Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 62
60
4.13. Járnsíða. Finnur Jónsson benti á, að orðið kennsla-
mál, Kjaln. 7, væri komið úr Járnsíðu.1 Orðið kemur ekki
fyrir í fleiri ritum á Islandi svo vitað sé. 1 Járnsíðu er það
komið úr Landslögum Magnúsar lagabætis. Jámsíða var í
gildi hér á landi árin 1271-1281.
Eins og Jóhannes Halldórsson bendir á, stendur kennslu-
mál í handritum Kjalnesinga sögu.2 I Járnsíðu stendur einn-
ig kennslumál.3 Leiðréttingin í kennslamál er gerð eftir
Landslögum Magnúsar lagabætis.4 Kjalnesinga sögu og
Járnsíðu ber því saman. I Kjalnesinga sögu kemur orðið
fyrir, þar sem talað er um stallahringinn í hofinu: „þar at
skyldu allir menn eiða sverja um kennslamál öll,“ Kjaln. 7.
1 Járnsíðu kemur það fyrir í kaflanum um eiða. Þar er talað
um að láta eiða niður falla “oc þa æina uppi lata sem log-
bækr vatta, en þat ero dul æiðar, oc um kenzlu mal þau, sem
æige ero logleg vitne til.“ 5
4.14. Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar. 1 Kjal-
nesinga sögu segir: „stefndi Þorsteinn Búa um rangan átrún-
að til Kjalarnessþings,“ Kjaln. 10. Þetta ber J. Á. H. Post-
humus saman við Kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar, en
þar segir: „þeir oc sem tælia eða fremia rangan atrunað fyrir
monnom.“ 6 Þessi kristinréttur var að mestu lögtekinn fyrir
Skálholtsbiskupsdæmi á alþingi 1275, en kristinréttm- hinn
forni gilti í Hólabiskupsdæmi til 1354.7 Það er hugsanlegt,
að höfundur Kjalnesinga sögu hafi fengið þetta hugtak úr
1 Finnur Jónsson 1898, 34.
2 Kjalnesinga saga 1959, 7, Kjalnesinga saga 1911, 7.
3 StaSarhólsbók 1936, f. 99 r a21. Sami lesháttur, kenslu mal, er í
AM 125 A 4to, pappirshandriti frá því um 1600, sem er talið ritað eftir
handriti, sem á var önnur gerð Járnsíðu en sú, sem er í Staðarhólsbók,
Grágás, Skálholtsbók 1883, xii-xiii, 470.
4 Norges gamle Love II1848, 70. 1 Kjalnesinga saga 1959, 7 nm., er
tekin upp setning úr þessu riti, en tilvitnunin er þar ógreinileg, svo að
setningin virðist vera úr Jámsiðu.
5 Járnsida eSr Hákonarbók 1847, 57-58, shr. Norges gamle Love I
1846, 276.
6 Kjalnesinga saga 1911, xxvi, Norges gamle Love V 1895, 29. Þetta
hugtak kemur fyrir í norskum kristinrétti, Norges gamle Love V 1895, 83.
7 Jón Jóhannesson 1958, 109-110.