Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 111
109
ur skeggi, nam land milli tJlfarsár og Leiruvogs og bjó að
Skeggjastöðum. Svartkell, samkvæmt Sturlubók katneskur
maður, nam land fyrir innan Mýdalsá „ok millim“ Eilífs-
dalsár og bjó að Kiðjafelli fyrst, en síðan á Eyri. Ávangur,
maður irskur, bjó í Botni. Þormóður hinn gamli og Ketill
Bresasynir, sem komu frá írlandi og voru írskir, námu Akra-
nes allt á milli Urriðaár og Kalmansár. Kalman var írskur
og bjó fyrst á Katanesi. Loks nam Bekan land inn frá Berja-
dalsá til Urriðaár og bjó að Bekansstöðum í landnámi Ketils.1
Þetta eru þeir vestrænu landnámsmenn, sem Landnáma
skýrir frá. Frásagnir Landnámu fá nokkurn stuðning af
nöfnunum Bresi, Kalman og Bekan.2 Ennfremur af örnefn-
unum Irafell og Katanes, sem koma fyrir á þessum slóðum.
Það má gera ráð fyrir, að landnámsmenn hafi að einhverju
leyti flutt með sér örnefni úr heimahögum sínum. Saman-
burður við örnefni í Suðureyjum er þó erfiður, því að íbúar
þar tóku upp gelíska tungu. Samt eru þar mörg norræn ör-
nefni í gelískri mynd. Hermann Pálsson hefur bent á, að í
Ljóðhúsum sé Esjufjall og þar skammt frá Kjós, eins og á
íslandi. Hann nefnir einnig, að í Kjós sé Laxá og bendir á,
að flestar víkur og vogar beri norræn heiti og nefnir þar á
meðal Sandvík og Leirvog.3 Má líta nánar á þetta. Á austan-
verðum Ljóðhúsum eða Lewis, sem er stærsta eyjan í Suður-
eyjum, koma m. a. fyrir þessi örnefni talið frá norðri til suð-
urs og er um 20 km loftlína milli hins nyrzta og syðsta:
Garðabólstaðr, Akrnes, Melbólstaðr, Sandvík, Leiruvágr og
áin Leira, Kjóss og Laxá, Esjufjall.4 Þessi örnefni má bera
saman við örnefni á svæðinu frá Akranesi til Kjalarness og
er einnig um 20 km loftlína milli hins nyrzta og syðsta:
Leirárvogur og Leirá, Melar, Akranes, Garðar, Kjós og Laxá,
Esja, Sandvík, Leiruvogur og Leirvogsá.5 Þessi örnefni eru
1 Landnámabók 1900, 10-15, 134—137.
2 Hermann Pálsson 1960(a), 61, 67, 116.
3 Hermann Pálsson 1955, 14.
4 Magne Oftedal 1954, kort á móti bls. 408.
5 Sandvík á Kjalarnesi er nefnd í Hauksbókartexta Landnámu, Land-
námabók 1900, 11.