Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 94
1952
92
jákvæð, en voru neikvæð i fyrra, án
þess að ég hafi komizt að því, hvernig
þau hafa smitazt. Má og vera, að ekki
hafi verið rétt dæmt, en það hef ég
ekki getað sannprófað enn þá.
Reykhóla. 52 ára karlmaður veiktist
skyndilega, fékk mjög svæsinn höfuð-
verk, ógleði og hita, fljótlega óráð og
jafnframt mikinn hnakkastirðleika.
Var fyrst gefið bæði tabl. sulfadiazini
og procainpensilín, siðan dihydro-
streptomycín, en allt án árangurs. Var
þá útvegað tabl. nydrazid, en þá var
svo af sjúklingnum dregið, að liann
andaðist skömmu siðar, eftir 11 daga
legu. Var álitið, að hér hafi verið um
meningitis tuberculosa að ræða; þó
er ekki vitað, að þessi sjúklingur hafi
verið berklaveikur áður, en skyld-
menni sjúklings höfðu dáið úr berkl-
um á sama bæ fyrir nokkrum árum.
Ekkert barn var á þessu heimili. Allt
var þar sótthreinsað, eftir þvi sem tök
voru á, og er jörðin í eyði í vetur.
Ekkert skólabarn var Moro+ nú, sem
ekki hafði verið það áður.
Flateyjar. 26 ára maður þótti grun-
samlegur um lungnaberkla. Var send-
ur suður til rannsóknar. Reyndist
hafa cavernu i öðru lunga og var
lagður inn á Vífilsstaðahæli. Hefur
sennilega smitazt af manni, sem lagð-
ist inn á Vífilsstaðahæli fyrir ca. 2
árum, og hafði sá aldrei komizt á
berklaskrá Flateyjarhéraðs. Moropróf
var gert á öllum börnum í Flatey og
nokkrum fullorðnum. Undir haustið
lagðist hvert barnið af öðru í febrilia,
aðallega þó af 2 heimilum. Höfðu sum
einkenni kvefs, önnur engin. Reynd
ýmis antibiotica með engum árangri.
Börnin höfðu áður verið Moroneikvæð.
Moroprófið var endurtekið, og reynd-
ust nú öll börnin jákvæð. íbúar Flat-
eyjar voru lungnaskyggðir á vegum
berklayfirlæknis 14. september 1952.
í ljós kom, að börn þau, er grunuð
voru um berklasmitun, reyndust hafa
aukna hilusskugga. Auk þess reyndist
móðir barnanna í annarri fjölslcyld-
unni hafa aukna hilusskugga.
Patreksfj. Lítið um berklaveiki, eins
og verið hefur undanfarin ár. 1 nýr
sjúklingur var skráður, fullorðinn
maður, nýfluttur úr sveit. Varð vart
við tbc. pulmonum i honum og hann
sendur á Vífilsstaðahæli um tíma, en
seinna part ársins var hann blásinn
hér. Sæmilega frískur og að nokkru
vinnufær.
Þingeyrar. Gamall maður, brjóst-
þungur til margra ára; í ljós kom
smit við ræktun. Sendur á Vífilsstaða-
hæli. Fluttir burt úr héraðinu: 1 sjúk-
lingur með brjóstholsberkla og 2 með
lungnaberkla, annar til skurðaðgerðar.
1 sjúklingur nýtur loftbrjóstaðgerða
allt árið, en annar hluta ársins. Gerð-
ar voru 37 loftbrjóstaðgerðir, 16 gegn-
lýsingar og teknar 11 brjóstmyndir.
Flateyrar. Héraðslæknir segir frá 2
sjúklingum með tbc. renum, sem batn-
aði mikið við PAS og streptomycín-
meðferð.
Bolungarvíkur. Kona kemur hingað
barnshafandi að sunnan og elur barn
sitt hér heima hjá öldruðum foreldr-
um sínum. Þegar barnið er örfárra
mánaða, veikist það með þrálátum
hita, sem þrátt fyrir antibiotica hverf-
ur ekki. Skoðun var neikvæð og
barnið Moro-^, og ákvað ég því að
senda barnið suður og móður þess,
sem þá var farin að fá þrálátt kvef
og verk undir herðablað, til rann-
sóknar, þvi að mig grunaði, að berkla-
sýking væri hér á ferð, þótt barnið
væri enn neikvætt, og uppgang gat ég'
ekki fengið frá móður þess. Löngu
síðar leiðir rannsókn syðra í ljós, að
móðirin er berklaveik og þarf á hæli,
og barnið hefur sýkzt af henni, en
það náði sér þó furðu fljótt. Kona
þessi var heimagangur á einu heimili
hér, og þar veikjast 2 börn vægilega;
þau eru nú búin að ná sér. Kona
veiktist af manni sínum, gömlum
berklasjúklingi, sem nú veiktist á ný.
Vafalaust má rekja smitun litillar
stúlku, sem greint er frá árinu áður,
til hans, en hún kemur oft á heimili
þeirra hjóna.
ísafj. Nokkrum heilabrotum veldur,
hversu mikið ber á jákvæðri útkomu
við berklapróf hér í kaupstaðnum, án
þess að vitað sé með nokkurri vissu
um orsökina, nema í fáeinum tilfell-
um. Athygli vekur það, að börn reyn-
ast jákvæð í fjölskyldum víðs vegar
í bænum á heimilum, sem enginn