Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 65
63
En í Hauksbókartexta segir: „þa aðv þeir skamt fra Stocka
loðv.“ 1 2 Athuga má, að í Landnámu í Sturlubók er getið
„Þordar at Stokkahlaudum," sem var reyndar faðir Þórarins,
en í Hauksbók segir „Þorðar at Stocka loðv,“ og notar Hauk-
ur þar sömu mynd nafnsins og í Fóstbræðra sögu.* 1 Fóst-
bræðra sögu er þess ekki getið, hvaðan Þórarinn var. En af
honum er sérstakur þáttur, sem er geymdur með Ljósvetn-
inga sögu, og þar er sagt, að hann bjó að Stokkahlöðum í
Eyjafirði.3 Björn Sigfússon álítur þáttinn ungan, e. t. v. sam-
inn á 14. öld.4 Það er því óvíst, að Haukur hafi þekkt hann.
En Þórarinn ofsi var fimmti maður frá Helga magra.5 Hann
var því skyldur Hauki, en Haukur rekur ætt sína sérstaklega
frá Hámundi, sem átti dóttur Helga magra.6 Jón Jóhannes-
son bendir á, að Haukur víki viðast hvar lítið frá Sturlu-
bók í Norðlendingafjórðungi, nema þar sem sagt er frá Helga
magra og ætt hans. Jón Jóhannesson álítur, að Haukur hafi
þar stuðzt við glatað rit.7 Svo hefur e. t. v. einnig verið í
þessu tilviki.
I Hauksbók er kafli um nöfn stundanna.8 Um hann segir
Finnur Jónsson: „Dette lille stykke genfindes i og gár umid-
delbart tilbage til kap. 63 i Skáldskaparmál . . . og stemmer
nærmest med codex Upsaliensis." 9 1 Hauksbókartexta Heið-
reks sögu eru nefndir úlfar, Skalli og Hatti.10 f Codex Up-
saliensis eða Uppsala Eddu er nefndur Hatti, en annars
Hati.11 Uppsala Edda er talin vera frá því um 1300 og Jón
Helgason getur þess til, að hún kunni að vera skrifuð í Reyk-
1 FóstbrœSra saga 1925-27, 126.
2 Landnámabók 1900, 197, 80.
3 Ljósvetninga saga 1940, 143.
4 Ljósvetninga saga 1940, lvii.
5 Ljósvetninga saga 1940, II. ættskrá.
6 Landnámabók 1900, 74, 72.
7 Jón Jóhannesson 1941, 195-196.
8 Hauksbók 1892-96, 502.
9 Hauksbók 1892-96, cxxxiv.
10 HeiSreks saga 1924, 68.
II Edda Snorra Sturlusonar I 1848, 58. Hatti er einnig í Svefneyja-
bók, sem hefur texta skyldan þeim, sem er í Uppsalabók.