Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 108
106
Sagnir af Brjánsbardaga hafa einmitt verið líklegar til að
ganga mjög í nýlendum norrænna manna fyrir vestan haf
og hafa greiðlega getað tengzt keltneskmn sagnaatriðum á
þeim slóðum. Einkum eru Darraðarljóð merkileg. Njála stað-
setur þau á Katanesi.1 Heimild, að vísu ekki óyggjandi, er
um, að þau hafi verið þekkt í Orkneyjum á 18. öld.2
Loks skal litið á tvö dæmi í viðbót. 1 Landnámu segir, í
Sturlubókartexta: „EN Hiorleif rak vestr fyri land ok fek
hann vatn fatt þa toku þrælarnir irsku þat rad at knoda
saman miol ok smior ok kaulludu þat oþostlatt. þeir nefndu
þat miNþak. EN er þat var tilbuit kom regn mikit. ok toku
þeir þa vatn æ tiolldum EN er miNþakit tok at mygla
kaustudu þeir þvi fyrir bord og rak þat æ land þar sem nu
heiter MiNþakseyr.“ 3 Vitað er, að minþak er úr ír. mena-
dach, og er rétt þýtt í Landnámu.4 Ömefnið Minþakseyrr
kemur fyrir víðar en í Landnámu. Þessa sögu má skýra á
a. m. k. þrjá vegu. Sagan hefur geymzt tengd örnefninu,
þótt tilurð þess hafi e. t. v. ekki verið alveg hin sama og
Landnáma segir. Slíkt væri þó furðu löng og nákvæm
geymd. Annar möguleiki er, að þetta sé skýringarsaga, en
þær em algengar á ömefnum. En þá hefur sá, sem hana bjó
til, kunnað gelísku eða írsku. Loks getur verið, að minþak
hafi verið til sem tökuorð í islenzku í fornu máli. Þá getur
þetta enn verið skýringarsaga á örnefninu, en þar eð hún
er tengd írskum þrælum, hefur sá, sem hana bjó til, haft
einhverja hugmynd um uppruna orðsins. Þetta sýnir, hversu
erfitt er að komast að uppruna þessarar sögu.
1 Orkneyinga sögu segir frá því, að Sigurður Eysteinsson
Orkneyjajarl, sem þá hafði ásamt Þorsteini rauð lagt undir
sig hluta Skotlands, og Melbrikta tönn, Skotajarl, mæla sér
1 Brennu-Njáls saga 1954, 454.
2 Einar Öl. Sveinsson 1962, 356.
3 Landnámabók 1900, 132.
4 „menadach . . . gruel made of meal and -water (or occas. butter);
a common diet for penitents," Contribuíions to a Dictionary of the lrish
Language M 19)9, 99.