Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 40
38
eru oft langir, en tiltölulega miklu mjórri, sjá 5.2. Slíkt hús
kann að hafa vakað fyrir höfundi Vatnsdælu. Höfundur
Kjalnesinga sögu hefur verið stórhuga, því að þetta hús er
um það bil 30 m á lengd og 15 m á breidd.* 1
Kjaln.
3. þar skyldu allir menn hoftoll
til leggja.
Hér er samsvörun við Eyrbyggju, en það kemur þar aftar
í lýsingunni, í 9.b.
Kjaln. Ó.T.
4. Þórr var þar mest tignaðr. ÞoR sat i miðíu ok var mest tign-
aðr.
Þetta minnir á það, sem segir í Ölafs sögu Tryggvason-
ar hinni mestu, sbr. einnig það, sem segir í Ólafs sögu
Tryggvasonar í Heimskringlu: „þá sat þar Þórr ok var mest
tígnaðr." Þess ber að gæta, að i Eyrbyggju er einnig um að
ræða hof Þórs, þótt það sé ekki sagt beinum orðum. Þórólfur
Mostrarskegg á Hofstöðum átti hofið og sonur hans var Þor-
steinn og í landnámi hans voru Þórsnes og Þórsá. Saman-
ber það, að í Kjalnesinga sögu á Þorgrímur á Hofi hofið og
sonur hans var Þorsteinn, sjá 5.4.
Eyrb.
4.a. váru dyrr á hliðvegginum ok nær
Qðrum endanum; þar fyrir innan
stóðu Qndvegissúlurnar, ok váru
þar í naglar; þeir hétu reginnagl-
ar; þar var allt friðarstaðr fyrir
innan.
Eyrb.
Innar af hofinu var hús í þá liking,
sem nú er sQnghús í kirkjum,
Kjaln.
5. Þar var gert af innar kringl-
ótt svá sem húfa væri; þat var allt
tjaldat ok gluggat.
hafi 14. aldar og Gl. kgl. saml. 1812 4to, frá 14. öld, AlfræSi islenzk II
1914-1916, 235, sjá einnig Magnús Már Lárusson 1954-1958, 105. En
þetta er miklu óvissara.
1 Hólakirkja, sem byggð var 1395, var þó um 49 m á lengd, um 11 m
á breidd, en þverkirkjan um 20 m á breidd og Skálholtskirkja var álika
stór, Magnús Már Lárusson 1960, 17.