Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 97
95
Jóhannesson skrifað grein, og verður mjög stuðzt við hana
hér.1
Gizur galli var fæddur 1269. Árið 1306 vó Gizur galli
mann og fór utan tveimur árum síðar, 1308. Jón Jóhannes-
son álítur líklegt, að hann hafi verið dæmdur utan á náð
konungs. Árið eftir, 1309, er Gizur galli þó orðinn hirðmað-
ur Hákonar Magnússonar Noregskonungs. Ári síðar sendir
konungur Gizur norður á Finnmörk eftir skatti, sem ekki
hafði fengizt um mörg ár, ásamt Valtý, sem sennilega var
einnig íslenzkur, og kom Gizur með skattinn 1311. Árið 1312
kom Gizur út aftur og kvæntist 1313 Þuríði ögmundardótt-
ur, Þórðarsonar, úr Bæ, en hún var bróðurdóttir Járngerðar,
konu Erlends Ólafssonar lögmanns. Sama ár særðu Aust-
menn Gizur á Gáseyri við Eyjafjörð, og var að því Úlfur af
Dunga og tvær skipshafnir. Gizur lá þá tólf mánuði í sárum.
Gizur fór síðan aftur til Noregs 1315, og getur Jón Jóhannes-
son þess til, að hann hafi viljað rétta hlut sinn við Austmenn.
1 þeirri ferð lenti Gizur í ævintýrum, og segir svo í Flat-
eyjarannál við árið 1317: „hafdi Hakon kongr vti leidangr
ok for til Suia rikis. Þar fellu hertugarnir badir Eirekr ok
Valldemar. enn vm haustid er kongr for burt fraus inni eitt
skip hans er styrdi herra Giardar. Suiar logdu at þeim enn
þeir vorduz vel. þa var Gizorr galli skotinn i gegnum afl-
voduann a vinstra armlegg med spioti. þa var þeim heitit
gridum ok fangadir sidan allir ok hognir nema Giardar ok
Gizor. þeim var inn kastat i ymbrodogum vm haustid ok i
iarn settir. litlu sidar var herra Giardar hogginn enn Gizor
sat eptir til pascha.“ Við árið 1318 segir annállinn enn frem-
ur: „vtleystr Gizor galli af turninum i Suia riki laugardag
fyrir pascha ok kom aftr i Noreg á fund Hakonar kongs.“ 2
Um þetta segir Jón Jóhannesson: „Eitthvað er bogið við
þessa frásögn, þótt naumast sé hægt að gera ráð fyrir, að
hún sé tilbúningur frá rótum. Engar aðrar heimildir eru til
1 Jón Jóhannesson 1958, 302-308.
2 Islandske Annaler 1888, 394, 666.