Studia Islandica - 01.06.1967, Page 58

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 58
56 anlegur í Eyrb. s. og hefur e. t. v. verið svo, er sagan var rituð. Liggur því beinast við að ætla, að einliver hafi ort hann upp og því hafi Haukur tekið þessa vísu, að hann hafi þótzt hafa hana réttari en í sögunni. Þess eru fleiri dæmi, að vísur eða vísupartar hafa verið ortir upp. Að öðru leyti er ótvíræður skyldleiki á milli texta vísunnar í Hb. og Eyrb. s., einkum Melabókar-hdr.“ 1 Melabókarhandritið er AM 445b 4to, Höf- undur Kjalnesinga sögu og Haukur virðast því ekki aðeins hafa þekkt Eyrbyggju heldur einnig svipaða textagerð. 4.8. Vatnsdæla saga. Finnur Jónsson benti á samsvörun í hoflýsingunni í Vatnsdælu og í Kjalnesinga sögu, sjá 3.2. J. A.H. Posthumus og Jóhannes Halldórsson hafa bent á önnur líkindi með þessum sögum.2 Jóhannes Halldórsson segir svo: „1 8. og 9. kap. Kjalnesinga sögu má finna líkingu í efni og orðalagi við frásögn Vatnsdælu (19. kap.) af skipt- um Una í Unadal og Odds, sonar hans, við Hrolleif hinn mikla. Þorgerður telur eigi vænlegt fyrir Kolfinn „at skipta höggum við Búa, við margkunnendi Esju, en harðfengi hans“. 1 Vatnsdælu segir hins vegar, að „Oddr kvað eigi hógligt við heljarmann þann, en við f jolkynngi móður hans“. Svar þeirra Búa og Hrolleifs við ógnunum andstæðinga sinna er harla svipað. Búi svarar Kolfinni: „— ek hefi verit sjálfráði ferða minna hér til, ok svá ætla ek enn.“ Hrolleifur svarar Oddi: hefi ek jafnan sjálfráði verit ferða minna, ok svá mun enn.“ Esja gefur Búa skyrtu, sem vopn bíta ekki á, en Hrolleifur fær kyrtil sömu náttúru frá móður sinni.“ 3 Höfundur Kjalnesinga sögu kann því að hafa þekkt Vatns- dælu. Jakob Benediktsson bendir á, að Haukur hafi þekkt Vatns- dælu.4 Meginröksemdin fyrir því er sú, að í Sturlubók segir: „þeira synir voru þeir VlfhedeN er þeir Þiostolfr vogu,“ en 1 Jón Jóhannesson 1941, 148, sbr. Den norsk-islandske Skjaldedigt- ning A 11912, 113. 2 Iíjalnesinga saga 1911, xxviii, Kjalnesinga saga 1959, xii. 3 Kjalnesinga saga 1959, xii. 4 1slendingabók og Landnámabók óútkomin, lxxvii.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.