fyrra var ekki búizt við inflúenzu hér
í ár, en raunin varð önnur, því að
allmikill faraldur kom hér upp í maí
og entist fram í júlí. Margir fengu
lungnabólgu upp úr veikinni, og dó 1
aidraður maður, sem veikur var fyrir.
Yfirleitt má telja veikina þunga. Æski-
legt væri undir svona kringumstæð-
um að eiga þess kost að láta rann-
saka, um hvaða „virustýpu“ væri að
ræða, til þess að geta gert sér grein
fyrir horfum á útbreiðslu tiltekins far-
aldurs árið eftir, bæði til að afla sér
upplýsinga um varanleik ónæmis og
eins vegna þess, að eigi er talið lík-
legt, að sami stofn geri verulegan usla
2 ár i röð í sama byggðarlagi.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli mán-
uðina júní og júlí, en langsamlega
flest i desember. Fátt fylgikvilla, en
veikin þó allþung.
11. Heilasótt (meningitis cerebro-
spinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 3 3 3 8 7
Dánir 1 1 „ „ »
7 tilfelli skráð i 5 héruðum (Rvík
3, Búðardals 1, Búða 1, Víkur 1 og
Vestmannaeyja 1). Enginn er skráður
dáinn úr sóttinni á árinu, og hefur
hún því ekki verið staðfest sem dán-
armein drengs þess, er borgarlæknir í
Reykjavík ræðir um hér á eftir.