Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 176
1952
— 174
krufningu reyndist hjarta'ð óeðli-
lega stórt (535 g), engin sýnileg
vansköpun, en vinstra afturhólf
mjög stórt. Þar sem blóðþrýsting-
ur sjúklingsins var ekki hækkað-
ur, er sennilegt, að meðfædd
leiðslutruflun hafi valdið stækk-
uninni. Æðastífla fannst hvergi,
hvorki í lungum, heila né hjarta.
3. 4. febrúar. S. Þ-son, 40 ára. Var
skorinn upp, vegna þess að sár
hafði myndazt í garnalykkju eftir
magasársaðgerð. Tveim mánuðum
seinna fékk sjúklingurinn miklar
kvalir í kviðinn vinstra megin,
hita og hraðan æðaslátt. Kviður-
inn blés upp, og sjúklingurinn
lézt daginn eftir. Við krufningu
fannst sprungið sár i garnalykkju
(jejunum), útbreidd lifhimnu-
bólga. Virtist drep hafa breiðzt út
frá saumnum, þar sem görnin var
tengd við magastúfinn. Annað sár
sást neðar í görninni og 2 sár í
maga.
4. 9. febrúar. G. Ó. D-son, 52 ára.
Hafði verið ofdrykkjumaður um
mörg ár, enga atvinnu stundað,
þótt hann væri útlærður trésmið-
ur, en átti aðgang að kjallara-
kompu framan við miðstöðvar-
herbergi. Þar fann kyndarinn
mann þenna látinn, þar sem hann
hafði séð hann sofandi kvöldið
áður. Við krufningu fannst
lungnabólga á byrjunarstigi i báð-
um lungum, og var lifrin full af
fitu. í blóði fannst 1,74%« áfengi.
Þegar lifrin er orðin full af fitu
eftir áfengisnautn, dregur mjög
úr mótstöðu gegn ýmsum sóttum,
ekki sizt lungnabólgu.
5. 26. febrúar. V. St-dóttir, 72 ára.
Fór út, gleymdi lyklinum að
kjallaranum, þar sem hún bjó,
varð því að fara upp á næstu
hæð og þaðan niður stiga. En
þannig hagar til, að tröppurnar
taka beint við af dyrunum. Kon-
an hafði verið vöruð við stigan-
um, en þrátt fyrir það steyptist
hún niður tröppurnar og virtist
deyja svo að segja samstundis.
Við krufningu fannst mikið brot
á hauskúpu og botni hennar, enn
fremur þverbrot á 6. brjóstlið
hryggjarins og mikil blæðing það-
an inn i brjósthol, þar sem 3 rif
voru brotin. Utan á heilanum var
blæðing eftir mar.
6. 28. febrúar. H. G-son, 68 ára.
Fannst látinn i grjótnámu, undir
stórri hrúgu af grjóti, sem var i
trekt, sem notuð var til að ferma
bila með. Hafði maðurinn farið
niður i trektina og grafizt þar
undir mölinni, án þess að nokkur
yrði ferða hans þar var. Við
krufningu fannst enginn áberandi
sjúkdómur, en mikið dökkt, fljót-
andi blóð og froða i lungum benti
til, að maðurinn hefði kafnað.
7. 1. marz. G. J-son, 57 ára. Var að
vinna í hálfsmiðuðu húsi, er hann
datt niður um stigagat og fannst
nokkru seinna meðvitundarlaus á
steingólfinu fyrir neðan. Fallhæð-
in var 2,80 metrar. Við krufningu
fannst mikið brot á kúpubotni og
mikið mar á heilanum neðanverð-
um, hægra megin. Ekkert fannst
við krufningu, sem bent gæti til
þess, að maðurinn hefði fengið
aðsvif, áður en hann datt.
8. 1. marz. K. F. F-son, 55 ára. Lik
mannsins fannst rekið í flæðar-
máli við Reykjavík. Vinstri fótur
hafði verið skorinn af manninum
ofan við mitt læri. Hafði maður-
inn kvalizt mikið i stúfnum og
ekki fengið bót á því, þótt stykki
hefði verið skorið úr lærtauginni.
Fannst honum óbærilegt að lifa
við slíkan bölverk, sem ekki virt-
ist læknanlegur, og mun þvi hafa
gengið í sjóinn. Við rannsókn á
stúfnum fannst amputationsneu-
rom i endanum á lærtauginni, en
þau valda oft óbærilegum kvölum.
Ályktun: Drukknun.
9. 22. marz. A. B-son, 3 ára. Varð
fyrir bil í Hafnarfirði. Við krufn-
ingu fundust mjög miklir áverkar
á höfði, höfuðbein mölbrotin og
heili stórkostlega skemmdur,
þannig að aftari hluti hans var
orðinn að einni kássu. Þá fannst
einnig sprunga i hjartanu, þannig
að gat hafði komið á hægra fram-
hólf þess.