Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 63
61
kristinrétti, þar eð hér er um lagalegt atriði að ræða í sög-
unni. Þó ber að athuga, að í Hómilíubók kemur fyrir „i atrvn-
aþi rængom.“ 1
4.15. Hér hafa verið talin nokkur rit, sem höfundur
Kjalnesinga sögu kann að hafa þekkt. Slíkar athuganir eru
þó vandkvæðum bundnar. Stundum er án efa um tilviljun
að ræða, eða þá að stuðzt er við glatað rit, e. t. v. sameigin-
lega heimild. Sá, sem tekur að láni, getur breytt af tilviljun
og oft vafalaust af ásettu ráði, þannig að samanburður verð-
ur óviss. Sennilega mætti tína til fleiri rit með svipuðmn
rökum, sbr. sumt það, sem rakið er í 2.1.-2.50. T. d. mætti
gizka á, að höfundur Kjalnesinga sögu hafi þekkt Eiríks sögu
rauða, sbr. 2.26. Það má einnig bera saman við Hauk, en
Eiríks saga er í Hauksbók, og Haukur rekur sjálfur ætt sína
frá Þorfinni karlsefni.2 Einnig má benda á allnokkur likindi
með Brandkrossa þætti, þegar Grímur leitar hellis Geitis
inn af Þrándheimi og dvelur þar veturlangt, og Kjalnesinga
sögu, sbr. 2.44.-2.46.3 Brandkrossa þáttur er talinn saminn
sem viðauki framan við Droplaugarsona sögu.4 Hugsanlegt
er, að Haukur hafi þekkt hana, og þá e. t. v. einnig viðauk-
ann, ef hann er svo gamall, sbr. viðbót hans í Landnámu um
Bersa: „er Bersa staðir erv (við) kendir,“ sbr. Droplaugar-
sona sögu: „Bersi hét maðr, er bjó á Bersastgðum." 5 Sbr.
einnig áhuga Hauks á skálanum í Krossavík, sjá 5.2., en
Krossavík kemur við sögu í Droplaugarsona sögu. Hér er
einnig sleppt að athuga þau rit, sem kunna að styðjast við
Kjalnesinga sögu. Þannig er t. d. um Sturlaugs sögu, en þar
koma fyrir ýmsar líkingar við Kjalnesinga sögu. Það er varla
tilviljun, að með þessum sögum eru einnig orðalagslíkingar.
1 Homiliu-bók 1872, 147.
2 Hauksbók 1892-96, 444.
3 Brandkrossa þáttr 1950, 187-189, Kjalnesinga saga 1959,28-33. Sbr.
t. d. orðalagslíkingu: „Þá spurði Þorsteinn, ef npkkur ornefni vissi hann,
þau er Geiti væri kennd við. Hann kvað heita Geitishamra," og „Hann
fréttist þá fyrir um örnefni; var honum þá sagt, hvar Dofrafjall var.“
4 AustfirSinga sogur 1950, lxxxii.
5 Landnámabók 1900, 88, Droplaugarsona saga 1950, 142.