Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 58
56
anlegur í Eyrb. s. og hefur e. t. v. verið svo, er sagan var rituð.
Liggur því beinast við að ætla, að einliver hafi ort hann upp
og því hafi Haukur tekið þessa vísu, að hann hafi þótzt hafa
hana réttari en í sögunni. Þess eru fleiri dæmi, að vísur eða
vísupartar hafa verið ortir upp. Að öðru leyti er ótvíræður
skyldleiki á milli texta vísunnar í Hb. og Eyrb. s., einkum
Melabókar-hdr.“ 1 Melabókarhandritið er AM 445b 4to, Höf-
undur Kjalnesinga sögu og Haukur virðast því ekki aðeins
hafa þekkt Eyrbyggju heldur einnig svipaða textagerð.
4.8. Vatnsdæla saga. Finnur Jónsson benti á samsvörun
í hoflýsingunni í Vatnsdælu og í Kjalnesinga sögu, sjá 3.2.
J. A.H. Posthumus og Jóhannes Halldórsson hafa bent á
önnur líkindi með þessum sögum.2 Jóhannes Halldórsson
segir svo: „1 8. og 9. kap. Kjalnesinga sögu má finna líkingu
í efni og orðalagi við frásögn Vatnsdælu (19. kap.) af skipt-
um Una í Unadal og Odds, sonar hans, við Hrolleif hinn
mikla. Þorgerður telur eigi vænlegt fyrir Kolfinn „at skipta
höggum við Búa, við margkunnendi Esju, en harðfengi
hans“. 1 Vatnsdælu segir hins vegar, að „Oddr kvað eigi
hógligt við heljarmann þann, en við f jolkynngi móður hans“.
Svar þeirra Búa og Hrolleifs við ógnunum andstæðinga
sinna er harla svipað. Búi svarar Kolfinni: „— ek hefi verit
sjálfráði ferða minna hér til, ok svá ætla ek enn.“ Hrolleifur
svarar Oddi: hefi ek jafnan sjálfráði verit ferða minna,
ok svá mun enn.“ Esja gefur Búa skyrtu, sem vopn bíta ekki
á, en Hrolleifur fær kyrtil sömu náttúru frá móður sinni.“ 3
Höfundur Kjalnesinga sögu kann því að hafa þekkt Vatns-
dælu.
Jakob Benediktsson bendir á, að Haukur hafi þekkt Vatns-
dælu.4 Meginröksemdin fyrir því er sú, að í Sturlubók segir:
„þeira synir voru þeir VlfhedeN er þeir Þiostolfr vogu,“ en
1 Jón Jóhannesson 1941, 148, sbr. Den norsk-islandske Skjaldedigt-
ning A 11912, 113.
2 Iíjalnesinga saga 1911, xxviii, Kjalnesinga saga 1959, xii.
3 Kjalnesinga saga 1959, xii.
4 1slendingabók og Landnámabók óútkomin, lxxvii.