Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 173
171 —
1952
Ólafs/J. Rottugangur er nokkur, en
þó minni en áður. Ekki er það að
þakka almennri eitrun, því að hún
þykir dýr. Heilbrigðisnefnd fékk þvi
þó framgengt, að tilraun var gerð með
nýtt eitur, svo kallað „Warfarin", og
virtist það duga vel. Dýrin virtust éta
það fram í rauðan dauðann. Sjálfsagt
er líka minni rottugangur því að
þakka, að nú er allur fiskúrgangur
hirtur og unninn i fiskimjöl. Ef til vill
herjar villiminkur eitthvað á rotturn-
ar, því að hans verður dálitið vart.
Refir gera árlega vart við sig, og fara
ráðstafanir til útrýmingar þeim í
liandaskolum.
Grenivíkur. Töluvert mikið var hér
af rottu, sérstaklega við sjávarsiðuna,
en í haust var framkvæmd alls herjar
eitrun, sem tókst vel, svo að t. d. liér
á Grenivík hefur ekki sézt rotta í vet-
ur. Veit ég til, að vart varð við eitt
eða tvö kvikindi á tveim bæjum, en
undir eins var eitrað fyrir þau. Er því
r.ú mjög lítið um rottu hér. Um önnur
meindýr hefur hér ekki verið að ræða.
Bakkagerðis. Talsverður rottugang-
ur.
Nes. Rotta veður hér uppi og veldur
miklu tjóni sem fyrr.
Djúpavogs. Rottuplága hefur verið
hér mikil, enda rottur vel aldar á slógi
og öðrum úrgangi. Síðast liðið haust
keypti hreppurinn talsvert magn af
„Warfarin“rottueitri, og gat fólk
fengið ókeypis nokkra pakka á heim-
ili. Eitur þetta gaf góða raun, en því
miður sinntu nokkur heimili ekki
þessu hoði, sjálfsagt mest vegna rót-
gróins trassaskapar, svo að ekki tókst
að útrýma rottunni að fullu.
Vestmannaeyja. Rotta hefur gert
nokkurn usla við höfnina og í ein-
staka gömlu timburhúsi, og hefur
verið gengið rikt eftir útrýmingu;
lætur heilbrigðisfulltrúi í té rottueitur
ókeypis og leiðbeinir um notkun þess.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
hélt 20 fundi á árinu og afgreiddi 150
mál. Leyfi til starfrækslu fengu 79
fyrirtæki og einstaklingar, en synjun
fengu 13. Meðal annarra mála, er
nefndin tók til meðferðar, má nefna
þessi: Hundahald í bænum, torgsölur,
opin frárennsli og fisksölumál. Fyrir
brot á heilbrigðissamþykktinni voru
13 kærur sendar lögreglustjóra, 8
vegna gallaðrar vöru og 5 vegna ó-
þrifnaðar eða lélegs aðbúnaðar við
framleiðslu eða dreifingu á neyzlu-
vöru.
Hafnarfj. Enn þá hefur ekki tekizt
að koma á nýrri heilbrigðissamþykkt.
Er talin mundi hafa svo mikinn kostn-
að í för með sér, að bæjarfélaginu
yrði ofviða. Heilbrigðisnefnd lætur
sig varða hreinlæti utan húss, og á
vinnustöðvum hafa heilbrigðisfulltrúi
og héraðslæknir eftirlit með því. Á
árinu hlutaðist heilbrigðisnefnd til
um það, ásamt mjólkureftirliti ríkis-
ins, að dýralæknir skoðaði mánaðar-
lega kýr og fjós hjá þeim framleið-
endum í lögsagnarumdæmi Hafnar-
fjarðar, er selja ógerilsneydda mjólk
beint til neytenda. Hið sama var látið
ná til annarra framleiðenda i hérað-
inu utan Hafnarfjarðar, er eins var
ástatt um. Voru það fyrst og fremst
ríkisbúin á Bessastöðum og Vífilsstöð-
um.
Akranes. Heilbrigðisnefnd hefur
borið fram ýmsar aðfinnslur og gert
ýmsar tillögur til umbóta, en árangur-
inn hefur orðið furðu lítill. Er það
hvort tveggja, að heilbrigðisnefnd hef-
ur ekki fé til umráða, og svo virðist
sem bæjarstjórn hafi af einhverjum
ástæðum ekki verulegan áhuga á
framkvæmdunum, eða að þær verði
útundan. Er það að vísu þreytandi að
klifa að jafnaði á hinu sama og fá
ekki úr bætt.
Flateyjar. Héraðslæknir lét kjósa
heilbrigðisnefnd i Flatey. Stuðlaði
hún að því, að byggðir voru upp 2
aðalbrunnarnir og annar stækkaður
mikið. Einnig gekkst nefndin fyrir
meindýraeitrun. Auk þess minna hátt-
ar leiðbeiningar og tilmæli.
ísafj. Heilbrigðisnefnd hélt 5 fundi
á árinu. Voru höfðuviðfangsefnin að
gera ályktanir um skoðunargerðir til-
kynningarskyldrar starfsemi í bænum
og fela bæjarstjórn fyrirgreiðslu.
Fylgdist heilbrigðisfulltrúi með því,