Studia Islandica - 01.06.1967, Page 38

Studia Islandica - 01.06.1967, Page 38
36 Þá hefur Sty. haft þrjú fjöll og H hefur farið eftir henni á þessum stað, en tvö fjöll hafa staðið í S*. Þvi, sem segir í 13. lið, hefur þá verið sleppt í S2. Þessi afstaða textanna gerir grein fyrir nánum líkindum Sturlubókar og Ólafs sögu, líkindum Ólafs sögu og Kjalnes- inga sögu, sérstökum líkindum Hauksbókar og Kjalnesinga sögu, smávægilegum líkindum Ólafs sögu og Hauksbókar og smávægilegum líkindum Melabókar og Ólafs sögu. Á það verður þó að leggja áherzlu, að efnið er of takmarkað til þess, að sæmilega örugg niðurstaða geti fengizt. Það er þó ljóst, að höfundur Kjalnesinga sögu hefur farið frjálslega með þessa heimild. Það kemur einkum fram í ætt- rakningu.1 1 6, 16 og 16 a virðist þó vera hægt að finna ástæður höfundar. Svipað kann einnig að vera ástatt um 4, þar sem höfundur er að koma sér upp söguhetjum. Land- námunotkun höfundar minnir á Landnámunotkun höfund- ar Hrafnkels sögu, eins og hún er rakin af Sigurði Nordal.2 3.2. Um hoflýsinguna í Kjalnesinga sögu hefur Finnur Jónsson ritað.3 Hann áleit lýsinguna vera lærðan samtíning úr eldri ritum og fann fyrirmyndir höfundar í Eyrbyggju, Vatnsdælu, Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu eða Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, Hákonar sögu góða í Heimskringlu og ef til vill einnig í skýringargrein við Adam frá Rrimum. Auk þessa áleit Finnur Jónsson, að höfundur Kjalnesinga sögu hefði haft einhverja hugmynd um eilífan eld í rómverskum eða grískum hofum. Þeir, sem hafa síðar 1 Knut Liestol 1938, 182, segir: „Meðal áheyrendanna gátu og setið ættingjar þeirra manna, sem sagan var um. Þeir myndu auðvitað hafa risið upp til andmæla, ef sagnamaðurinn hefði farið skakkt með ætt- fræðina." Margir af lesendum og áheyrendum Kjalnesinga sögu hljóta að hafa þekkt og verið af ættum Helga bjólu, örlygs og Ingólfs. 1 hand- ritum sögunnar hafa þessar ættir þó ekki verið leiðréttar. Höfundur fer viðar óvarlega með ættfræði. Sagan endar þannig: „Frá Búa Andríðssyni er komin mikil ætt,“ Kjaln. 44. Þetta er topos. En hér hefur höfundur ekki reynt að gera sögu sina sennilega og hefur varla ætlazt til, að henni væri trúað. 2 Sigurfiur Nordal 1940, 22. 3 Finnur Jónsson 1898, 31-36.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.