Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 198
1952
— 196 —
honum þess, þar til E. vék sér frá og W. var að bisa við Ó., að hann
sá sér færi að slá hann. E. sá ekki, er A. sló ó., og varð ekki var við
það, en W. vissi, að A. sló hann, en sá ekki sjálft höggið, og getur
því hvorugur þeirra borið um, hvort A. hafi haft dolkinn í hendi
sér, er hann sló ó„ en þeir félagar verða fyrst varir við blóð úr ó.
við bílinn, en ekki gerðu þeir sér grein fyrir, hvaðan það blóð kom,
en þeir urðu allir blóðugir við að fást við ó. þarna við bílinn.
Eftir að hafa komið Ó. upp í bílsætið og breitt yfir hann ullar-
teppi, lokuðu þeir félagar bílhurðinni og fóru heim að . . .vegi 9 A og
skildu Ó. eftir meðvitundarlausan í bílnum.“
Ákærði A. var undir rannsókn málsins sendur til geðheilbrigðis-
rannsóknar að Kleppi, þar sem hann dvaldist frá 14. apríl til 22. mai
1953. Rannsóknina framkvæmdi yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins,
dr. med. Helgi Tómasson, og lig'g'ur fyrir í málinu læknisvottorð hans,
dags. 12. júní 1953. Er niðurstaða hans á þessa leið:
„Álit mitt á A. A. er þetta:
Hann er vitgrannur og skapgerð hans ekki fullhörðnuð, en'ekki
geðveikur. Hann hefur verið mikið drukkinn, er hann framdi verknað
þann, sem um er að ræða.
Það er um að ræða 17 ára ungling, sem notið hefur lítillar móður-
umhyggju í upphafi, elst svo eftir andlát móðurinnar upp hjá móður-
ömmu við fátækt og basl og mætir auk þess kulda og hörku frá drykk-
felldum fósturföður. 5 uppeldissystur virðast hafa verið „aðalverndar-
vættir“ hans í bernsku. Þegar hann var 10 ára, fluttist heimilið að
hausti til til ...fjarðar frá ...eyjum. Hann hvekktist á barna-
skólanum, skömmu eftir að hann byrjaði i honum og fjarlægðist
skólann æ meir, unz hann hætti alveg á seinasta ári barnaskólastigs-
ins. Virðist heimilisaðbúð og hafa ráðið nokkru um það. Hann hefur
verið sæmilega vinnugefinn og ekki lent teljandi á glapstigum þrátt
fyrir aðhaldsleysi skólans og heimilisins. Hann hefur jafnan látið
nokkuð af því, sem hann hefur unnið sér inn, til ömmu sinnar, sem
hann er hændur að (þó erfitt sé að umgangast hana nú sakir algerðrar
heyrnardeyfu), en nokkuð hefur farið i skemmtanir. 1 vetur réðst
hann í vinnu á Keflavíkurflugvelli og var nýsagt upp þar, sakir þess
að hann mætti ekki einn dag. Var hann að sækja dót sitt suður eftir,
en lenti þá i drykkju með Bandaríkjamanni, sem var búinn að fá
leigt herbergi, sem A. áður hafði búið í.
Misþyrma þeir svo, báðir ölvaðir, þriðja manni, sem ætlaði að slást
i félag með þeim, með þeim afleiðingum, að þessi þriðji maður lézt
nokkrum dögum seinna.
Framkoma A„ meðan hann hefur verið á spitalanum til rannsóknar,
hefur verið óaðfinnanleg. Engra geðveikis- eða geðveilueinkenna hefur
orðið vart hjá honum, en vitþroski virðist aðeins í minna lagi, en þó
engan veginn svo, að hann ekki myndi fyllilega skilja refsingu, ef um
hana yrði að ræða. Hann hefur nokkur einkenni um hjartalokugalla,
sem þó ekki virðast há honum neitt nú, en vera má, að hafi haft
einhverja þýðingu fyrir skapgerð hans á skólaárunum.