Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 76
74
Hauksbók: „Madr het Kalman sudreyskr.“ 1 Jón Jóhannes-
son bendir á, að greinin um Kalman í kaflanum um Ásólf
sé tekin úr síðari kaflanum, þar sem hans er getið, og hann
gerir ráð fyrir því, að breytingin suðureyskur í írskur stafi
frá Hauki.2
I Sturlubók Landnámu segir: „hann hafdi verit i vestr
viking ok haft (or) vestr viking þræla irska.“ Fyrir „(or)
vestr viking“ hefur Hauksbók „af Irlandi.“ 3
í Hauksbókartexta Landnámu er þessi viðbót í ættartölu:
„Baugr var s(vn) Rauds Kiallakss(vnar) Kiarvalss(vnar)
Ira konungs.“ 4 5 6 Sbr. hér á eftir um Kjarval.
1 Sturlubók Landnámu segir: „Hilldir ok Hallgeir ok Liót
syster þeira voru kynniud af Vestrlaundum.“ Melabók seg-
ir: „vestr menn.“ Haukur hefur breytt þessu: „Hillder ok
Hallgeirr ok Liót syster þeira voru irsk.“ r> Jón Jóhannesson
ber þetta saman við það, sem segir um Kalman í Hauksbók,
sjá hér að framan.(;
Um Helga magra segir í Sturlubók: „hann var fæddr aa
IRlandi.“ 7 I Ólafs sögu Tryggvasonar segir: „hann fæddiz
upp æ Irlandi.“ 8 Þetta tvítekur Haukur með stuttu milli-
bili: „hann var siðan fostraðr a Irlandi,“ og „Hœlgi fœddiz
vpp a Irlandi.“ 9 Jón Jóhannesson telur, að ástæðan til þessa
sé sú, að Haukur fari hér eftir tveimur ritum.10 Þó virðist
Hauki hafa orðið þetta all hugstætt.
í Sturlubók segir: „hans leysingi var Steinraudr f(adir)
Melpatrix af IRlandi.“ Hauksbókartexti segir: „Steinrodr
Melpatrex svn gofugs manns af Irlandi hann var leys-
1 Landnámabók 1900, 142, 17.
2 Jón Jóhannesson 1941, 189.
3 iMndnámabók 1900, 166, 42.
4 Landnámabók 1900, 107.
5 Landnámabók 1900, 220, 237, 109.
6 Jón Jóhannesson 1941, 181, 189.
7 Landnámabók 1900, 193.
8 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta / 1958, 274.
9 Landnámabók 1900, 72.
10 Jón Jóhannesson 1941, 196.