Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 53
51
Nú er óvíst, að Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta sé svo
gömul, að höfundur Kjalnesinga sögu og Haukur hafi notað
hana. Það, sem rakið er hér, getur þó bent til þess, eða til ein-
hverrar heimildar Ólafs sögu. Hugsanlegt er, að höfundur
Kjalnesinga sögu hafi notað Ólafs sögu Tryggvasonar í
Heimskringlu.
4.4. Ólafs saga helga. 1 Kjalnesinga sögu er tvívegis
nefndur Konofogor Irakonungur, Kjaln. 4 og 5. 1 handrit-
um sögunnar er ritað Konufögr, Konofogur og Konofogr.1
Finnur Jónsson og J. A. H. Posthumus álitu, að hann væri
tekinn að láni úr Ólafs sögu helga.2 3 Einar Ól. Sveinsson
hefur aftur á móti talið þetta citt af þeim atriðum, sem tengi
Kjalnesinga sögu við írskar sagnir.8 Jóhannes Halldórsson
hallast einnig að þeirri skoðun og segir: „Talið hefur verið,
að nafn Konofogors í Kjaln. s. sé komið frá Ólafs s. helga, en
ekki liggja nein rök til þess.“ 4 Jóhannes Halldórsson bendir
á, að Konofogor sé einnig nefndur í Orkneyinga sögu.5 Her-
mann Pálsson hallast að skoðun Finns Jónssonar og segir um
nafnið: „Það er ef til vill sótt til Ólafs sögu helga.“ 6
1 þessu sambandi þarf að athuga tvö önnur atriði.
1 Kjalnesinga sögu er nefndur Einar jarl Rögnvaldsson í
Orkneyjum, Kjaln. 27. Hann er viða nefndur. 1 Landnámu
í Sturlubók og Hauksbók bæði Torf-Einar og Einar.7 1 Lax-
dælu, Vatnsdælu og Njálu Torf-Einar.8 I Orkneyinga sögu
Torf-Einar og Einar.9 f Heimskringlu er hann nefndur í
Haralds sögu hárfagra, Einar og Torf-Einar.10 I Hákonar
sögu góða eru nefndir synir Torf-Einars og i Ólafs sögu helga
1 Kjalnesinga saga 1959, 4 nm.
2 Finnur Jónsson 1898, 32, Kjalnesinga saga 1911, xviii.
3 Einar Ól. Sveinsson 1959, 15.
4 Kjalnesinga saga 1959, xvi nm.
5 Kjalnesinga saga 1959, 4 nm.
6 Hermann Pálsson 1960(b), 237.
7 Landnámabók 1900, 80, 85, 96, 97, 201, 210.
8 Laxdœla saga 1934, 8, Vatnsdœla saga 1939, 25, Brennu-Njáls saga
1954, 205.
9 Orkneyinga saga 1965, 7 og víðar.
10 Heimskringla 1 1941, 123 og víðar.