Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 168

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 168
1959 166 ar heimildir eiga í fórum sinum um krabbamein í brjósti frá fyrri tímum. III. Við íslendingar getum státað af þvi að eiga miklar og rækilegar fornbók- menntir og merkar annálaskriftir frá miðöldum, þar sem getið er flestra sögulegra tíðinda samtímans á landi hér. Heimildir eru þó fáar um illkynja sjúkdóma á fyrri öldum, og jafnvel eft- ir að skýrslugerð lækna hófst hér á landi eftir tilkomu landlæknisem- bættisins árið 1760, hefur krabbameins lengstum verið að litlu getið. í heilbrigðisskýrslum, sem nú hafa verið gefnar út frá árinu 1891 og síð- an, má einnig sjá þess ljós merki, að læknum hefur ekki verið gjarnt að tíunda þá sjúklinga, sem þennan sjúk- dóm hafa haft. Gætir þessa jafnvel fram á siðustu ár. Að vísu verða þátta- skil árið 1911, er lög um dánarvottorð ganga í gildi, en frá því ári vex ná- kvæmni í skýrslugerð að marki og æ síðan. Eins og fram kemur siðar í efni þessu, eru skráðir sjúklingar með krabbamein lengstum færri en sá sjúk- lingafjöldi, sem talinn er dáinn úr krabbameini á ári hverju eftir dánar- skýrslum. Þótt heildartalning sé ónákvæm, eru meira háttar aðgerðir yfirleitt taldar fram í skýrslum frá árunum 1911 og síðan. Má því með nokkurri vissu segja, að frá þeim tíma sé hægt að fá all-nákvæma mynd af fjölda sjúklinga og meðferð. Tekizt hefur að safna nokkrum upplýsingum um alla þá sjúklinga, sem krabbamein í brjósti hefur verið greint hjá hér á landi árin 1911—1955, og fá vitneskju um afdrif þeirra. Það, sem fram hefur komið um sjúkdóm þennan fyrir árið 1911, verður hins vegar einungis skoð- að í sögulegu ljósi. Fer hér á eftir yfirlit yfir það, sem komið hefur í leitirnar fram að þeim tíma. Meðal beztu heimilda um sjúkdóma á Norðurlöndum að fornu er hið mikla rit norska læknisins Ingjalds Reichborn- Kjennerud (1859—1949), Vár gamle Trolldomsmedisin, sem gefið var út af Det Norske Videnskabsakademi í Oslo á árunum 1928 til 1944 í fjórum bind- um. Hefur höfundur kannað fjölda gamalla rita, meðal annars allar ís- lendingasögur, Biskupasögur, riddara- sögur, svo og fjölda gamalla norrænna handrita. Hefur hann tekið saman allt, sem við kemur sjúkdómum, læknis- fræði og gömlum ráðum almennings við sjúkdómum. Kemur i ljós við þessa rækilegu leit hans i fornum heimild- um, að rýr hefur uppskeran verið, að því er varðar illkynja sjúkdóma. I fyrsta bindi verksins getur hann um ýmsar gamlar skottulækningar, en að- eins á þrem eftirtöldum stöðum er minnzt á krabbamein, sem einkum er nefnt átumein að fornu, þótt fleiri nöfn séu á þvi, sem síðar verður komið að. Á síðu 178 stendur svo: „Átstein er i Solör og Gudbrandsdal det samme som sandsten, brukes spm pulver pá ut- vendig kræft, át“. Á siðu 182 í sama bindi er þess getið, að gott hafi þótt að bera pöddur i poka um hálsinn „mot kræft“, og á síðu 187: „I Gud- brandsdal koker de en levande kalv og vasker sodet pá Át, det vil sige Kræftsár“. í II. bindi sama verks er kafli uin „Kræft og andre svulster“. „Kræft blev pá det gamle sprák kalt átumein, jotr eller etur og i de Islandske Biskops- sagaer finns det underlige ord Jötun- uxi1). Det ligger derfor nær att de trodde sykdommen kom af ett litet gnagende dyr som gjör att den »áter om sig“. í lok þessa stutta kafla höf- undar um krabbamein í fornöld bendir hann aðeins á eitt tilfelli úr fornsög- um, sem ef til vill má telja, að hafi verið krabbamein, en það er sjálfur Guðmundur Arason góði, Hólabiskup, sem deyr 1237. Er hann talinn hafa haft andlitsmein. Segir svo í II. bindi Sturlungu, 1909 (bls. 270): „Tvá vetr fulla var hann þar (þ. e. á Hólum), ok þat ins þriðja, sem hann liföi. 1) Orð þetta hef ég ekki fundið í hinuin gömlu biskupasögum, heldur í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar. (Sögufélagsrit II* Rv. 1903—1915). . ^ Er þar vafalaust ekki um krabbamein a ræða, heldur ígerð, sbr. bókin Sóttarfar Sjúkdómar á íslandi, bls. 233. Deyr Sig- mundur biskup Eyjólfsson árið 1537 úr mem' semd: „Var það átumein, sem kallast jötun- uxi“. Leiddi það hann til dauða á 19 dögum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.