Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 55
53
valldi.“ 1 En í Hauksbókartexta stendur: „Þeir komv við
Orkneyiar. Þa var Þorfinnr iall ok Brvsi iall broðir hans bvin
i herferð til Sko [t] landz, ok selr þa Þorgeirr skipit ok ræz i
lið með Brvsa iarli.“ ... „Með Brvsa iarli var þa Rognvalldr
svn hans, ok var Þorgeirr með hanvm.“ 2 Hér hefur Haukur
vafalaust breytt. Frá Brúsa og Þorfinni segir í Orkneyinga
sögu og Ólafs sögu helga.3 1 þeim ritmn er ekki sagt frá
neinum slíkum leiðangri, svo að þetta er sennilega ágizkun
Hauks. Þó er e. t. v. hugsanlegt, að eitthvað slíkt hafi staðið
í Orkneyinga sögu. Nokkrir kaflar í Orltneyinga sögu, frá
upphafi 14. kafla til loka 21. kafla, þar sem sagt er frá þess-
um mönnum, eru glataðir, en samsvarandi kaflar úr Ólafs
sögu helga í Heimskringlu hafa verið teknir upp í söguna.4
Einnig má nefna, að í Flateyjarbókartexta Fóstbræðra
sögu er sagt frá því, að Ólafur konungur vitraðist Grími
bónda: „madr kom at honum uænn ok tiguligr.“5 1 Hauks-
hókartexta segir: „madr kom at hanvm, venn ok merkiligr,
medal madr vexti, rid vaxinn ok herdi mikill.“ 6 Hér getur
verið um innskot að ræða hjá Hauki, og orðin minna á lýs-
ingu Ólafs helga í sögu hans: „meðalmaðr ok allþrekligr.“ 7
Síðara atriðið, og e. t. v. bæði, kunna að benda til þess, að
Haukur hafi þekkt Ólafs sögu. En Ólafur digri hefur að sjálf-
sögðu verið vel þekktur.8
4.5. Fóstbræðra saga. J. A. H. Posthmnus og Jóhannes
Halldórsson hafa bent á líkindi með Kjalnesinga sögu og
Fóstbræðra sögu.9 Jóhannes Halldórsson segir svo: „Einnig
má benda á allnána líkingu í 4. og 5. kap. Kjalnesinga sögu
1 FóstbrœÖra saga 1925-27, 96.
2 FóstbrœSra saga 1925-27, 96-97.
3 Orkneyinga saga 1965, t. d. 42, Heimskringla II1945, t. d. 173, Den
store saga om Olav den hellige 11941, t. d. 254.
4 SigurSur Nordal 1913, 39, Orkneyinga saga 1965, xxvii-xxix.
5 Flateyjarbok II1862, 223.
6 FóstbrœSra saga 1925-27, 197.
7 Heimskringla II 1945, 4, Den store saga om Olav den hellige I
1941, 34, einkum orðamun.
8 Sbr. t. d. Codex Frisianus 1871, 537.
9 Kjalnesinga saga 1911, xxvii, Kjalnesinga saga 1959, xii-xiii.