Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 95
93
verið að leikum í Kollafirði hlaupa að honum tveir menn:
„Kolfiðr varðist með lurkinum ok barði vápnin fyrir þeim;
varð þeim hann torsóttari en þeir hugðu,“ Kjaln. 20. Kol-
finnur bar sigurorð af þeim báðum. Þessi frásögn minnir
nokkuð á það, þegar Cú Chulainn fór fyrst ungur að heim-
an til hirðar Conchobars í Emain Macha. Hann tók skjöld
og stöng eða leikfangaspjót, knatttré og knött. Hann kastaði
stönginni á undan sér og náði henni áður en hún féll til jarð-
ar. Þegar hann kom til leikanna réðust leiksveinar á hann,
en Cú Chulainn barði þá og bar af þeim sigurorð.1
1 báðum þessum sögum er frammistaðan óvænt, Kolfinn-
ur er kolbitur, en Cú Chulainn er aðeins fimm ára. Þvi má
einnig bæta við, að báðir fara síðan til fundar við móður-
bræður sína, Kolfinnur fer til fundar við Korpúlf, en Cú Chu-
lainn hittir Conchobar. En móðurbróðir til fulltingis er þekkt
atriði í sögum, sjá 2.30. Með þessum sögum eru því nokkur
likindi, báðir fara í fyrsta sinn til leika, hafa stöng á leið-
inni og berjast. Iþrótt Cú Chulainns með stöngina er eðli-
leg í írskum sögum.2 En hlaup Kolfinns er ekki einstætt, sjá
2.28., og er vafalítið hugsað sem einhvers konar stangarstökk,
enda eru sjö ár á leiðinni frá Elliðavatni í Kollafjörð.
Þær tvær írsku sögur, bardagi föður og sonar og för til
leika, sem hér hafa verið bomar saman við Kjalnesinga sögu,
fjalla um Cú Chulainn. E. t. v. má hugsa sér, að samsvarandi
sögur í Kjalnesinga sögu hafi einnig verið sagðar um sömu
persónu. Búi og Kolfinnur eru, eins og J.A.H. Posthumus
segir, „gelijksoortige figuren.“ 3 Ef svo er, er það ábending
um upprunann.4
1 Rudolf Thurneysen 1921, 130.
2 Þegar sonur Ilia í rússnesku sögunni heldur til fundar viS hann,
áður en þeir berjast, fer hann riðandi: “The hero throws his club up as far
as the clouds, and as it falls down he seizes it with his white hands and
does not allow it to fall on the damp earth,” lan de Vries 1963, 120. Ef
til vill má setja þetta í samband við það, sem hér hefur verið rakið.
3 Kjalnesinga saga 1911, xxviii.
4 Samkvæmt James Carney 1955, 279, deyr Cú Chulainn um það bil
27 ára. Búi varð jafngamall, sjá 2.13. En aldur Búa er rökstuddur af sög-
unni, og þessi samsvörun er án efa tilviljun.