Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 220
1959
218 —
vitnið, að S. hafi viljað fara að gefa
þeim góðgerðir, og hafi þeir þegið
glas af léttu víni, og minnir vitnið, að
hún hafi afgreitt það sjálf.
Vitnið minnist þess, að S. hélt á
karöflunni, en hvort hún hellti í glös-
in, man það ekki. Áður en S. [J.-son]
fór, heldur vitnið, að S. [J.-son] og
F. R. hafi rœtt um arfleiðsluskrána,
en man ekki, hvort S. tók þátt í þvi
samtali.
Vitnið minnist þess ekki, að rætt
hafi verið um arfleiðsluskrána, meðan
S. [J.-son] var í burtu, en man ekki,
um hvað rætt var.
12. Ég vek athygli vitnisins á því,
að þeir S. S.-son og K. M.-son telja sig
hafa verið á ... götu ..., áður en S.
[J.-son] fór i leiðangurinn; man vitn-
ið, hvort svo var?
Svar: Man það ekki.“
Prófessorinn kom á ný fyrir skipta-
rétt 10. júní s. á., þar sem eftirfarandi
var bókað:
„Vitnið tekur það fram, að svar þess
við 12. spurningu sóknaraðila var við
því, að nefndir menn hafi verið á
... götu . .., er vitnið ásamt Þórhalli
Pálssyni og S. [J.-syni] kom þangað.
Ég vísa til vottorðs míns, rskj. 23,
þar sem glögglega kemur fram, að
þessir menn voru staddir á ... götu
. .., áður en S. [J.-son] fór í leiðang-
urinn til heimila kjörbarnanna.
Mættur Gunnar A. Pálsson óskar
eftir því, að lagðar séu áframhaldandi
fyrir vitnið spurningar í sambandi við
þetta mál.
13. Man vitnið, hve lengi S. [J.-son]
var í fyrrnefndum leiðangri?
Svar: Vitnið tekur fram, að þar sem
hér er um atburð að ræða, sem skeð
hefur fyrir tæpum 4 árum, verður
erfitt fyrir vitnið að segja alveg á-
kveðin tímatakmörk. Éftir minni
myndi ég þó segja, að dvöl mín á
heimili frú S. umrætt kvöld hafi stað-
ið ekki minna en 1 klst. allt í allt.
Hinu atriðinu get ég ekki svarað.
14. Hvað gerðist fyrst eftir að S.
[J.-son] kom aftur á ...götu ...?
Svar: Ég man ekki nein sérstök at-
vík, annað en að S. heitin undirritaði
arfleiðsluskrána. Mig minnir, að hinir
aðilarnir hafi þá verið búnir að skrifa
undir.
15. Getur vitnið rakið nokkur sam-
töl, er fram fóru á ... götu ..., eftir
að S. J.-son kom aftur?
Svar: Nei, ég treysti mér ekki til
þess.
16. Á þetta svar bæði við um S.
og um aðra?
Svar: Já.
17. Varð vitnið aldrei vart tregðu
hjá þeim K. og S. [S.-syni] um, að
arfleiðsluskráin væri undirrituð þarna
um kvöldið eða þeir teldu einhver
tormerki á þvi?
Svar: Ég varð ekki var við tregðu
hjá þeim, enda átti ég ekki nein orða-
skipti við þá eða heyrði, að þeir teldu
nein tormerki á þessari framkvæmd.
18. Man vitnið eftir nokkrum sér-
stökum ráðleggingum af hálfu S. [J.-
sonar] til S., S. [S.-sonar] eða K. um-
rætt kvöld?
Svar: Nei. Man eftir því, að þá er
arfleiðsluskráin var lesin upp, fylgdu
þeirri athöfn engar sérstakar skýr-
ingar, og virtist mér það allt fara fram
með eðlilegum hætti. Gat ég ekki ann-
að séð en, að hlutaðeigandi persónuin
væru kunnugir málavextir.
19. Hver las skrána upp?
Svar: Ég er ekki alveg viss, hvort
það var fulltrúi borgarfógeta eða S.
J.-son.
20. Man vitnið að rekja nokkuð
fleira, er gerðist eftir að S. [J.-son]
kom aftur úr leiðangrinum?
Svar: Ég man það ekki.
21. Þekkti vitnið S. E.-dóttur, áður
en það kom á ... götu ... ?
Svar: Vísa til rskj. 23.
22. Vill vitnið gera svo vel að lýsa
útliti S. E.-dóttur?
Svar: Vísa til vottorðs mins á
rskj. 23.
23. Var hún hrörleg?
Svar: Líkt og búast mátti við af
áttræðri konu eða rúmlega áttræðri.
Treysti mér ekki til að svara þessari
spurningu nánar.
24. Hvernig var holdafar hennar?
Svar: Hún var mögur.
25. Hvernig voru andlitsdrættir
hennar? Voru þeir stirðnaðir?