Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 28
26
Islandsferð örlygs. Ástæður eru nefndar í öllum ritum,
en ekki hinar sömu. I Kjalnesinga sögu segir, að örlygur
yrði fyrir konungs reiði. Þetta er algeng skýring á því, að
menn fari til fslands, sjá 2.3. Patrekur biskup er hafður með
í ráðum í öllum ritum, en Kjalnesinga saga, Ólafs saga og
Hauksbók hafa „Patrek biskup.“ f Kjalnesinga sögu og Ólafs
sögu er bein ræða og líkindi efnislega í enda þessa kafla.
Kjaln. Sturlub.
byskup let hann hafa med ser
kirkiuvid ok iarnkluku ok plenari-
um ok molld vigda. er hann skyllde
leggia vnder hornstafina.
Hauksb.
byskvp feck hanvm kirkiv við ok
bað hann hafa með ser ok plenari-
um ok iarnklockv ok gvllpening ok
molld vigða at hann skylldi leGia
vndir hornnstafi ok hafa þat fyri
vixlv ok skylldi hann hcelga Kol-
vmkilla.
Á þessum stað hefur Ólafs saga ekkert samsvarandi, en
það er aftar, í 12.a. Patrekur biskup fær örlygi ýmsa hluti.
í Kjalnesinga sögu vígða mold, plenarium og jámklukku
(vígða), í Sturlubók og Ólafs sögu auk þess kirkjuvið, í
Hauksbók enn fremur gullpening. Kjalnesinga sögu, Land-
námugerðum og Ólafs sögu ber saman um, að hann skyldi
setja hina vígðu mold undir hornstafina, en í Kjalnesinga
sögu og Ólafs sögu er orðalagslíking, „undir homstafi kirkj-
unnar.“ Athugandi er hér, að Landnámugerðiraar nefna
kirkjuviðinn fyrst, Ólafs saga einnig kirkjuna, en síðan hina
vígðu mold, sem leggja skyldi undir hornstafina. í Kjalnes-
inga sögu segir: „þat er vígð mold, at þú látir undir horn-
stafi kirkjunnar.“ Þó hefur engin kirkja verið nefnd fyrr
né heldur kirkjuviður. Þetta getur bent til þess, að kirkju-
viður hafi verið nefndur í heimild höfundar Kjalnesinga
sögu, en hann hafi sleppt honum.1 Ef til vill er það með
9. at þú hafir þrjá hluti: þat er
vigð mold, at þú látir undir horn-
stafi kirkjunnar, ok plenarium ok
járnklukku vígða.
Ö.T.
1 Svipað dæmi nefnir Einar Öl. Sveinsson úr Eyrbyggju: „þá er Ei-