Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 95
— 93
1952
samgangur er á milli, og í sumum til-
fellum er ekki vitað um berklaveiki i
nánasta umhverfi. Á 7 einstaklingum
var gerð 61 loftbrjóstaðgerð; þar af
eru 2 i meðferð hér á stöðinni, en 5
voru aðkomandi, 4 í sumarleyfum og
1 frá Sauðárkróki.
Súðavíkur. 42 ára kona með hilitis
lá fyrst heima, en siðan á sjúkrahúsi
ísafjarðar i 6 vikur; virðist albata.
Yeiktist 3 vikum eftir uppskurð (re-
sectio ventriculi); hafði haft pleuritis
fyrir mörgum árum. 2 drengir Moro+,
sem ekki voru það áður. Móðir ann-
ars drengsins hafði fengið pleuritis og
þrimlasótt fyrir 4 árum, en telst nú
hraust. 4 yngri systkini hans eru
Moro-H. Hinn drengurinn hafði um
tima hitavellu, en varð fljótlega vel
hraustur. Gegnlýsing á ísafirði sýndi
ekkert athugavert. Síðar kom í ljós,
er barn, sem dvaldist á heimilinu um
veturinn, kom til Reykjavíkur, að það
hafði blett i lunga.
Árnes. Er ekki kunnugt um neinn
sjúkling í héraðinu með virka berkla-
veiki. Hins vegar eru hér nokkrir
gamlir berklasjúklingar, sem dvalizt
hafa á hælum og fengið lækningu. Tel
ekki ástæðu til að óttast, að nokkur
þeirra sé með virka berklaveiki.
Hólmavíkur. Loftbrjóstaðgerðir
framkvæmdar 82 á 5 berklasjúkling-
um og skyggningar 85.
Hvammstanga. Tvítug stúlka í Bæj-
arhreppi dó úr mengisberklum i far-
sóttahúsinu í Reykjavik eftir stutta
legu. Veiktist 27. febrúar, var flutt
suður i flugvél 10. marz og dó 14.
s m. Ekki tókst að grafast fyiúr um
orsök sýkingarinnar. Stúlkan hafði
alltaf verið heilbrigð áður. Hún hafði
alltaf dvalizt heima, nema sumarið
áður, 1951, er hún var starfsstúlka á
gistihúsinu á Blönduósi. Ekki var vit-
að um berklaveiki eða annan heilsu-
brest i ætt hennar eða umhverfi, og
ekkert athugavert fannst að því fólki,
er berklalæknir athugaði það, um leið
og hann skoðaði nemendur Reykja-
skóla, svo sem venja er. Engrar berkla-
veiki hefur heldur orðið vart á Blöndu-
ósi eða í gistihúsinu þar, að sögn
Blönduósslæknis.
Blönduós. Er orðin mjög litil í hér-
aðinu. 2 nýir sjúklingar bættust þó
við, báðir í Höfðakaupstað, og mátti
rekja smitun til manns, sem verið
hafði áður búsettur þar, en sendur á
hæli fyrir nokkrum árum, og var þar
i Höfðakaupstað síðan um stundar-
sakir, þótt búsettur væri annars stað-
ar. Héraðslækni hans á Hofsósi var
tilkynnt sú smitun, sem af honum
hafði hlotizt, og mun hann kominn til
Vífilsstaða á ný.
Sauðárkróks. 2 sjúklingar endur-
skráðir með útvortis kirtlaberkla. 19
ára stúlka, nemandi á kvennaskólan-
um á Löngumýri, veiktist rétt fyrir
skólaslit með haemoptysis og reynd-
ist hafa tbc. pulmonum. Var úr Eyja-
firði og fór á Kristneshæli. Við
skyggningu um haustið fannst ekkert
að henni. Aðstoðarlæknir berklayfir-
læknis kom eins og áður og skyggndi
túberkúlínpositiva skólanemendur á
Sauðárkróki og frá Löngumýri og auk
þess alla kennara, starfsfólk mjólkur-
samlags, mjólkurbúa og kjötbúðar,
starfsfólk brauðgerðarhúss og gisti-
húsa, þar að auki nokkra eftir tilvisun
héraðslæknis, alls nokkuð á annað
hundrað manns. Enginn nýr berkla-
sjúklingur fannst. Loftbrjóstaðgerðir
voru gerðar 68 á 6 sjúklingum.
Ólafsfj. 2 nýir sjúklingar. Annar bóndi
á næsta bæ við kaupstaðinn. Hafði smit
og var strax sendur i Kristneshæli.
Við almennu berklaskoðunina 1940
var hann með infiltrat i hægra lunga,
álitið ekki mjög gamalt, en ekki talin
þörf á að koma honum á hæli þá.
Heimilisfólk allt skoðað og gegnlýst,
og enginn fannst veikur, en við berkla-
próf reyndust öll börn mannsins já-
kvæð. Hinn sjúklingurinn var verzl-
unarmaður; fékk hann vota brjóst-
himnubólgu. Kúr heima og batnaði.
Grenivikur. Enginn talinn með
virka berkla i héraðinu.
Breiðumýrar. 3 ný tilfelli. 2 á hæli
um áramót, en þriðji sjúklingurinn er
hress og farinn af landi burt.
Hnsavikur. Enginn nýr sjúklingur á
árinu. Berklapróf gert á öllum nem-
endum í skólunum hér, og reyndist
enginn jákvæður, sem ekki hafði ver-
ið það áður. Má það teljast gleðilegur
vottur um undanhald berklaveikinnar