Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 171
— 169
1952
vatnsskarði, sem ætlað er að sækja
lækni til Akureyrar yfir Vaðlaheiði,
sem oft er illfær í snjóum, þó að ekki
þyki þeim bjóðandi að þurfa að sækja
prestsþjónustu austast i Ljósavatns-
skarð, heldur aðeins í Háls. Á milli
heiðanna, Fljótsheiðar og Vaðlaheiðar,
sem oft eru miklir farartálmar, þó að
vel bilfært sé um sveitir, sitja 2 prest-
ar, en enginn læknir. Þó er ástandið
viða enn undarlegra í þessum efnum
hér á landi. Hvað t. d. um Rangár-
vallasýslu með 1 lækni og 6 presta,
cða Skagafjarðarsýslu með 2 lækna,
en 8 presta. Ég hef stundum sagt, og
það í nokkurri alvöru, að það ætti að
liafa skipti á læknum og' prestum í
sveitum, og væri það nær lagi. Ef til
vill er það of djúpt tekið i árinni. En
ekki getur hjá þvi farið, að lækni, sem
á leið til sjúklings i ófærð að vetrar-
lagi fer fram hjá röð af prestum, finn-
ist, að hér sé um mikið ósamræmi að
ræða, ekki sízt þar sem hér eru 2
stéttir embættismanna, sem á flestan
liátt hafa svipaðan aðbúnað af hálfu
ríkisins.1)
Þórshafnar. Héraðið nú nærri þvi
allt hílfært. Þó vantar enn bílveg á
ytra hluta Langaness. Flestar ferðir
eru farnar í jeppa, sem nú er orðinn
ófær að gegna hlutverki sinu. Erfið-
lega virðist ætla að ganga að fá end-
urnýjaðan bifreiðakostinn.
Vestmannaeyja. Ferðalög liéraðs-
læknis utan hafnar eru oft slarksöm
að vetrinum.
15. Slysavarnir.
Hafnarfj. Slysavarnarfélag kvenna
starfar hér af miklum dugnaði.
Flateyjar. Slysavarnarfélagið hélt
námskeið í hjálp í viðlögum.
Grenivíkur. í héraðinu eru nú 3
skipbrotsmannaskýli, 2 þeirra í góðu
lagi, en þriðja skýlið, á Þönglabakka,
mun hafa verið orðið mjög af sér
gengið síðast liðið haust og mun hafa
átt að lagfærast. Hvort það hefur kom-
izt í framkvæmd, veit ég ekki.
1) Hér gleymist „fordjörfun" athafnaleysis-
ins. Hvernig svo sem því er farið um presta,
er það víst, að athafnalaus læknir verður
skjótlega enginn læknir.
Nes. Áhugi mikill i þessum efnum
og tæki brunaliðs Neskaupstaðar og
annar björgunar- og slysavarnaútbún-
aður vel viðunandi.
Vestmannaeyja. Björgunarfélag Vest-
mannaeyja, Slysavarnadeildin Eykynd-
ill og Bátaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyja starfa að þessum málum hér.
Maður, þaulkunnugur útvegsmálum, er
á stöðugri vakt á vertíðinni til þess
að samræma björgunaraðgerðir, ef út
af ber. Eitt varðskipanna hefur hér
fast aðsetur, meðan á vertíð stendur.
Hið nýja björgunartæki, gúmbáturinn,
liefur nú verið tekinn í notkun á æ
fleiri bátum og hefur þegar gefið
góða raun. Næsta skrefið í björgunar-
inálum eyjarskegeja og annarra sjó-
manna hér við suðurströndina væri
þyrilfluga, og er vaknaður mikill á-
hugi á öflun slíks tækis, sem einnig
mundi verða hið þarfasta samgöngu-
tæki, skapa loftbrú yfir sundið milli
lands og eyja.
16. Tannlækningar.
Flateyrar. Jóhann Finnsson tann-
læknir dvaldist hér í héraði í V2 mán-
uð og vann nótt sem nýtan dag. Hafði
við orð að koma aftur að sumri.
Súðavíkur. Tannlæknir og tann-
smiður komu til Súðavíkur og dvöld-
ust þar í viku. Unnu þau bæði að
tannsmíð og tannviðgerð, og leituðu
margir til þeirra, en annars er fólk
tregt að leita viðgerðar á tönnum sín-
um.
Ólafsfj. Ole Bieltvedt, tannlæknir á
Sauðárkróki, dvaldist hér í 42 daga.
Réð skólanefnd hann til aðgerða á
barnaskólabörnum. Kaupstaðurinn og
sjúkrasamlagið greiddu % kostnaðar,
en aðstandendur Vt. Var verkefni
ærið, svona í fyrsta sinn.
Grenivíkur. Alltaf töluvert um tann-
skemmdir. Fólk, er lætur gera við
tennur sínar, fer til Akureyrartann-
lækna.
Húsavíkur. Venjulegasta tannlækn-
ingin er tanndráttur, þvi að enginn
tannlæknir er nær en á Akureyri, og
horfir margur i þann kostnað, sem þvi
fylgir að fara til Akureyrar, enda lang-
timum saman erfitt um samgöngur.