Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 85
83
Þá má skýra líkindi þessara tveggja manna þannig, að
þeir séu fulltrúar sama tíma, sama landshluta, sömu mennt-
unar og menningarumhverfis og jafnvel sama menntaseturs.
Þá er einnig sennilegt, að þeir hafi þekkzt. Ef svo er, endur-
spegla þessi rit að nokkru lærdóm og bókmenntaiðkun á Suð-
vesturlandi, e. t. v. einkum í Viðeyjarklaustri, á áratugun-
um um 1300.
TILGÁTUR UM KELTNESK MINNI
7.0. Margaret Schlauch hefur í bók sinni Romance in
Iceland rætt um mótífið um bardaga tveggja feðga, sögnina
um Sohrab og Rustem.1 Hún bendir á, að gott dæmi um það
mótíf sé í Kjalnesinga sögu, en það komi þó víðar fyrir í ís-
lenzkum bókmenntum. Um uppruna þessa mótífs segir hún,
að um fleiri möguleika geti verið að ræða, sé það ekki komið
upp sjálfstætt á Norðurlöndum. Hún bendir á, að það geti
verið komið frá Þvzkalandi og minnir á Hildibrandskviðu í
því sambandi, og ef til vill sé Þiðriks saga milliliður. Einnig
megi bera sögnina um Búa saraan við sögnina um írsku hetj-
una Cú Chulainn. Loks svipi sögninni í Kjalnesinga sögu til
rússnesku sagnarinnar um Uia Muromets, en þó séu líkindi
meiri við írsku sögnina. Reyndar sé hugsanlegt, að hugmynd-
in sé komin úr frönskum sögnum, svipuðum Miluns ljóði Ma-
rie de France, en þó sé Jökull líkari syni Cú Chulainns en syni
Sir Milons í franska ljóðinu. Niðurstaða Margaret Schlauch
er þessi: “There is some likelihood that those Icelandic stories
which use the Sohrab and Rustem situation in conjunction
with a supematural mistress are under Celtic influence.”
Einar Ól. Sveinsson hefur tekið þetta upp að nýju og hef-
ur nefnt þrjú atriði í viðbót, sem bendi til tengsla við írsku
söguna. Hann segir svo um Kjalnesinga sögu: “I believe the
essence of this saga consists of very vague fragments of tales
of the youthful exploits of Cúchulin and of his son, Aenfer,
1 Margaret Schlauch 1934, 114—118.