Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 131
— 129 —
1959
1. Fólk, sem verið hafði undir eftir-
liti deildarinnar að minnsta kosti
tvisvar á ári og henni þvi áður
kunnugt: Alls 1332 manns, 517
karlar, 748 konur, 67 börn. Virk
berklaveiki fannst i 15 þeirra,
eða rúmlega 1,1%. 10 þeirra voru
með berklaveiki í lungum. í 13
tilfellum, eða rúmlega 0,97%, var
um sjúklinga að ræða, sem veikzt
höfðu að nýju. 2 sjúklingar höfðu
haldizt óbreyttir frá árinu 1958,
báðir með berkla í nýrum. 8 sjúk-
lingar, eða 0,6%, höfðu smitandi
berklaveiki í lungum, og höfðu
þeir allir veikzt á árinu. Af þeim
voru 4 smitandi við beina rann-
sókn, en í 4 fannst smit við
nákvæmari leit, ræktun úr hráka
eða magaskolvatni.
2. Fólk, sem vísað var til deildar-
innar i fyrsta sinn eða hafði kom-
ið áður, án þess að ástæða væri
taiin til að fylgjast frekar með
því: Alls 6996 manns, 2401 karlar,
2887 konur, 1708 börn yngri en
15 ára. Af þeim reyndust 39, eða
tæplega 0,6%, vera með virka
berklaveiki, þar af voru 32, eða
0,46%, með berkla í lungum,
lungnaeitlum eða brjósthimnu. 8,
eða 0,11%, höfðu smitandi berkla-
veiki. 6 þeirra höfðu smit við
beina rannsókn, en 2 við ræktun.
I 9 sjúklingum með berkla-
breytingar í lungum fannst ekki
smit. Hinir sjúklingarnir voru sem
hér segir: 4 með pleuritis exsuda-
tiva, 2 með erythema nodosum, 9
með hilitis tuberculosa, og var
einungis um börn að ræða í síð-
ast töldum tveim flokkum.
3. Stefnt var i hópskoðun alls 6174
manns. 976 þeirra voru yngri en
15 ára. Virk berklaveiki fannst í
14 ára dreng, og var þar um að
ræða primær inf., og 22 ára skrif-
stofustúlku (enskri), sem fór til
Englands á hæli. Gamlar berkla-
breytingar fundust í 62 sjúkling-
um, 70% þeirra voru kunnir stöð-
inni áður. 126 sjúklingar voru með
afleiðingar brjósthimnubólgu, 85%
þeirra voru áður kunnir deild-
inni. Meiri hluti þessa fólks (3737
fullorðnir og 374 börn) hafði
verið í sams konar skoðun áður.
Eins og undanfarin ár var af
hálfu deildarinnar lögð áherzla á,
að allir smitandi sjúklingar væru
vistaðir á hæli. 4 sjúklingar fengu
þó leyfi til að vera heima, þótt
um smit væri að ræða. í 3 þeirra
fannst smit við ræktun, en hinn
fjórði var maður nálægt sjötugu,
sem var fullkominn öryrki sökum
hjartasjúkdóms. Voru þeir ein-
angraðir heima og veitt lyfjameð-
ferð með þeim árangri, að þeir
voru allir orðnir smitlausir um
árainót.
II. Barnadeild.
Á deildina komu alls 5764 börn, þar
af 4947 úr Reykjavik, en tala læknis-
skoðana var 12117. Venjulega voru
börnin bólusett (gegn barnaveiki, kik-
hósta, ginklofa, mænusótt og bólusótt),
ef tímabært var. 817 þessara harna
voru búsett utan Reykjavíkur, og
voru læknisskoðanir á þeim 1428. Af
2166 ungbörnum, sem deildin hafði
eftirlit með á árinu, voru 1946 lögð
á brjóst. 22311 bólusetningar voru
framkvæmdar á deildinni. 592 börn
fengu ljósböð á deildinni, alls 10135
sinnum. Var árangur þeirra mjög góð-
ur, undantekningarlítið voru börnin
mun hressari eftir en áður. 180 börn
fengu ljósböð til hressingar eftir sól-
arlítið sumar, 155 vegna kvefsækni,
kverka- og kykilþrota, 92 vegna bein-
kramar, 74 vegna linku og lystarleysis,
74 til hressingar eftir mislinga, in-
flúenzu, kikhósta o. fl., 17 vegna ýmiss
konar hörundskvilla. Af 1896 börnum,
sem deildinni bárust tilkynningar um
að hefðu fæðzt á árinu, voru 50 ófull-
burða. Hverfishjúkrunarkonurnar fóru
í samtals 14379 vitjanir á heimilin til
eftirlits með ungbörnum. Að sögn
þeirra voru flest barnanna vel hirt
og höfðu gott atlæti. Alls höfðu þær
eftirlit með 2166 börnum. Deildinni
bárust tilkynningar um 1896 börn,
fædd í Reykjavík á árinu. Flest börn-
in voru fædd heilbrigð og lýtafá, og
þrátt fyrir farsóttir (mislinga, kik-
hósta og inflúenzu), sem gengu á ár-
17