Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 75
73
sögu er miðað við ríkisstjórnarár írsks konungs.1 Loks má
benda á, að höfundur hefur gefið sögu sinni írska umgerð,
írsk atriði eru nefnd bæði í upphafi og enda sögunnar. Höf-
undurinn hlýtur að hafa haft mikinn áhuga á Irum og því,
sem írskt var.
Svipuð atriði koma fram hjá Hauki. Um það segir Jón Jó-
hannesson: „Haukur virðist hafa haft sérstakan áhuga á
írskum mönnum.“ 2 Skulu nú rakin nokkur dæmi úr text-
um Hauks.
f fyrsta kafla Landnámu, þar sem ræðir um hluti þá, sem
fundust eftir Papa, hefur Haukur bætt við: „þat fanzt i Pap-
ey avstr ok i Papyli.“ 3 Jón Jóhannesson segir um þetta:
„sjálfsagt eftir munnmælum eða ályktun.“ 4 Annars staðar
er Papýli nefnt tvívegis í Hauksbókartexta.5 f Sturlubók er
hvorki nefnd Papey né Papýli.
Um kaflann um Ásólf alskik segir Jón Jóhannesson: „hon-
um hefur verið breytt mjög í Hb. og ýmsu efni aukið við.
Ætla ég vafalaust, að Haukur hafi gert það, en ekki Styrmir.
Efnið í Hb. virðist tínt saman úr ýmsum áttum.“ 6 Lærdóms-
ríkt er að líta á nokkrar setningar úr þessum þætti Hauks:
„Þormodr hinn gamli ok Ketill Bresasvnir foru af IRlandi
til Islandz. . . . þeir voru irskir. Kalman var ok irskr ...“
„Edna het dotter Ketils Bresas (vnar). hon var gift aa Irlanndi
þeim manni er Konall het. þeira svn var Asolfr Alskik er i
þann tima fór af Irlandi til Islandz.“ „siþan for Asolfr brott
þadann (ok) gerdi annan skála vestar vid adra aa. sv heiter
Irá þviat þeir voru irsker.“ 7 Hér má benda sérstaklega á, að
Kalman er talinn írskur. í Sturlubók er hans ekki getið á
þessum stað. Nokkru siðar er hans getið í Sturlubók: „Madr
het Kalmar sudr eyskr at ætt.“ Á þessum stað stendur í
1 Á þetta bendir Hermann Pálsson 1960(b), 236.
2 Jón Jóhannesson 1941, 189.
3 Landnámabók 1900, 3.
4 Jón Jóhannesson 1941, 177.
5 Landnámabók 1900, 98.
6 Jón Jóhannesson 1941, 189.
7 Landnámabók 1900, 13-14.