Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 11
9
Síðan er þetta skema fyllt út. Þar er höfundur einnig
bundinn af því, sem fyrri höfundar hafa skrifað, en þá ekki
eingöngu af íslendinga sögum. Hann notar ritminni, minni
eða mótíf og aðra munnlega geymd og beitir hugviti sínu.
Skemað krefst í sumum tilvikum ákveðinna atriða á ákveðn-
um stöðum, eða öllu heldur að hentugt er að grípa til þeirra,
líkt og er með topoi eða loci communes í mælskulist. Slík
atriði virðast vera fleiri framan af í sögunni, en þeim virð-
ist fækka, þegar höfundur kemst á skrið. Þegar tekið er að
láni, er það þó sjaldan óbreytt, höfundur virðist oft þurrka
út spor sín.
I Kjalnesinga sögu koma fyrir fjölmörg atriði, sem eiga
sér hliðstæður í öðrum sögum. Þessi atriði eru misjafnlega
algeng. Nú skal litið stuttlega á nokkur slík atriði, en áherzla
skal lögð á, að skráin er hvergi nærri fullkomin.
2.1. Landnámslýsing, Kjaln. 3—5. Þetta er mjög algengt
í fslendingasögum, t. d. Laxdœla saga 1934, 4, 5—6, 8-11.
Sjá 3.1.
2.2. Nöfn manna eru dregin af ömefnum, Kjaln. 3. Þetta
er algengt, t. d. Laxdœla saga 1934, 10. Sjá 10.3.
2.3. Ástæða fyrir fslandsferð er sú, að örlygur varð fyrir
konungs reiði, Kjaln. 4. Þetta er algengt, en þá er oftast átt
við Harald konung hárfagra, t. d. Laxdœla saga 1934, 4.
2.4. „Á ofanverðum dögum Konofogors,“ Kjaln. 5. Við-
miðanir við ríkisstjórnarár konunga eða jarla eru algengar
í íslendingasögum. Dæmi með sama eða svipuðu orðalagi
eru: „á ofanverðum dQgum Hákonar Hlaðajarls,“ Þorleifs
þáttr jarlsskálds 1956, 215, „Á ofanverðum dQgum Ketils
hófsk ríki Haralds konungs ins hárfagra,“ Laxdœla saga
1934, 4. Sjá um Konofogor 4.4. og 5.6.
2.5. „Þá var skógi vaxit allt Kjalarnes,“ Kjaln. 5. Frá-
sögn um skóg á fyrri tíð kemur oft fyrir, t. d. íslendingabók
án ártals, 16, HeiSarvíga saga 1938, 294, Egils saga 1933, 72,
Laxdœla saga 1934, 165, Vatnsdœla saga 1939, 42.
2.6. „Þau höfðu mart gangandi fjár ok gekk allt nær
sjálfala úti í skóginum um nesit,“ Kjaln. 6. Sbr. „en þat sem