Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 101
99
EXCURSUS n. UM KELTNESK ÁHRIF
9.0. I grein sinni um keltnesk atriði í íslenzkri geymd
hefur Einar Ól. Sveinsson greint að tvo flokka keltneskra
sagnaatriða eftir því, hvemig þau hafi borizt til Islands.
Annars vegar em þau atriði, sem hafa borizt óbeint með
fornfrönskum eða miðaldalatneskum bókmenntum. Hins
vegar em atriði, sem hafa borizt frá nýlendum norrænna
manna fyrir vestan haf eða með Keltum, sem settust að á
Islandi.1
Að sjálfsögðu er oft torvelt að greina þessa flokka að, og
má nefna hér þrjú dæmi um það.
Brynjubænir eru upprunnar á írlandi. Gearóid S. Mac
Eoin hefur rakið náin líkindi írskra og íslenzkra brynju-
bæna og gerir ráð fyrir, að þær hafi borizt frá írlandi eða
Skotlandi til íslands í munnlegri geymd.2 En Jakob Bene-
diktsson hefur síðar bent á, að í íslenzku handriti frá 16. öld
sé brynjubæn á latinu. Niðurstaða hans er sú, að brynju-
bænir hafi borizt til íslands á latínu, ef til vill frá Bret-
landseyjum.3
1 Landnámu segir: „Olvir Barnakarl het madr aagætr i
Noregi. hann var vikingr mikill. hann let eigi hennda baum
aa spióta oddumm sem þa var vikingum titt. þui var hann
barnakarl kalladr.“ 4 Halldór Hermannsson bendir á, að hið
sama komi fram í Friðþjófs sögu, en þar kveðst Friðþjófur í
kuflmannsgervi hafa heitið: „Helþjófr er ek henta smábörn-
um.“ 5 En þetta kemur fyrir á einum stað enn. I Hákonar
sögu Hákonarsonar segir í texta Codex Frisianus: „Um svm-
arit aðr komv bref vestan af Suðreyiom fra konvngom ok
kærðo þeir miog vm þann ofriþ er jarlinn af Ros ok Kiarnakr
son Makamals ok aðrir Skotar hofðo gert a Suðreyiom. þa
1 Einar Ól. Sveinsson 1959, 10-12, 12 og áfram, sjá einnig 23. Um
ævintýri, Einar Ól. Sveinsson 1929, lxii.
2 Gearáid S. Mac Eoin 1965, 143-154.
3 Jakob Benediktsson 1965, 695-696.
4 iMndnámabók 1900, 226, einnig 119.
5 Halldór Hermannsson 1920, 3.