Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Síða 168
1959
166
ar heimildir eiga í fórum sinum um
krabbamein í brjósti frá fyrri tímum.
III.
Við íslendingar getum státað af þvi
að eiga miklar og rækilegar fornbók-
menntir og merkar annálaskriftir frá
miðöldum, þar sem getið er flestra
sögulegra tíðinda samtímans á landi
hér. Heimildir eru þó fáar um illkynja
sjúkdóma á fyrri öldum, og jafnvel eft-
ir að skýrslugerð lækna hófst hér á
landi eftir tilkomu landlæknisem-
bættisins árið 1760, hefur krabbameins
lengstum verið að litlu getið.
í heilbrigðisskýrslum, sem nú hafa
verið gefnar út frá árinu 1891 og síð-
an, má einnig sjá þess ljós merki, að
læknum hefur ekki verið gjarnt að
tíunda þá sjúklinga, sem þennan sjúk-
dóm hafa haft. Gætir þessa jafnvel
fram á siðustu ár. Að vísu verða þátta-
skil árið 1911, er lög um dánarvottorð
ganga í gildi, en frá því ári vex ná-
kvæmni í skýrslugerð að marki og æ
síðan. Eins og fram kemur siðar í efni
þessu, eru skráðir sjúklingar með
krabbamein lengstum færri en sá sjúk-
lingafjöldi, sem talinn er dáinn úr
krabbameini á ári hverju eftir dánar-
skýrslum.
Þótt heildartalning sé ónákvæm, eru
meira háttar aðgerðir yfirleitt taldar
fram í skýrslum frá árunum 1911 og
síðan. Má því með nokkurri vissu
segja, að frá þeim tíma sé hægt að fá
all-nákvæma mynd af fjölda sjúklinga
og meðferð. Tekizt hefur að safna
nokkrum upplýsingum um alla þá
sjúklinga, sem krabbamein í brjósti
hefur verið greint hjá hér á landi
árin 1911—1955, og fá vitneskju um
afdrif þeirra. Það, sem fram hefur
komið um sjúkdóm þennan fyrir árið
1911, verður hins vegar einungis skoð-
að í sögulegu ljósi. Fer hér á eftir
yfirlit yfir það, sem komið hefur í
leitirnar fram að þeim tíma.
Meðal beztu heimilda um sjúkdóma
á Norðurlöndum að fornu er hið mikla
rit norska læknisins Ingjalds Reichborn-
Kjennerud (1859—1949), Vár gamle
Trolldomsmedisin, sem gefið var út af
Det Norske Videnskabsakademi í Oslo
á árunum 1928 til 1944 í fjórum bind-
um. Hefur höfundur kannað fjölda
gamalla rita, meðal annars allar ís-
lendingasögur, Biskupasögur, riddara-
sögur, svo og fjölda gamalla norrænna
handrita. Hefur hann tekið saman allt,
sem við kemur sjúkdómum, læknis-
fræði og gömlum ráðum almennings
við sjúkdómum. Kemur i ljós við þessa
rækilegu leit hans i fornum heimild-
um, að rýr hefur uppskeran verið, að
því er varðar illkynja sjúkdóma. I
fyrsta bindi verksins getur hann um
ýmsar gamlar skottulækningar, en að-
eins á þrem eftirtöldum stöðum er
minnzt á krabbamein, sem einkum er
nefnt átumein að fornu, þótt fleiri nöfn
séu á þvi, sem síðar verður komið að.
Á síðu 178 stendur svo: „Átstein er i
Solör og Gudbrandsdal det samme som
sandsten, brukes spm pulver pá ut-
vendig kræft, át“. Á siðu 182 í sama
bindi er þess getið, að gott hafi þótt
að bera pöddur i poka um hálsinn
„mot kræft“, og á síðu 187: „I Gud-
brandsdal koker de en levande kalv
og vasker sodet pá Át, det vil sige
Kræftsár“.
í II. bindi sama verks er kafli uin
„Kræft og andre svulster“. „Kræft blev
pá det gamle sprák kalt átumein, jotr
eller etur og i de Islandske Biskops-
sagaer finns det underlige ord Jötun-
uxi1). Det ligger derfor nær att de
trodde sykdommen kom af ett litet
gnagende dyr som gjör att den »áter
om sig“. í lok þessa stutta kafla höf-
undar um krabbamein í fornöld bendir
hann aðeins á eitt tilfelli úr fornsög-
um, sem ef til vill má telja, að hafi
verið krabbamein, en það er sjálfur
Guðmundur Arason góði, Hólabiskup,
sem deyr 1237. Er hann talinn hafa
haft andlitsmein. Segir svo í II. bindi
Sturlungu, 1909 (bls. 270): „Tvá vetr
fulla var hann þar (þ. e. á Hólum),
ok þat ins þriðja, sem hann liföi.
1) Orð þetta hef ég ekki fundið í hinuin
gömlu biskupasögum, heldur í Biskupasögum
Jóns prófasts Halldórssonar. (Sögufélagsrit II*
Rv. 1903—1915). . ^
Er þar vafalaust ekki um krabbamein a
ræða, heldur ígerð, sbr. bókin Sóttarfar
Sjúkdómar á íslandi, bls. 233. Deyr Sig-
mundur biskup Eyjólfsson árið 1537 úr mem'
semd: „Var það átumein, sem kallast jötun-
uxi“. Leiddi það hann til dauða á 19 dögum.