Studia Islandica - 01.06.1967, Page 46

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 46
44 Menn hafa getið þess til, að sagnir um landnám örlygs hafi lifað lengi í sambandi við gripi frá dögum hans, sjá 3.1. Á sama hátt mætti ætla, að sagnir um hofið hafi lifað í sam- bandi við þvertrén „í skálanum at Hofi, er verit höfðu í hof- inu, þá er Óláfr Jónsson lét bregða; lét hann þá öll kljúfa í sundr ok váru þá enn alldigr,“ Kjaln. 8. Höfundur gætir þess einmitt, að láta nokkuð af viðnum úr hofinu bjargast í hofbrunanum, Kjaln. 13. Vegna bæjamafnsins hafa menn án efa hugsað sér, að hof hafi verið á Hofi. En þó hefur höf- undur leitað fyrirmynda í ritum, enda er hætt við að slíkar sagnir hafi verið lítið meira en nafnið tómt. 3.3. 13.1. og 3.2. hefur verið reynt að rekja nokkur atriði í sambandi við vinnuaðferðir höfundar Kjalnesinga sögu. Það verður varla komizt hjá því að álíta, að hann hafi notað Landnámuhandrit. Þó hefur hann farið mjög frjálslega með þá heimild. Hann hefur einnig notað Eyrbyggju og Alex- anders sögu. Ýmis önnur rit koma einnig til álita. BÓKANOTKUN 4.0. 1 framhaldi af því, sem rakið er í 3.1. og 3.2., skal hér athuguð nokkru nánar bókaþekking höfundar, og er þá eins og áður víða stuðzt við athuganir þeirra, sem hafa áður skrifað um söguna. Við þessa athugun ber sérstaklega að hafa í huga, að í 3.1. og 3.2. kemur fram, að höfundur not- ar heimildir og einnig, hvernig hann fer með þær, stundum frjálslega, en stundum nákvæmlega. 1 2.1.-2.50. sést einnig, að hann er mjög bundinn almennum fyrirmyndum. Hér verður reynt að gera þetta á dálítið breiðari grund- velli. Bókaþekking og bókanotkun höfundar Kjalnesinga sögu verður jafnóðum borin saman við þá bókaþekkingu og bókanotkun, sem kemur fram í uppskriftum í Hauksbók, í þeim köflum, sem Haukur Erlendsson hefur skrifað.1 Höf- 1 Hauksbók 1960, v, x.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.