Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 128

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 128
1952 — 126 tæmt mefS Credé. Önnur konan fór á fætur eftir 2—3 daga, en lagðist aftur með öll einkenni parametritis. Fékk aureomycín og pensilín. Náði brátt fullum bata. ísafj. Viðstaddur flestar fæðingar. Af ljósmæðrabókum sést, að þessi læknanotkun er einkum vegna deyf- inga. Um verulega þörf fyrir aðgerðir er varla að ræða, utan 3 tilfella, sem fengu aðgerðir á sjúkrahúsinu. Flestar konur fæða heima hjá sér, sé þess kostur. Um læknishjálp við þessar fæðingar eru Ijósmæðrabækur fáorð- ar, enda mun fátt afbrigðilegt hafa fyrir komið. í minni fæðingarpraxis gekk allt áfallalaust, nema hjá einni frumbyrju, sem féklc þriðja stigs spangarsprungu. Þetta var saumað lag fyrir lag og greri per primam, án hita eða eftirstöðva. Ljósmæður geta um 1 fósturlát, en þar munu hvergi nærri öll kurl koma til grafar, þvi að oftast nær munu þær ekkert um slika at- burði vita. Á sjúkrahúsinu voru gerð- ar 3 evacuationes vegna abortus in- completus, og í minni praxis komu fyrir 6 fósturlát, sem ljósmæður vissu ekki um nema eitt, og enginn þeirra, kvenna þarfnaðist sjúkrahúsvistar. Barnsfararsótt mun engin kona hafa fengið á þessu ári. Súðavikur. Fæðingar allar eðlilegar. Læknis yfirleitt óskað við fæðingar í Súðavik til að deyfa konuna. Ljós- mæður tilkynntu engin fósturlát. Ég vissi um 1, gifta konu, sem lét ca. þriggja mánaða fóstri. 1 kona sótti um og fékk leyfi til vönunar, og fór sú aðgerð fram á sjúkrahúsi ísafjarðar. Hafði konan þá fætt 14 börn, og eru þau sennilega öll vangefin. Árnes. Fæðingar gengu allar fljótt og vel, án teljandi íhlutunar. 1 barnið hafði nokkur einkenni þess að vera ófullburða, en var þó 12 merkur að þyngd. Enginn vottur um barnsfarar- sótt. Hólmavikur. Fæðingar gengu vel og ckki um neinar meira háttar aðgerðir að ræða. 1 barn, í sitjandastöðu, lézt í fæðingu. 2 fósturlát án komplika- tiona. Hvammstanga. Læknir viðstaddur 19 fæðingar og einu sinni sóttur til að sauma spangarsprungu. 10 fæð- ingar á skýlinu. 1 kona ól tvibura. 1 barn fæddist andvana. Orsök ókunn. Blönduós. Barnsfarir fóru fram úr flestum öðrum árum, og læknis var vitjað oftar en áður til fæðandi kvenna, eða um 65% allra þeirra, og eru þá taldar með þær konur, sem fæddu á sjúkrahúsinu. Tvisvar þurfti að taka barn með töngum og tvisvar að gera keisaraskurð, í annað skipti á konu, sem slík aðgerð hafði verið gerð á áður vegna grindarþrengsla, og og í hitt skiptið á 43 ára frumbyrju, sem fæðingu miðaði ekki hjá, þrátt fyrir hríðaörvandi lyf, og fyrirsjáan- legt var, að gæti ekki fætt af sjálfs- dáðum. 1 tvíburafæðing og gekk sjálf slysalaust, en konan fékk. fæðingar- krampakast hálfum sólarhring síðar, þó ekki mjög slæmt. Önnur kona fékk mjög mikla eftirblæðingu og var „í shocki“, er ég kom til hennar. Varð að gefa henni makrodex, 500 ccm, inn í æð, og auk þess saltvatn og glúkósu, en troða upp í legið; hreif sú meðferð að lokum. 2 börn fæddust andvana, bæði dauð fyrir nokkru og orðin emacieruð; hafði annað vatns- höfuð. Sauðárkróks. Oftast aðeins um það að ræða að deyfa konuna eða herða á sótt eða hvort tveggja. í eitt sinn erfiður framdráttur við sitjandafæð- ingu hjá 26 ára secundipara. Barnið kom liflitið, en hresstist brátt og heilsaðist vel. Hofsós. Var sóttur til frumbyrju í nágrannahéraði mínu. Gekk fæðingin ákaflega seint og endaði með meðal- hárri töng. Konu og barni heilsaðist vel. Ólafsfj. Fæðingar gengu allar vel, nema ein. Var um frumbyrju að ræða með lina og mjög óreglulega sótt. Höfðu hríðarsprautur engin áhrif á konuna, nema mjög óheppileg á tauga- kerfið. Barnið tekið með töng, og lifði kona og barn. Konan fékk væga psy- chosis eftir fæðinguna, en lagaðist á 3—4 vikum. 1 aðkomukona lét fóstri. Dalvíkur. 1 barn dó í fæðingu. Grenivíkur. Fæðingar gengu yfir- leitt vel. Konum leið vel og börnum einnig, nema einu, er kom ca. 2 mán-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.