Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 47
45
undur Kjalnesinga sögu og Haukur Erlendsson kunna þann-
ig að varpa nokkru ljósi hvor á annan. Fyrirfram er slíkur
samanburður nokkurs áhuga verður, vegna þess sem ætla
má um ritunartíma og ritunarstað þessara tveggja rita.
Ritunartími Kjalnesinga sögu er samkvæmt niðurstöðu
Jóhannesar Halldórssonar fyrsti eða annar áratugur 14. ald-
ar, sjá 1.0.
Það, sem kallað er Hauksbók, eru handritin AM 371 4to,
AM 544 4to og AM 675 4to, og eru þau talin hlutar einnar
og sömu hókar. Hönd Hauks eða skrifara hans er á AM 371
4to og á AM 544 4to, að frátöldum þremur fremstu kverun-
um. Samkvæmt Stefáni Karlssyni hefur eitt blað, AM 544
4to, f. 34, sérstöðu. Á þessu blaði, sem hann kallar Hbl, er
þáttur um náttúrusteina með hendi Hauks og latnesk tíma-
talsþula, Cisiojanus, með annarri hendi. Þetta álítur Stefán
Karlsson skrifað 1302 eða heldur fyrr. Meginhluta Hauks-
bókar kallar Stefán Karlsson Hb2, og skiptir hann honum í
fernt. Hb2a er AM 371 4to, Landnámahók og Kristni saga,
Hb2b er AM 544 4to, f. 22-59, Trójumanna saga og Breta
sögur, Hb2c er AM 544 4to, f. 69-76, Hemings þáttur og
Heiðreks saga og Hb2d er 544 4to, f. 77—107, Fóstbræðra
saga, Algorismus, Eiríks saga rauða, Skálda saga, Af Upp-
lendinga konungum, Ragnarssona þáttur og Prognostica
temporum. Övíst er, hvort þessir hlutar eru skrifaðir í einni
lotu eða í þessari röð. Þennan hluta álítur Stefán Karlsson
skrifaðan á árunum 1302—1310, sennilega á árunum 1306—
1308, en á þeim árum mun Haukur Erlendsson hafa dvalizt
á íslandi. Flest eða öll þessi rit eru íslenzk og sex skrifarar,
sem liklega voru allir íslenzkir, hafa hlaupið undir bagga
með Hauki við að skrifa Hb2d. Hb3 er AM 544 4to, f. 60-68,
Viðræða æðru og hugrekki og líkams og sálar. Þennan hluta
álítur Stefán Karlsson ritaðan um eða eftir 1310.1 Sá hluti,
sem hér skiptir máli, er Hb2.
Ritunarstaður Kjalnesinga sögu er ókunnur, en höfundur
1 Stefán Karlsson 1964, 115-119.