Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 169
— 167
1952
illa aS kenna hlutaðeigendum notkun
grænu blaðanna um undanþágur.
Súðavíkur. Skólar aðeins 2 í hérað-
inu. í Súðavík er kennt í 2 stofum í
íbúðarhúsi, og er það allsendis ófull-
nægjandi og verður vonandi aðeins
þenna eina vetur. Bygging nýs skóla-
húss hófst í vor, og er nú kominn
undir þak sá hluti hússins, sem byggja
á í fyrsta áfanga.
Árnes. Börnin eru nú mun færri en
verið hefur undanfarin ár, og er því
sæmilega rúmt um þau nú í skólahús-
inu. Kennslustofur eru bjartar og rúm-
góðar, en loftrými í svefnherbergjum
er allt of lítið. Bráðlega verða 2 stof-
ur, hluti af íbúð skólastjórans, gerðar
að svefherbergjum fyrir börnin, og
eykst þá loftrýmið um nær því helm-
ing.
Hólmavíkur. Skólaskoðun fram-
kvæmd eins og áður í byrjun skóla-
árs. Skólahús og aðbúnaður svipaður
og áður.
Húsavikur. Skólaeftirlit í rauninni
ekkert, nema skólaskoðun á haustin.
Skólastaðir taldir viðunandi. Hið
nýja skólahús þeirra Bæjarhreppinga
lagfært að nokkru, og er nú eingöngu
kennt þar. Barnaskólinn í Ytra-Torfu-
staðahreppi, þar sem kallað er Ás-
byrgi, tók ekki til starfa fyrir áramót
vegna veikinda kennarans. Á Hvamms-
tanga er kennt í samkomuhúsinu við
heldur lélegar aðstæður.
Ólafsfí. Nýi barnaskólinn ekki alveg
fullgerður að innan enn þá. Næstum
öll tæki komin í fimleikasal. Ekki
reynist hitaveitan nægja til að hita
upp salinn. Vatnið tæplega 50° heitt,
en loftrými mikið.
Grenivikur. Börnin fá lýsi í skólan-
um, og taka þau það þar betur en
heima hjá sér. Þyngdust þau að með-
altali um 3,25 kg og lengdust um 3,33
sm á skólaárinu 1951—1952.
Seyðisfí. Skólaskoðun í byrjun
skólaárs. Aukaskoðun framkvæmd,
þegar þess þykir þörf.
Vestmannaeyja. Gagnfræðaskólinn,
sem áður bjó við mjög slæman húsa-
kost, fluttist nú i eigið húsnæði, hina
nýju gagnfræðaskólabyggingu. Meiri
vinna var nú lögð í skólaeftirlitið en oft
áður og kappkostað að reyna að finna
færa leið til að skilja hið heilbrigða
,,norm“, eða heilbrigðina, frá byrjandi
sjúkdómum, en það er engan veginn
eins auðvelt og menn skyldu ætla hjá
unglingum, sem eru að mótast. Til
skamms tima og raunar enn hafa
læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn
nær eingöngu einblínt á kvillana, en
minna hugsað um að gera sér grein
fyrir lieilbrigðinni. En slikt er nauð-
synlegt, ef rannsóknir eiga að teljast
áreiðanlegar og sambærilegar, og ef
hægt á að vera að grípa inn í og koma
i veg fyrir byrjandi vanheilsu. Ég hef
hér lagt nauðsyn meðferðar til grund-
vallar, þ. e. a. s. ekki talið annað kvilla
en það, sem þurfti aðgerða við. Nið-
urstöður þessara rannsókna liggja enn
ekki fyrir, og verður því ekki frekar
rætt um þær hér. Tannlækningar við
skólana hafa færzt í betra horf, en
betur má, ef duga skal. Ljósböð eru
mjög mikið stunduð. Börnin fá lýsis-
ávísun með sér heim úr skólanum, og
er vafasamt um nothæfi þess fyrir-
komulags.
12. Barnauppeldi.
Hafnarfí. Barnauppeldi mun vera
líkt hér og annars staðar i bæjum á
íslandi. Börn eru hér óþarflega lengi
úti á kvöldin, einkum á veturna, og er
eftirlit ekki nóg'u strangt með slíku.
Flateyjar. Misjafnt eins og viðast
hvar. Þó oftar gott.
Árnes. Lítil rækt lögð við uppeldi
barna.
Grenivíkur. Mun sæmilegt. Ekkert
ber á óknyttum barna.
Þórshafnar. í lakara lagi.
Nes. Mjög ábótavant.
Vestmannaeyja. Talsvert ber á ó-
knyttum unglinga og skemmdum á
mannvirkjum, sem ekki eru við alfara-
veg, og verður ekki öðru um kennt en
óheppilegu uppeldi barnanna.
13. Meðferð þurfalinga.
Flateyjar. Aðbúnaður mætti vera
betri í Flatey. 2 gamlar konur hírast
i kofaskrifli og hin þriðja i skúr.
Hvort tveggja ófullnægjandi húsnæði.