Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 23
21
bókar ber það með sér, að til grundvallar hefur verið lagður
texti Sturlubókar eða annar svipaður, en hefur verið fleyg-
aður innskotum. Jón Jóhannesson er í engum vafa um, að
Melabók og Sturlubók hafa staðið mjög nærri texta Styrmis-
bókar í þessum kafla, en Haukur hafi aukið hann mjög.1
Jón Jóhannesson virðist álíta, að Haukur hafi aukið þennan
kafla eftir munnmælum.2 Jón Helgason tekur það upp eftir
Jóni Jóhannessyni, en bætir við, að þetta kunni að vera tek-
ið eftir glötuðum þætti.3
Um afstöðu Kjalnesinga sögu og Landnámu hafa skoðanir
verið skiptar. Finnur Jónsson segir: „Höfundurinn hefir not-
að eitthvert Landnámuhandrit og tekið úr því nafn Helga
bjólu til að byrja með og segir frá örlygi og Pátreki byskupi
eftir þeirri bók, en breytir til eftir eigin geðþótta og býr til
nýja menn og tengdir, sem aldrei hafa átt sér stað: lætur
t. d. Helga vera giftan dóttur Ingólfs landnámsmanns og
eiga við henni 2 sonu; alt þetta er tilbúningur. Hann hefir
þekt fleiri rit eða heyrt úr þeim; hann nefnir Konofogor kon-
ung á írlandi; svo nefnist smá-konungur einn í Öláfs sögu
helga, er Eyvindr úrarhorn barðist við. Þaðan er nafnið
komið inn í Kjalnesingasögu. Hér þarf ekki vitnanna við.“ 4
Þessa skoðun tekur Posthumus upp.5
Jón Jóhannesson segir: „Af Kjalnesinga s. má sjá, að
munnmælasagnir hafa lifað mjög lengi um örlyg, enda
studdust þær við gripina, er gcymzt höfðu frá dögum
hans.“ 6 Jóhannes Halldórsson tekur í sama streng: „Saman-
burður við Landnámu leiðir í ljós, að henni og Kjalnesinga
sögu er svo fátt sameiginlegt, að engin ástæða er til að ætla
af þeim sökum, að höfundur Kjalnesinga sögu hafi þekkt
Landnámu. Nöfn Helga bjólu og örlygs hins gamla og bú-
1 Jón Jóhannesson 1941, 186-187.
2 Jón Jóhannesson 1941, 187.
3 Fortœllinger fra Landnámabók án ártals, 105.
4 Finnur Jónsson 1898, 32.
5 Kjalnesinga saga 1911, xvii-xviii.
6 Jón Jóhannesson 1941, 187.