Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 103
101
Landnámu.1 Skýring Guðbrands virðist vera öllu sennilegri.
Skýringarsagan á auknefninu getur þá stafað frá einhverj-
um, sem þekkti slíka sögu. Samkvæmt heimildum hafa slík-
ar sögur verið algengar fyrir vestan haf. Það er því hugsan-
legt, að sagan hafi borizt þaðan, hvort sem það hefur verið
munnlega eða e.t.v. með ensku sagnariti.2
í Laxdælu segir: „Bolli átti stóðhross þau, er bezt váru
kQlluð; hestrinn var mikill ok vænn ok hafði aldregi brugð-
izk at vígi; hann var hvitr at lit ok rauð eyrun ok topprinn.
Þar fylgðu þrjú merhryssi með sama lit sem hestrinn.“ 3
G. Turville-Petre hefur bent á, að þessir hestar séu af sama
lit og álfakýr, sem lýst er í írsku sögunni Táin bó Fraích.4
Svipaðir hestar koma fyrir í Heiðarvíga sögu: „hestar tveir
hvítir, ok svQrt eyru á hvárumtveggja.“ 5 Einriig í Adonías
sögu með nokkrum tilbrigðum: „hesturenn hafdi svort eyrv
og augv tagl og topp. enn allur var hann annars stadar snio-
hvitur,“ „sa hestur var suartur sem hrafn. enn eyrun hvit
sem sniór,“ „hesti . . . hann var sniöhuitur vtan eyru og
tagl. þat var huortveggia suart sem hrafn.“ 6
Aðrir óvenjulegir litir á hestum koma fyrir í þýddum rit-
um, þannig í Karlamagnús sögu og í Valvers þætti.7 En litir
svipaðir eða eins og þeir, sem hér hafa verið raktir, koma
fyrir í erlendum ritum. Þannig koma fyrir í Wigalois hestar
með blóðrautt fax og hestur, sem er hvítur sem svanur og
hefur rautt eyra, en hann gefur kona Wigalois. 1 Le Lai de
l’Espine kemur fyrir hvítur hestur með rauð eyru, en sá
strengleikur er ekki meðal þeirra, sem geymdir eru á nor-
rænu. 1 Partonopeus de Blois fær hetjan að gjöf frá konu
1 Halldór Hermannsson 1920, 3.
2 Ef Sturla Þórðarson hefur skrifað Hákonar sögu á undan Land-
námugerð sinni, sem vel getur verið, og ef hann hefur hætt þessu inn í
Landnému, gæti það verið leiðin. Lesháttur í Þórðarbók getur þó bent til
þess, að nafnskýringin hafi verið í Melabók, SkarSsúrbók 1958, 180.
3 Laxdœla saga 1934, 135.
4 G. Turville-Petre 1953, 248.
5 HeiSarvíga saga 1938, 272.
6 Adonias saga 1963, 123, 147, 201.
7 Karlamagnus saga 1860, 426, Valvers þáttr 1872, 58.