Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 197
195 —
1959
s- m., og er framburður hans bókaíSur
á þessa leiö:
„Aðspurður um það, hvort hann
telji ekki, að A. sé ljóst, hvað hann sé
að gera, er hann leitar eftir skilnaði
við konu sína, segir mættur, að hann
telji, að svo sé, en tekur fram, að hann
telji, að verið geti, að honum sé vegna
sjúkdóms sins ekki að öllu leyti sjálf-
rátt. Mættur segir, að A. hafi aldrei,
svo að hann viti til, verið heill á geði,
siðan mættur tók hann til meðferðar.
Mættur segir, að vel megi vera, að það
væri hollast fyrir heilsu A., að gerður
yrði skilnaður hans og konu hans. Um
Það sé þó ekki hægt að segja með
vissu.
Aðspurður um það, hvort hann telji
nauðsyn á að svipta A. sjálfræði og
fjárræði, segir mættur, að hann áliti
ekki, að þörf sé að svipta hann sjálf-
eæði, eins og sakir standa, þótt það
kynni að vera betra að gera það. Um
Petta er annars erfitt að segja. Ef A.
fengi þunglyndiskast og ekki væri
áaegt að koma honum til viðeigandi
fimðferðar með samþykki hans, kynni
að verða nauðsyn að taka af honum
sjálfræðið. Um það, hvort A. sé fær
að ráðstafa fé sínu, segist mættur
efa. að svo sé, en erfitt sé að dæma
mn það. A. hefur ekki haft fé undir
j’öndum að ráði, síðan mættur fékk
hann til meðferðar, og því ekki reynt,
hvernig fara myndi, ef hann hefði fé
W ráðstöfunar.“
Hinn 4. mai 1959 gaf sami læknir
asamt Þórði Möller, yfirlækni geð-
vcikrahælis ríkisins, svohljóðandi
vottorð (áritun hins síðarnefnda er
da8s- 20. s. m.):
»A. J.-son, .... þarf að fara til
Mallorka, Spáni, sér til heilsubótar í
, mánuði. Hann verður fyrst i stað
í., arcelona á Hospital de la St. Cruz
ja Dr. Esqulerelo.“
. 2. ..., sérfræðingur í tauga- og geð-
sjukdómum, Reykjavík, segir á þessa
inn f lœknisvottorði, dags. 9. febrúar
1960 (dskj. nr. 5);
J.-son, ..., f. ... 1903, hefur
PJaðst árum saman af psykosis manio-
f<fPressiva. Ég hafði hann til með-
lq\- ' k'arsóttahúsinu eftir áramót
Þegar ég tók við honum, var
hann sljór og sinnulaus, hættur að
borða, var stórhættulegur sjálfum sér,
enda hafði hann nokkru áður gert
tvær tilraunir til að svipta sig lífi.
Hann fékk nokkurn bata í bili eftir
raflostið, en varð þó ekki vinnufær og
var þunglyndur áfram.“
Læknirinn kom fyrir sakadóm
Reykjavíkur 26. febrúar 1960, og er
framburður hans bókaður á þessa
leið:
„Mættur staðfestir vottorð sitt (dskj.
5 í dómsrannsókn). Hann kveðst ekki
hafa haft A. neitt til meðferðar síðan
á árinu 1955.
Aðspurður um, hvort honum sé af
eigin raun kunnugt um, að A. hafi
reynt að svipta sig lífi, kveður mætt-
ur það ekki vera. Fékk mættur fréttir
um það af sjúkrahúsinu Sólheimum,
sem A. hafði legið á áður.“
Sami læknir vottar á þessa leið 6.
maí 1960 (dskj. nr. 4):
„A. J.-son . . .fræðingur, nú til heim-
ilis í . .. hér í bæ, hefur mætt hjá mér
til athugunar samkvæmt tilvisun frá
heimilislækni hans, . .. lækni.
Rannsókn min hefur staðið yfir
tímabilið frá 28. marz síðast liðinn
þar til í dag, og hefur hann mætt hjá
mér á þessu tímabili alls í 12 skipti.
Ég hef við rannsókn mína ekki
fundið einkenni geðveiki, og tel ég,
að hann sé nú andlega heill heilsu.
Þar sem hann hefur verið sviptur
lögræði, fjárræði og sjálfræði, legg ég
eindregið til, að hann öðlist þegar
réttindi þessi, er liann hefur verið
sviptur.“
í sakadómi 21. október 1960 er
framburður læknisins bókaður á þessa
leið:
„Vottorðið á dskj. nr. 4 kveðst mætt-
ur hafa ritað, og staðfestir hann það.
Hann kveðst ekki hafa fundið geð-
veikiseinkenni á A. í rannsókn sinni.
Sækjandi spyr, hverjar ástæður
mættur telji til þess, að A. hefur ekki
unnið sl. 5—6 ár. Mættur kveðst ekki
geta fullyrt um það. Hann hafi svo
lítil afskipti haft af honum, eða að-
eins þau, sem vottorð hans í máli
þessu greinir.“
3. ..., sérfræðingur í tauga- og geð-
sjúkdómum, Reykjavík, segir svo i