Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 38
36
Þá hefur Sty. haft þrjú fjöll og H hefur farið eftir henni
á þessum stað, en tvö fjöll hafa staðið í S*. Þvi, sem segir í
13. lið, hefur þá verið sleppt í S2.
Þessi afstaða textanna gerir grein fyrir nánum líkindum
Sturlubókar og Ólafs sögu, líkindum Ólafs sögu og Kjalnes-
inga sögu, sérstökum líkindum Hauksbókar og Kjalnesinga
sögu, smávægilegum líkindum Ólafs sögu og Hauksbókar og
smávægilegum líkindum Melabókar og Ólafs sögu. Á það
verður þó að leggja áherzlu, að efnið er of takmarkað til þess,
að sæmilega örugg niðurstaða geti fengizt.
Það er þó ljóst, að höfundur Kjalnesinga sögu hefur farið
frjálslega með þessa heimild. Það kemur einkum fram í ætt-
rakningu.1 1 6, 16 og 16 a virðist þó vera hægt að finna
ástæður höfundar. Svipað kann einnig að vera ástatt um 4,
þar sem höfundur er að koma sér upp söguhetjum. Land-
námunotkun höfundar minnir á Landnámunotkun höfund-
ar Hrafnkels sögu, eins og hún er rakin af Sigurði Nordal.2
3.2. Um hoflýsinguna í Kjalnesinga sögu hefur Finnur
Jónsson ritað.3 Hann áleit lýsinguna vera lærðan samtíning
úr eldri ritum og fann fyrirmyndir höfundar í Eyrbyggju,
Vatnsdælu, Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu eða
Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, Hákonar sögu góða í
Heimskringlu og ef til vill einnig í skýringargrein við Adam
frá Rrimum. Auk þessa áleit Finnur Jónsson, að höfundur
Kjalnesinga sögu hefði haft einhverja hugmynd um eilífan
eld í rómverskum eða grískum hofum. Þeir, sem hafa síðar
1 Knut Liestol 1938, 182, segir: „Meðal áheyrendanna gátu og setið
ættingjar þeirra manna, sem sagan var um. Þeir myndu auðvitað hafa
risið upp til andmæla, ef sagnamaðurinn hefði farið skakkt með ætt-
fræðina." Margir af lesendum og áheyrendum Kjalnesinga sögu hljóta
að hafa þekkt og verið af ættum Helga bjólu, örlygs og Ingólfs. 1 hand-
ritum sögunnar hafa þessar ættir þó ekki verið leiðréttar. Höfundur fer
viðar óvarlega með ættfræði. Sagan endar þannig: „Frá Búa Andríðssyni
er komin mikil ætt,“ Kjaln. 44. Þetta er topos. En hér hefur höfundur
ekki reynt að gera sögu sina sennilega og hefur varla ætlazt til, að henni
væri trúað.
2 Sigurfiur Nordal 1940, 22.
3 Finnur Jónsson 1898, 31-36.