Studia Islandica - 01.06.1967, Blaðsíða 87
85
varðveitzt þar unz sagan var rituð. Það er til að mynda
eftirtektarvert, að írski dýrlingurinn Kolumkilli er ekki kall-
aður því nafni, sem írsk og íslenzk alþýða kölluðu hann. í
Kjalnesinga sögu (eins og í Sturlubók Landnámu) er hann
kallaður hinu lærða nafni Kolumba, sem er auðsæilega tekið
eftir rituðum heimildum. Svipuðu máli gegnir um nafn hins
írska konungs Konofogurs. Það er ef til vill sótt til Ólafs sögu
helga. Nafn Búa og viðurnefni virðast vera sótt til tveggja
manna, sem hörðust gegn Noregskonungum, þeirra Búa Vé-
setasonar og Þóris hunds.“ 1
Hér kemur því fram nokkur skoðanamunur. Má líta á
þessi atriði í sömu röð og þau eru sett fram í grein Einars Ól.
Sveinssonar.
7.1. I sögunni er nefndur Konofogor. Þetta nafn er
sennilega komið úr Ólafs sögu helga, sjá 4.4.
7.2. Búi er kallaður hundur. Um þetta eru fjögur dæmi
í sögunni: „Þorgrímr goði gaf mikinn gaum at þeim mönn-
um, sem ekki vildu blóta; sættu þeir af honum iniun mest-
um afarkostum. Létu þeir Þorsteinn, son hans, þá fara mikil
orð til Búa, er hann vildi eigi hlóta, ok kölluðu hann Búa
hund. Þat vár, er Búi var tólf vetra, en Þorsteinn, son Þor-
gríms, var átján vetra, stefndi Þorsteinn Búa um rangan
átrúnað til Kjalarnessþings ok lét varða skóggang,“ Kjaln.
9-10. „Hversu lengi skal svá fram fara, faðir, at sjá hundr, er
ek sótta til skógar í sumar, skal hér ganga um tún,“ Kjaln. 10.
„Nú er við raman reip at draga, er bæði er at eiga við hund ok
tröll,“ Kjaln. 11. „at þú selir fram Búa hund,“ Kjaln. 14.
Nú er hundur mjög algengt skammaryrði í fomu máli,
og er fjöldi dæma um það i orðabókum. Sérstaklega ber að
athuga, að orðið er oft notað um heiðingja og þannig í sam-
bandi við trúarbrögð. Virðist liggja beint við, að höfundur
sögunnar noti orðið til þess að lýsa skömm þeirri, sem Þor-
grímur goði og Þorsteinn hafi á hinum óheiðna manni Búa,
enda er hann aðeins kallaður hundur af þeim tveimur.
1 Hermann Pálsson 1960(b), 237. Um myndirnar Kolumkilli og
Kolumba sjá 10.1.