Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 191
189 —
1959
gerð min er vefengd frekar, er auð-
veldast að láta læknaráð fjalla þar
um.“
Loks liggui fyrir læknisvottorð ...,
fyrrnefnds sérfræðings í augnsjúk-
dómum, dags. 7. nóvember 1960, svo-
hljóðandi:
>,A. J.-dóttir var mjög heilsuhraust
kona fyrir slysið, dugleg til vinnu
°g varð varla misdægurt. Eftir slys-
ið mun hún hafa legið í rúminu í
tvo daga, en skömmu síðar fór hún
að finna til höfuðverkjar, sem var hér
uni bil stöðugur, og hélzt hann í
nokkra mánuði. En er höfuðverkurinn
fór minnkandi, fór að bera á svima,
sem kom mjög skyndilega, einkum við
snöggar hreyfingar, og kom nokkrum
sinnum fyrir, að hún skylli i gólfið
án minnsta fyrirvara. Var þetta mjög
hvimleitt fyrir hana og gerði hana
taugaóstyrka, svo og meðstarfsfólk
hennar. Einkum var sviminn áber-
andi, ef hún vann meira í einn tíma
en annan, svo sem ef hún þurfti að
strauja þvott. Kom þá fyrir, að hún
hurfti að liggja í rúminu eina þrjá
haga á eftir. Þótt hún væri betri á
öhlli, var liðan hennar þó aldrei þann-
að hún fyndi sig fullfriska. Einnig
tannst henni minnið hafa versnað og
hæfileikinn til að einbeita huganum
niinnkað. Hún hafði lengi vel von um,
að þetta ástand batnaði. En um sum-
arið 1957 voru vonir hennar þar að
lútandi orðnar mjög litlar, og ákvað
hún þá í samráði við mig að leita sér
[ækninga hjá dr. Busch i Kaupmanna-
höfn, og gerði hún það.“
Málið er lagt fyrir lœknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
sPurninguni:
1. Hvenær fyrst hafi mátt sjá fyrir
nuverandi örorku stefnanda af völd-
öni slyss þess, er málið fjallar um,
nuðað við, að stefnandi hefði notið
nauðsynlegrar læknisþjónustu allt frá
Pvb er hún varð fyrir slysinu.
, 2. Ef eigi yrðið talið fært að kveða
a um þetta, óskast álit læknaráðs á
uVJ: hvort telja megi sennilegt, að sjá
'ati mátt þessar afleiðingar slyssins
fyrir á miðju ári 1955, er stefnandi
samdi við réttargæzlustefnda um bæt-
ur sér til handa.
3. Fellst læknaráð á endanlegt mat
... læknis á örorku stefnanda af
völdum slyssins? Ef ekki, hver telst
þá hæfilega metin örorka stefnanda
af þess völdum?
Tillaga réttarmáladeildar um
Álijktan læknaráðs:
Ad 1. Heilabreytingar eftir slys
eins og það, sem hér um ræðir, þar
sem sjúklingurinn hefur fengið högg
á höfuð og mar á heilann, geta tekið
langan tima, svo að oft líða nokkur
ár, áður en öll einkenni koma fram
um varanlegar breytingar. Ekki er
unnt að nefna ákveðið tímamark í því
sambandi, en slikt gæti tekið 3—4 ár.
Ad 2. Mjög vafasamt má telja, að
unnt hefði verið að sjá fyrir allar þær
breytingar, sem af slysinu hafa hlot-
izt, á miðju ári 1955.
Ad 3. Af þeim vottorðum, sem fyr-
ir liggja, einkum frá E. Busch, dags.
3. ágúst 1957, og öðrum upplýsingum
um heilsu stefnanda, virðist örorku-
mat . . . læknis, dags. 16. júlí 1959,
vera hæfilegt, þannig að örorka stefn-
anda verði ákveðin 35%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 24. janúar 1961,
staðfest af forseta og ritara 4. febrúar
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Mcð dómi bæjarþings Reykja-
víkur 29. marz 1961 var stefndi, M. Á.-son,
dæmdur til að greiða stefnanda, Á. J.-dóttur,
kr. 237 205,00 ásamt 6% ársvöxtum frá 8.
september 1959 til 22. febrúar 1960, 10% árs-
vöxtum frá þeim degi til 29. desember s. á.
og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu-
dags og kr. 18 000,00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
Áður en dómur féll, hafði stefnandi fengið
kr. 50 000,00 greiddar upp í tjón sitt.
2/1961.
Borgardómari í Reykjavík hefur
með bréfi, dags. 25. nóvember 1960,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á
bæjarþingi Reykjavikur 22. s. m., leit-