Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 46
44
Menn hafa getið þess til, að sagnir um landnám örlygs
hafi lifað lengi í sambandi við gripi frá dögum hans, sjá 3.1.
Á sama hátt mætti ætla, að sagnir um hofið hafi lifað í sam-
bandi við þvertrén „í skálanum at Hofi, er verit höfðu í hof-
inu, þá er Óláfr Jónsson lét bregða; lét hann þá öll kljúfa í
sundr ok váru þá enn alldigr,“ Kjaln. 8. Höfundur gætir
þess einmitt, að láta nokkuð af viðnum úr hofinu bjargast í
hofbrunanum, Kjaln. 13. Vegna bæjamafnsins hafa menn
án efa hugsað sér, að hof hafi verið á Hofi. En þó hefur höf-
undur leitað fyrirmynda í ritum, enda er hætt við að slíkar
sagnir hafi verið lítið meira en nafnið tómt.
3.3. 13.1. og 3.2. hefur verið reynt að rekja nokkur atriði
í sambandi við vinnuaðferðir höfundar Kjalnesinga sögu.
Það verður varla komizt hjá því að álíta, að hann hafi notað
Landnámuhandrit. Þó hefur hann farið mjög frjálslega með
þá heimild. Hann hefur einnig notað Eyrbyggju og Alex-
anders sögu. Ýmis önnur rit koma einnig til álita.
BÓKANOTKUN
4.0. 1 framhaldi af því, sem rakið er í 3.1. og 3.2., skal
hér athuguð nokkru nánar bókaþekking höfundar, og er þá
eins og áður víða stuðzt við athuganir þeirra, sem hafa áður
skrifað um söguna. Við þessa athugun ber sérstaklega að
hafa í huga, að í 3.1. og 3.2. kemur fram, að höfundur not-
ar heimildir og einnig, hvernig hann fer með þær, stundum
frjálslega, en stundum nákvæmlega. 1 2.1.-2.50. sést einnig,
að hann er mjög bundinn almennum fyrirmyndum.
Hér verður reynt að gera þetta á dálítið breiðari grund-
velli. Bókaþekking og bókanotkun höfundar Kjalnesinga
sögu verður jafnóðum borin saman við þá bókaþekkingu og
bókanotkun, sem kemur fram í uppskriftum í Hauksbók, í
þeim köflum, sem Haukur Erlendsson hefur skrifað.1 Höf-
1 Hauksbók 1960, v, x.